29.6.2008 | 15:45
Þúsund þorskar á færibandinu
Fyrir nokkrum árum hóf ungur blaðamaður, Ólafur Teitur Guðnason, á Viðskiptablaðinu að halda skrá um mistúlkanir, rangfærslur, lygar, þöggun og pólitíska rétthugsun eins og hún birtist okkur í fjölmiðlum. Pistlar hans birtust í föstudagsútgáfu blaðsins og voru margir til í að leggja nokkuð á sig til að verða sér út um baðið. Fólk er oft ótrúlega grandalaust gagnvart því sem verið er að framleiða ofan í það á fjölmiðlunum. Pistlar Ólafs komu síðar út á bók og eru þær eigulegir gripir. Ólafur er nú hættur á Vb, en kollegi hans Andrés Magnússon tekinn við á fjölmiðlavaktinni. Ekki er síður fengur að skrifum Andrésar en Ólafs.
Því tek ég þetta upp að í föstudagsblaði Vb fjallar Andrés um frétt sem rataði bæði inn í Morgunblaðið og Fréttablaðið. Tilefnið var skyndiverkföll flugumsjónamanna. Þetta væri ekki í frásögu færandi ef ekki væri það fyrir annað en að bæði blöðin taka viðtal við sömu konuna. Einhver kynni að spyrja; svo hvað með það? Já, hvað með það? Konan hlýtur að hafa unnið sér eitthvað til frægðar. Nei, hún ól ekki barn í biðsal Leifsstöðvar og hún var ekki að missa af teboði hjá Englandsdrottningu. Það eina sem hún gerði var að opna gemsann og hringja í stærstu dagblöðin (og kannski líka þau minni) og kvarta undan því fjárhagstjóni sem töf á flugi var líkleg til að valda henni.
Varla er þetta svo stór glæpur að það þurfi að gera veður út af því. En þegar þeir safnast upp versnar útlitið. Eins og Andrés bendir á, þá er það skortur á frumkvæði blaðamanna (og fréttamanna) við að afla sér upplýsinga. Þeir bara sitja og bíða eftir að fréttin komi til þeirra. Það er engin tilviljun að af hundruðum manna sem yfirvofandi verkfall var líklegt til að bitna á, þá var aðeins talað við eina tiltekna konu, ljósmyndarar sendir á staðinn og málið afgreitt. Þetta er ekki fréttamennska heldur færibandavinna; þorskurinn kemur á bandinu og þú gerir ekkert annað en að ýta honum í rétt hólf. Annað dæmi sem Andrés hefur nefnt er fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu sem ýmist birtist nánast orðrétt eða lítillega photo-shoppuð í þessum sömu blöðum.
Þessi færibandavinna er ekki bara vandamál íslenskra fjölmiðla hún leggst, eins og andrúmsloftið, yfir allan heiminn. Borin áfram af stóru fréttaveitunum inn í alla króka og kima. Gagnrýnislaust er "fréttum" veitt áfram án þess að nokkur kanni hvort fótur sé fyrir þeim eða ekki. Stundum er þetta bara eitthvað PR stunt, stundu stjórnmálamenn að fleyta spuna, stundum er sannleikskorn að finna í frétt og stundum er hún hreinn uppspuni. Hvernig var ekki með aldamótaveiruna sem átti að leggja gjörvallt efnahagslíf heimsbyggðarinnar í rúst? Svo maður minnist nú ekki á þá sem væru svo óheppnir að liggja á skurðarborði þegar hátíðin gengi í garð.
Nýlega féll dómur í Frakklandi í máli þar sem trúverðugleiki ríkisfjölmiðilins France2 er dreginn í efa. Frétt sjónvarpsstöðvarinnar um morðið á drengnum Al-Dura hrinti af stað annarri intifata uppreisninni í Palestínu og hafði áhrif um allan hinn múslimska heim. Kvöld eftir kvöld horfðum við á "dauðastund" drengsins hér heima í stofu á meðan illvirki Ísraela voru tíunduð. En var drengurinn drepinn? Gátu byssukúlur ísraelsku hermannanna beygt fyrir horn? Dómurinn í Frakklandi, nú átta árum síðar dregur það í efa. Áróðursfréttir úr Arabaheiminum hafa flætt yfir okkur án þess að "sannleiks elskandi fréttamenn" spyrni við fæti.
Undanfarið hef ég verið að glugga í bókina Flat Earth Newseftir breska blaðamanninn Nick Davies. Nick þessi er ólíkt Ólafi Teiti og Andrési vel til vinstri og ber bókin nokkur merki þess. En þegar pólitískum skoðunum er ýtt til hliðar þá eru þeir allir 3 að skoða sama hlutinn. Subbuskap í fréttamennsku. Og líkt og félagarnir á Vb þá er Nick að fjalla um rjómann í breskri blaðamennsku, ekki botnfallið. Hann fékk rannsóknateymi frá háskólanum í Cardiff til að skoða innlendar fréttir sem birtust í eftirtöldum blöðum í The Times, Guardian,Independent og Daily Telegraph og að auki Daily Mail til að nálgast millimarkaðinn. Innsendar fréttir sem síðar nutu birtingar voru líka skoðaðar (2,207) og rætt var við viðkomandi blaðamenn ef einhverjar efasemdir vöknuðu um efnið.
Í skemmstu máli er það að segja að endurvinnsla á aðsendu efni er stærsti hluti þess sem tekið er til birtingar, annars vegar frá fréttaveitum eins og Press Associate og hins vegar frá PR fyrirtækjum sem ýmist eru að koma á framfæri viðskiptatengdu eða pólitísku efni. Um það bil 60% frétta í þessum virtu blöðum var endurvinnsla slíks efnis og að auki bar um 20% efnis þess sem merki að vera þannig upprunnið. Átta prósent gátu þeir ekki alveg staðsett en eftir stóð þá aðeins 12% frétta þar sem rannsóknaraðilarnir gátu fullyrt að fréttin hafi frá grunni orðið til á fréttastofunum sjálfum.
Frásaga Nick Davies af þessari könnun tekur aðeins ríflega eina blaðsíðu í bók sem annars er tæpar 400 síður. Það gefur því auga leið að margt annað bitastætt er að finna í bókinni. Fleira ætla ég ekki að tína til núna, en læt þess þó getið að Nick Davies er ekki alveg gallalaus sjálfur. Hlutleysi er nefnilega vandrataður vegur allir geta dottið í pitti.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.