Leita í fréttum mbl.is

Gamlir geirfuglar syngja

Þessa dagana fara menn mikinn vegna svokallaðra hlerana sem hugsanlega áttu sér stað fyrir svona fjórum áratugum síðan. Krafist er afsökunarbeiðnar fyrir brot á friðhelgi og látið að liggja að um tilefnislausa aðför að einkalífi þeirra hafi verið að ræða. Umfram allt skal sonur þess dómsmálaráðherra sem undirritaði beiðnir lögreglu og sendi til dómara bera ábyrgð á gerðum föður síns og svona til vara fyrir hönd ríkisins.

Yfirvöld þess tíma fóru að lögum. En þeir sem nú þykjast bera þyrnikórónuna hafa aldrei látið lögin þvælast fyrir sér og þeir hafa engu gleymt. Hatur á þeim sem brugðu fæti fyrir að áætlanir þeirra, um yfirráð kommúnismans yfir fósturjörðinni, næðu fram að ganga brennur enn jafn heitt og hafi árin 40 aldrei liðið hjá. Þeir láu lágt á meðan Sóvétveldið liðaðist í sundur, en nú telja þeir að óminnishegrinn hafi unnið sitt verk. Nú eru aftur umbrotatímar líkt og þegar blómaskeið þeirra stóð sem hæst.

Þeir geta búist við stuðningi skrílsins sem lagði undir sig palla ráðhússins fyrir nokkrum mánuðum síðan, trúðanna sem krefjast þess að ríkið taki á sig að niðurgreiða munaðarlíf furstanna í Sádi-Arabíu og þeir geta eflaust treyst á stuðning kvenmannsbelgjanna sem ganga í hús um þessar mundir og bjóða þjónustu sína til þrífa. Þetta fólk virðist vera haldið sama sálarkláða og þeir forðum. Allt er þetta fólk tilbúið að beita valdi til að koma sínum málum fram. Lög lýðræðisríkja eru aðeins til að verja rétt þeirra til óspekta. 

Gömlu kommarnir sem hlutu uppeldi sitt í ríkjum, þar sem hrammur hins Sóvéska björns hafði að mestu kramið líftóruna úr, þráðu ekkert heitar en leggjast undir þennan sama hramm. Þegar hið ómannúðlega kerfi að endingu leið undir lok, skriðu þeir í hýðið og biðu átektar. Nú er stund þeirra runnin upp, eða það halda þeir. Þeir ættu þó að líta í kringum sig og skoða stuðningsmannahópinn. Nýju hersveitirnar eru ekki líklegar til að láta blóð sitt renna fyrir svona "gamaldags" málstað. Nýju hersveitirnar kunna að skekja vopnin og láta ófriðlega. En deginum ljúka þær á kaffihúsi, panta tvöfaldan Macchiato og láta sig dreyma um þægilegt sófajobb sem biði þeirra "ef aðeins heimurinn væri réttlátari".

Það er alltaf dapurlegt að horfa uppá það að menn láti hatur yfirtaka  líf sitt, eins og þessir gömlu geirfuglar hafa gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur B. Jónsson

Allt satt og rétt sem þú segir Ragnhildur

Ólafur B. Jónsson, 30.5.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband