Leita í fréttum mbl.is

Hannes í Kastljósinu

Horfði á athyglisvert viðtal við Hannes Hólmstein Gissurarson í Kastljósi í kvöld, þar sem hann bauð öllum gagnrýnendum sínum að ljá sér lið við að bæta fyrir brot sitt - og aðstoða við endurútgáfu 1. heftis rits hans um Halldór Kiljan Laxness.

Eftir að hafa lesið ummæli ýmissa kollega hans á vefritinu Kistan.is, get ég ekki annað en beðið spennt eftir viðbrögðum þeirra. Það hlýtur að vera áhugamál þeirra allra að endurútgáfa bitbeinsins, fari nú "kórrétt" fram.

Í raun geta þeir ekki skorast undan, því þá væru þeir að viðurkenna opinberlega að gæsalappirnar voru ekki annað en yfirskyn og aftökuskipunin sé óafturkræf.

En Hannes minntist þarna líka á lögsókn Jóns Ólafssonar á hendur honum í London. Hannes er ekki einn um að vera sóttur til saka á grundvelli þessarar lauslátu bresku meiðyrðalöggjafar. Þessi lög teygja arma sína víða. Þau hafa kallað yfir sig nafngiftina "libel tourism" eða meiðyrðaflakk og eru að valda óskunda víða um heim. Lögin beinast gegn málfrelsi og hafa múslimskir auðmenn verið iðnir við að  nýta þau til að þagga niður gagnrýnisraddir á útbreiðslu íslamskrar Wahhabi trúarstefnu og aðferðum sem beitt er til að koma henni á (terrorisma).

Bandaríski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Rachel Ehrenfeld fékk á sig slíkan dóm fyrir bókina Funding Evil sem hún ritaði árið 2003 og fjallaði um fjármögnun hryðjuverkahópa. Cambridge University Press sem gaf bókina út var gert að greiða kvart milljón punda og er ekki líklegt til að gefa út fleiri slíkar bækur í bráð. Ehrenfeld áfrýjaði sínum dómi fyrir dómstól í New York fylki en tapaði málinu vegna gloppu í löggjöf fylkisins, sem ekki gerði ráð fyrir málshöfðun af þessum toga.

Nú hefur fylkisþingið sett fyrir þennan leka með því að lögfesta ákvæð sem verndar blaðamenn og rithöfunda fyrir erlendum lögum sem hefta lögbundin réttindi þeirra til tjáningar skv. 1. viðauka stjórnarskárinnar. 

Það væri athugandi fyrir Alþingi Íslendinga að sjá sóma sinn í að verja sitt fólk á sama hátt og setja lög sem kveða á um að ekki sé hægt að lögsækja fólk á Íslandi fyrir erlendum dómstólum nema brot þeirra séu framin á erlendri grund.

Vonandi nær sá illvilji sem fram kom í viðhorfum kollega Hannesar ekki alla leið inn á Alþingi. Eða eins og Gísli Gunnarsson sagði "hættum að hugsa um persónuna Hannes". Hver sem er getur orðið fyrir þessum vágesti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband