24.8.2008 | 17:16
Barnung brúður
Þær eru ekki allar háar í loftinu hinar íslömsku brúðir. Átta ára gömul stúlka leitast nú við að fá skilnað frá eiginmanni sínum sem er á sextugs aldri. Málið verður tekið fyrir innan skamms samkvæmt frétt í sádiska dagblaðinu Al-Watan.
Móðir stúlkunnar styður hana til skilnaðarins, en faðirinn hafði gefið hana eða selt án vitundar þeirra mæðgna. Vonir standa til að skilnaðurinn gangi eftir því vitað er um eitt slíkt dæmi í Yemen fyrr á þessu ári. Von sem ekki byggi á sérlega sterkum grunni. Mannréttindahópar hafa tekið sig saman um að skrifa sádísku konungsfjölskyldunni bænarbréf, sem segir líka nokkuð um sjálfstæði réttarkerfisins.
Ekki yrði ég hissa þótt Sádar styddu okkur frekar til setu í Öryggisráðinu en skilnað stúlkunnar.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Þetta er engu betra en allt barnapornóið sem flæðir um allt á vestulöndum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.8.2008 kl. 17:37
Auðvitað er þetta ekkert annað en löglegt barnapornó.
Ragnhildur Kolka, 24.8.2008 kl. 17:44
Hvar er mansal og barnaklám löglegt?
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.8.2008 kl. 18:06
Víðar en þú hyggur. En stúlkubörn í Pakistan, Sádi-Arabíu, Yemen og svo ekki sé talað um íslömsk ríki í Norður-Afríku búa við þetta ástand. Þessi sömu stúlkubörn geta líka átt von á því að eigimennirnir skilji við þau þegar þau gagnast ekki lengur eða nýjabrumið er af.
Mannsal, bæði karla og kvenna viðgengst mun víðar og þá er ég ekki að tala um hreina kynlífsþræla eins og við þekkjum hér á vesturlöndum. Inverskar og filipískar konur sem sendar er í þjónustustörf til Sádi-Arabíu eru í raun þrælar. Egypskir og indverkir karla sem stunda byggingarvinnu í olíuríkjunum eru þrælar.
Nýlega féll dómur í New York yfir indverskum hjónum sem hnepptu tvær þjónustustúlkur í þrældóm. Í NY er athæfið ekki löglegt. sá er munurinn.
Ragnhildur Kolka, 24.8.2008 kl. 18:36
Allar þessar þjóðir sem þú nefnir hafa undirritað mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna og þar með staðfest að í lögum þeirra finnist ekki forsenda fyrir löglegu mannsali eða barnaníði. Nú ert þú að segja að þessar þjóðir hafi breytt löggjöf sinni eða blekkt Sameinuðu þjóðirnar. Ég veit að svo er ekki og að þetta athæfi er ólöglegt í öllum þessum ríkjum sem þú nefnir. Það gengur hins vega misjafnlega að fylgja þessum lögum eftir, eins og á vesturlöndum einnig.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.8.2008 kl. 18:48
Það er alltaf pínulítið "rörende" að heyra og sjá að fólk trúi enn á Sameinuðu þjóðirnar og samtakamátt þeirra. Þú, eins og svo margir aðrir, lokar augunum fyrir því sem þar er að gerast.
Árið 1990 kom ráð íslamskra þjóða saman í Kairó og þar varð til svokölluð Kairó-samþykkt. Hún gengur þvert á Mannréttindasáttmála SÞ, því í henni er samþykkt að sharí´a lögin séu viðmið mannréttinda í íslömskum ríkjum. Þessi samþykkt afnemur sáttmálann sem þessar þjóðir undirgengust þegar þær fengu inngöngu í SÞ.
Alls staðar þar sem ríkja shai´a lög, þar eru þau jafnframt landslög.
Ragnhildur Kolka, 24.8.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.