Leita í fréttum mbl.is

Hvað vita sérfræðingar?

Sagan ein dæmir.

Þeir sem muna forsetatíð Ronalds Reagan, muna líka herferðina sem gerð var á hendur honum af andstæðingum. Ýmist var hann sagður elliær eða vitgrannur stríðsæsingamaður sem léti kellinguna stjórna sér. Menn spöruðu ekki stóru orðin þá frekar en nú. Engu að síður var Reagan valinn besti forseti Bandaríkjanna síðustu aldar í könnun sem gerð var um aldamótin.

Við sem eigum núna velferð okkar undir olíufurstunum í Mið-Austurlöndum vitum ekki í dag hvað sagan segir á morgun. Það á líka við um norska sérfræðinga, hvort sem þeir eru vel að sér í bandarískri stjórnmálasögu eða ekki.


mbl.is Versti Bandaríkjaforsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Steinn

Ekki held ég að aumingjans fólkið í Panama og Nicaragua hafi fundist  Reagan hafi verið besti forseti síðustu aldar.

Og ertu í alvöru að segja mér að þú deilir skoðunum John Bolton og hans brengluðu, óheilbrigðu heimssýn? 

Arnar Steinn , 10.6.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nixon og Carter voru verri.

Bush er hræðilegur forseti en ekki sá versti í sögu bna.

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.6.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Fláráður er Bush og fól

falinn illur viljinn

Fyrir jarðolíu, friðarsól

fallinn er í valinn.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.6.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband