Leita í fréttum mbl.is

Barátta við boðsflennur í bleytunni

 

HAY-FESTIVAL-arrest

Þeir sem telja sig þess umkomna að eigna sér stofnanir og skóla svo ekki sé minnst á fyrirbæri eins og menningu og menntun finnast víða. Þessi hugprúða hetja sem rennur hér fótskriðu í leðjunni og kemur boðskap sínum svo snyrtilega á framfæri er fótgönguliði í þessum elítu-her. Það eru nefnilega fleiri en Svanur Kristjánsson prófessor við HÍ sem láta ekki deigan síga. Komast aldrei framhjá þeirri staðreynd að heimurinn er margslunginn og fer ekki í einu og öllu að þeirra vilja.

Nýlega var hin árlega bókmenntahátíð haldin í smábænum Hay-on-Wye á Englandi. Bærinn er þekktur um heim allan fyrir þær liðlega fjörutíu bókabúðir sem þar eru reknar. Unaðslegri reit er vart að finna á þessari jörð. Í ár var þó að nokkru leiti skipt um gír eða svo var boðað. Sjálfskipaður varðmaður menningarinnar hugnaðist ekki boðslisti skipuleggjanda og ákvað að taka til sinna ráða. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig til tókst.

Varðhundurinn heitir George Monbiot og er blaðamaður á hinu víðlesna dagblaði The Guardian. Eins og allir aðrir blaðamenn er hann hlutlaus um málefni. Það var bara eitt atriði í dagskránni í Hay sem fór eitthvað fyrir brjóstið á honum (og situr þar líklega  fast enn) og það var fyrirlestur Johns nokkurs Bolton sem að mati Monbiots er ekki bara boðsflenna heldur líka stríðsglæpamaður (Hannes Hólmsteinn getur varla toppað þennan).

Hann ætlaði ekki að leyfa Bolton að saurga samkomuna með nærveru sinni, eða eins og hann orðaði það: "swim through the politest of polite soirees - which is of course Hay". Elítu-hugsun í toppklassa. Monbiot ákvað því að nýta sér rétt sinn til að framkvæma borgaralega handtöku á staðnum og afhenda "stríðsglæpamanninn" yfirvöldum svo draga mætti hann fyrir dómstóla.

Svo virðist sem yfirvöld í Bretlandi hafi ekki verið sammála Monbiot frekar en skipuleggjendur hátíðarinnar og var honum meinaður aðgangur að boðsflennunni. Engu að síður fékk hann tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri þegar Bolton ók á brott úr bænum.

Óþarfi að taka fram að The Guardian sór af sér aðild að málinu og sagði Monbiot hafa verið í einkaerindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband