Leita í fréttum mbl.is

Obama og olíufélögin

Áróðursstríðið fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er nú að komast á fulla ferð. Myndbönd McCain um  stjörnudýrkun fjölmiðla á Obama og sjálfsupphafningu hans áttu stóran þátt í að slá á fylgisaukninguna sem "forsetaferðin" til Evrópu gat af sér. Dregið hefur saman með frambjóðendunum í könnunum svo nú má vart á milli sjá hvor hafi betur.

Obama er nú að snúa vörn í sókn, en slæðir í gruggugu vatni. Hann ásakar John McCain um að ganga erinda olíufélaganna og nýtir sér þar óvinsældir  Cheney varaforseta, með því að spyrða McCain við Cheney. Þetta ætti, að öllu jöfnu, að styrkja stöðu hans meðal óánægðra kjósenda. En líklega skaut Obama þarna yfir markið, með því að draga athyglina að orkutillögum McCains vekur hann upp gamla drauga úr eigin fortíð.

Það var nefnilega Barak Obama sjálfur sem greiddi atkvæði með umdeildu frumvarpi sem fram kom árið 2005 um ýmisleg fríðindi til handa olíufélögunum. Fríðindi sem hann nú segist vera á móti. Þessi tilraun til að spyrða McCain við Cheney og olíurisana hlýtur þó að mistakast, því það var McCain, en ekki Obama, sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á grundvelli þess að það veitti olíufélögunum milljarða dollara skattaafslátt. Þetta útspil Obama verður varla flokkað undir annað en lýðskrum, ekki síst í ljósi þess að þótt hann geri mikið úr greiðslum olíukónganna í kosningasjóð McCains þá gleymir hann að geta um peninga þessara herramanna í hans eigin sjóð.

Paris Hilton hefur nú blandað sér í slaginn (tilneydd) og sýnir þar að hún er fagmanneskja fram í fingurgóma. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort kröftum hennar væri ekki betur varið í eitthvað annað. McCain þakkar henni þó fyrir aðstoðina, því myndband hennar sýni að hún styðji við orkutillögur hans sjálfs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Mér skilst að ástæðan fyrir þessum mikla fólksfjölda þarna í Berlín hafi verið vegna tónleika sem þar voru en ekki  eingöngu til að sjá Obama eins og maður heyrir oft.

Paris Hilton í stjórnmálum, ég held ekki en auglýsingin sem hún sendi frá sér er ágæt

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.8.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það var ekki beinlínis á fréttaflutningnum að heyra að fólk væri þarna við sigursúluna til að hlusta á tónlist. Það var komið þarna til að hylla nýjustu stjörnuna á himinfestingu fjölmiðlanna. Og eflaust hefur rödd Obama hljómað sem músík í eyrum þeirra.

Hvað sem þér finnst um Paris Hilton verður þú að viðurkenna að auglýsingin var fagmannlega unnin. Stúlkan kann sitt fag,þ.e. að halda sér í sviðsljósinu. Obama hefur siglt á þessari sömu bylgju, en nú er fólk farið að þreytast. Hann þarf að fara að sýna hvað í honum býr (búi eitthvað í honum) annars gæti svo farið að Hillary skjóti honum ref fyrir rass á flokksþinginu og hljóti útnefninguna.

Ragnhildur Kolka, 7.8.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Hjartanlega sammála þér. Mér fannst þetta bara smellið hjá Paris að koma með þessa auglýsingu og hugmynd hennar ekkert vitlausari heldur en hjá þessum körlum.

Það er nú það, það er ekki nóg að japla á að við þurfum breytingar og breytingar eins og Obama er gjarnt á að gera. Í einni af auglýsingunum hans segir hann "We are like a beacon....... We have to lead the whole entire world eða Við erum eins og viti (leiðarljós)..... Við þurfum að leiða (stjórna) heiminum. Það fer hrollur um mig við tilhugsunina hvað hann á við með þessum orðum.

Þegar Demókratar eru í stjórn þýðir það iðulega að skattarnir hækka hjá okkur. Svo einfalt er það.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.8.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, svo eru það skattarnir. Hagvöxtur er afleiðing verðmætasköpunar og aukin skattheimta á fyrirtæki (sérstaklega í því árferði sem nú ríkir)mun á endanum kæfa hagvöxt og bitna á almenningi.

Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem fólki er talin trú um að það sé endalaust hægt að ausa úr (tómum) sjóðum. Það er á stefnuskrá allra vinstri flokka að gera almenning háðan ölmusum ríkisins.  

Ragnhildur Kolka, 8.8.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband