22.6.2008 | 00:01
Eilíflega ósáttur
Flestir eiga því láni að fagna að geta haldið upp á gleðidaga lífsins og gera það gjarnan í góðra vina hópi. Aðrir velja að halda upp á sín stærstu hugarvíl og þá er ókunnugum og utanaðkomandi ósjaldan blandað í málið. Prófessor við Háskóla Íslands sem eitt sinn sat í dómnefnd sem ekki tókst að hindra ráðningu umsækjandi í lektorstöðu við skólann, er einn af þeim. Svanur Kristjánsson er enn að dragast með þennan draug í farteskinu. Nú á 20 ára afmæli ráðningar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar heldur Svanur sína hátíðarræðu, enn einu sinni og aftur í Fréttablaðinu.
Það er ekkert nýtt að dómnefndir við HÍ taki sér vald til að útiloka umsækjendur frá stöðum við HÍ; gerist reyndar víðar í hinu opinbera kerfi. Og Hannes er ekki einn um að falla ekki í hópinn vegna skoðana, nú síðasta sumar var doktor í sagnfræði frá Bandaríkjunum talinn vanhæfur til að öðlast doktorsgráðu frá HÍ vegna þess að hans sýn á sagnfræðina var önnur en dómnefndarinnar. Má þá alltaf tína eitthvað til því til stuðnings, því enginn er svo fullkominn að ekki megi finna einhvern veikan blett ef vel er leitað.
Svanur er fulltrúi elítunnar sem telur sig eiga HÍ. Svo virðist sem að hans mati varpi tilvist HHG, innan hinna fyrrum óspjölluðu veggja, skugga á hin helgu vé. Helgin var rofin og ekkert fær hana endurheimt nema brotvikning hins óhreina. Haft var eftir Svani á Pravda að þegar hann hóf kennslu við HÍ hafi þar aðeins verið "tveir kennarar í stjórnmálafræði, ég og Ólafur Ragnar" hann bætir reyndar við að Þorbjörn Broddason og Haraldur Ólafsson hafi verið þarna líka, en þeir voru greinilega að gera eitthvað allt annað en að kenna.
Þetta var lítill sætur klúbbur með aðsetur að Sóleyjargötu 1 og um "samkennara" sinn segir Svanur "að mínu mati var Ólafur Ragnar afburðagóður stjórnmálafræðingur sem hafði áhuga á því sama og ég". Úr þessum tveimur sjálfhverfu setningum má lesa að hefðu skoðanir Ólafs Ragnars ekki fallið eins og flís við rass við skoðanir Svans er vafasamt að Ólafur hefði fengið þessa líka fínu umsögn. Hannes var eins og hver önnur boðflenna í þennan fína og fornem einkaklúbb.
Svanur velur það sem hann vill að komi fram úr umsögn menntamálaráðherra við skipun HHG í lektorsstöðuna, en sleppir öðru. Hann minnist ekki á að HHG hafi verið eini umsækjandinn sem hafði á þessum tíma doktorspróf í stjórnmálafræði, en það var kennslugreinin sem auglýst hafði verið í. Sá umsækjandi sem fékk nær öll atkvæði deildarfundar (15/17) lauk ekki doktorsprófi fyrr en 6 árum síðar og Svanur lætur líka ósagt að vegna flýtiafgreiðslunnar sem dómnefndarálitið fékk á deildarfundi (lagt fram og samþykkt í einni viðstöðulausri kokgleypingu) leitaði ráðherra til viðurkenndra fræðimanna bæði hér heima og erlendis til umsagnar um hæfi HHG.
Öfgamenn eins og Svanur Kristjánsson eru eins og hundar með bein, á meðan beinið er til staðar skal á því hangið. Ósóminn skal upprættur og ekki bætir úr skák að HHG framdi það voðaverk fyrir nokkrum árum að skrifa bók um ævi "Skáldsins". Hafi ráðning HHG verið helgispjöll þá var bókin ekkert minna en guðlast. En engum sem las bókina duldist að fyrstu kaflar hennar voru teknir upp úr ævisögum skáldsins, enda kom það fram í aftanmálsgreinum. Hins vegar fylgdu ekki aftanmálsgrein hverri setningu. Á þetta bitu hundarnir sig og eru enn, eins og grein Svans sem á tvöfaldra harma að hefna sýnir, að togast á um bitann. Þeir virðast ekki hafa tekið eftir því að enginn er að toga á móti.
HHG hélt upp á stórafmæli sitt og bauð þangað vinum og óvinum til að gleðjast með sér. Þeim sem ekki vildu þiggja var frjálst að halda sig fjarri. Svanur velur hins vegar að láta bera harm sinn og hugarvíl inn á hvert heimili svo engin leið er að víkjast undan. Megi tyllidagar Svans í framtíðinni einskorða sig við árnaðaróskadálkinn.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.