20.6.2008 | 09:42
Ber er hver að baki .....
Nú hafa tryggir og trúfastir vinir utanríkisráðherra innan RÚV ákveðið að leggja baráttu hennar fyrir setu í Öryggisráðinu lið hér innanlands. Skortur hefur verið á stuðningi við þessu montframboði meðal almennings. Áróðursherferðinni var hrundið af stað í gær, þegar Spegillinn sendi út viðtal við einhvern nýsjálenskan ex-öryggisráðsfulltrúa, sem vitnaði um ágæti og árangur þess að smáríki ættu þarna sæti.
Ekkert sem hönd var á festandi kom fram í orðum mannsins - smáríki geta haft áhrif (ekkert dæmi tekið); þau geta aflað sér vinsælda (m.þ.a. taka undir allt kvabb sem utanráðsmönnum dettur í hug að bera upp, sem sagt vera vinsamleg) og þau geta sýnt "frumkvæði". Frumkvæði um hvað??? Þetta var kurteislegt spjall sem skilaði engu, en fékk gott rými í umfjöllun "útvarps allra landsmanna".
Öryggisráðið fjallar um stríðsátök og hvort hlutast eigi um þau. Stóru þjóðirnar með neitunarvaldið véla um það samkvæmt sínum eigin hagsmunum og smáríki fá að setja stimpil sinn á niðurstöðuna. Kjósi þau að gera það ekki þá er þeim það líka frjálst, því afstaða þeirra skiptir engu máli umfram fegrunaraðgerðina sem felst í að allir syngi í kór.
Öryggisráðið fjallar líka um friðargæslu. Þar getum við tekið þátt án þess að sitja í ráðinu. En vandamálið sem Öryggisráðið stendur frammi fyrir tengist ekki hvað síst illvirkjum sem gæsluliðar á þeirra vegum fremja á saklausum borgurum, einkum konum og börnum. Það vandamál verður ekki leyst með pilsaþyt frá Íslandi. Vandamálið er orðið að gefinni stærð innan stofnunar Sþ, sem hefur nú sætt sig við að fella niður ákvörðunina um "zero tollerance" og hefur tekið upp stefnuna "þetta er ekki ásættanlegt". Hvað sem það nú merkir.
Önnur nálgun til áhrifa, sem hugnast mér betur, var viðtal við Hrafn Jökulsson á Morgunvaktinni í morgun. Hrafn, sem hefur um stund dregið sig frá skarkala heimsins, sinnir nú mannlífi í afskektustu byggð landsins. Hann hefur líka staðið fyrir útrás til annarra landa. Ekki með fullar hendur fjár heldur með því að gefa af eigin tíma og styrkja félagslíf ungmenna í fátækasta ríki Evrópu. Hrafn hefur með þessu sýnt hvar og hvernig smáríki, með takmarkaða fjármuni og völd, getur haft áhrif og látið gott af sér leiða.
Í stað þess að kosta rándýrar sendinefndir til NY sem gagnast engum nema uppblásnu egói stjórnmálamanna eigum við að leggja áherslu á að láta fjármuni okkar ávaxta sig í góðum verkum. Hvar betra en í bakgarðinum heima hjá okkur þar sem þörfin er svona gríðarleg?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.