17.8.2008 | 16:41
Hvaða verði kaupir maður friðinn?
Þrátt fyrir stöðugar yfirlýsingar vinstri-friðarsinna um að barátta gegn hvers konar hernaðarbrölti sé barátta fyrir friði, þá skortir nokkuð upp á að þar fylgi sannfæring máli. Nú þegar fréttaflutningi af hrakförum Bandaríkjahers í Írak hefur loksins slotað vegna frábærs árangurs hans gegn uppreisnaröflum er eins og "friðelskendur" hafi fundið sína fullkomnu hvíld. Fáeinir hristu af sér slenið þegar Kína beitti aflsmunum í Tíbet, enginn virtist taka eftir hernaði Búrmastjórnar gegn hrjáðum þegnum sínum hvað þá vargöldinni í Zimbabwe og Súdan og enginn hreyfir mótmælum nú þegar Rússneski herinn leggur Georgíu að fótum sér. Á meðan Bandaríkjamenn eru ekki aðilar að beinni íhlutun ríkir þögn í herbúðum friðarsinna.
Þögnin núna vegna innrásar Rússa í Georgíu er dæmi um þessi sérstöku gleraugu sem vinstri-friðarsinnar bera. Kannski er Georgía ekki alveg búin að ná tökum á lýðræðishugtakinu, en þeir hafa kosið sér stjórn og forseta og þeir eru að feta sig fram veginn. Samkvæmt hádegisfréttu þá er þar jafnvel að finna stjórnarandstöðu sem nú þjappar sér um stjórnvöld og segist sjálf vilja ákveða hvenær hún losar sig við sinn forseta. Í Rússlandi í dag er stjórnarandstaðan jafn kyrfilega falin og hún var á sovéttímanum. Nú er ekki lengur haft fyrir því að sviðsetja réttarhöld, eins og Stalín gerði forðum, gegn þeim sem veita mótspyrnu og reyna að upplýsa almenning um ástandið, nú eru menn bara teknir af lífi hvar sem þeir eru staddir þegar böðlana ber að. Blessun hinna "friðelskandi" fylgir þeim.
Vopnahléssamningurinn milli Rússa og Georgíumanna sýnir að Evrópa er til í allt nema standa við bakið á þeim sem hallir standa. Sarkozy miðlaði þar málum á meðan byssukjaftar rússnesku skriðdrekanna stóðu í kokinu á Georgíumönnum. Rússar hafa aðkomu að öllum samningum og fyrsta krafan er að forsetinn víki áður en sest er að samningaborði. Þeir hafa öll tögl og allar hagldir og enn einu sinni fáum við að horfa upp á finnlandiseringu smáþjóðar í skugga vænisjúks stórveldis. Evrópa mun horfa á og vona að olían haldi áfram að renna inn á bensínstöðvarnar og í kyndiklefa húsa sinna, því Evrópubúar eru líka svo friðelskandi.
Enginn getur haldið því fram að innrásin í Georgíu komi þeim á óvart. Fyrrum sovétlýðveldin hafa alltaf vitað við hverju mætti búast. Sum náðu að forða sér inn í ESB og NATO önnur, sem ekki byggðu á gömlum tengslum, voru svifaseinni og lentu fyrir utan garð. En mun ESB og NATO hafa einhvern kraft til að verja þessi lönd ef á reynir? NATO hafnaði þátttökuaðild Georgíu og Úkraínu fyrir skömmu og við sjáum hvaða afleiðingar það hefur. Úkraína kallar nú á hjálp. Munum við leggja við hlustir? Hvað með Pólland sem beið ekki boðanna og skrifaði snarlega undir eldflaugavarnasamninginn við Bandaríkin. Nú er þeim hótað kjarnorkuárás. Er kjarnorkuárás á Pólland líkleg til að vekja "friðarsinna" af þyrnirósarsvefni sínum. Er Pólland nógu nálægt til að hrista upp í Evrópu?
Stríð er ekki kostur sem nokkur friðelskandi maður velur, en þegar þrengist um kostina þá tekur maður upp vopnin. Þrátt fyrir nýfengið ríkidæmi Rússa í orkumálum þá er margt sem þá skortir til að geta talist gjaldgengir. Þeir vilja sýni veldi sitt og auð víðar en hjá þrælaþjóðum sínum. Þeir vilja vera málsmetandi og hafa rödd í alþjóðamálum. Á þeim vettvangi þurfa þeir að sýna að þeir séu viðræðuhæfir. Ef yfirgangur og ofríki er eini samskiptamátinn sem þeir hafa yfir að ráða þá eiga Vesturlönd enn tækifæri til að setja þeim skorður. Vísa þeim úr NATO samráðinu (ef það hefur ekki enn gerst), leysa upp G-8 hópinn og stofna nýtt lýðræðisbandalag um þau málefni, halda þeim utan við Alþjóðaviðskiptastofnunina og síðast en ekki síst sniðganga vetrarólympíuleikana í Sokki 2014. Eftir reynsluna af loforðasvikum Kínverja í mannréttindamálum í tengslum við Ólympíuleikana nú, má gera ráð fyrir að fleiri en færri séu til í að reyna slíkt "boycott".
Númer eitt, þá má ekki bíða lengur eftir að segja STOPP. Gangi þetta ekki upp má búast við að Rússar stilli okkur upp fyrir framan þyngri og harðari vopnum.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.