4.9.2020 | 17:48
Hvernig skal tekið á móti vágestinum?
Viðbrögð við Wuhan faraldrinum hafa verið á ýmsan veg, en eftir því sem ferli farsóttarinnar vindur fram koma fleiri möguleikar í ljós. Blóðvökvagjafir, lyfjakokteilar og náttúrulegar varnir eru á borðinu hver um sig studd vísindalegum rökum. Sem eldri borgari varðar mig um hvað er að gerast í heimi covid-vísindanna og vegna skorts á upplýsingum frá hinu heilaga þríeyki fer ég mínar egin leiðir við að afla mér þeirra. Í dag er það tiltölulega auðvelt því of mikið hefur nú þegar verið birt til að læknavísindin geti aftur vakið upp mátt töfralæknanna. Því síður dugar það Kára að uppnefna fólk sem andmæla tillögum hans, því við erum komin þónokkurn spöl frá miðöldum og látum ekki lengur þagga niður í okkur.
Svo, hvar liggur varnarlínan í dag?
Vonir sem bundnar voru við blóðvökvagjafir munu ekki duga nema fyrir fáa. Mótefnin í blóðvökvanum þurfa að vera í háum títer til að gagnast sem best og þau þarf að gefa mjög snemma í ferlinu. Innan við 4 daga frá innlögn. Mótefnin í blóðvökvanum gegn veirunni geta linað sjúkdómseinkenni og flýtt fyrir bata. En misjafnt er hve mikið hver einstaklingur framleiða af mótefnum gegn veirunni og þau hafa aðeins ákveðin líftíma. Blóðvökvagjöf er líka háð því að fólk sé tilbúið að koma inn og láta tappa af sér. Því mun aðferðin aldrei gagnast nema tiltölulega fáum. En er á meðan er.
Lyfjanotkun er flóknara mál og kannski aldrei eins og nú eftir að pólitíkin komst í spilið. Án þess að hafa fullvissu fyrir því grunar mig að hér heima byggi lyfjagjöf helst á notkun stera. Þá er Dexamethasone líklegasti kandidatin, þótt nýlega birtar niðurstöður sýni að aðrir sterar komi einnig að notum. Dexamethasone bætir lífslíkur inniliggjandi sjúklinga umtalsvert. Það sýna líka nýlegar niðurstöður belgískra lækna um notkun lágskammta Hydroxychloroquine (HCQ) gjafa, en á það má víst ekki minnast því þá fer hið heilaga apparat á hvolf. En HCQ kemur að bestu notum þegar sjúkdómurinn er á byrjunarstigi.Það ætti því að vera undrunarefni hvers vegna stóru rannsóknirnar á vegum OCEBM og WHO leyfðu sér að nota margfalda ráðlagða skammta til að kanna réttmæti fyllyrðinganna um gildi HCQ þegar þær komu fyrst fram. Skammtar sem kölluðu fram margvíslegar aukaverkanir og hugsanlega óþarfa dauðsföll. En eftir að hafa fylgst með pólitíkinni sem umlykur lyfjabransann og hatrið á Trump (sem missti út úr sér að honum litist bara vel á HCQ- meðferðina) á maður víst ekki að verða hissa þótt fæti sé brugðið fyrir óæskilega upplýsingar.
Sjúklingur á áttræðisaldri tjáði sig í Morgunblaðinu í vikunni og kom þar í ljós að hann hafði fengið veirulyfið Remdesisivir ásamt súrefnisgjöf. Við þær aðstæður er Remdesivir líklegast til að koma að gagni, þ.e. meðan sjúklingur er á súrefni en áður en hann þarf á öndunarvél að halda. En ólíkt hinum tveimur lyfjunum sem nefnd eru, þá er Remdesivir rándýrt lyf og til í takmörkuðu magni. Samkvæmt athugun frá BNA kostar meðhöndlun hvers covid-19 sjúklings $3200 á meðan Dexamethasone meðhöndlun kostar innan við $100. Ennþá ódýrara væri að setja alla á lágskammta HCQ strax við greiningu og losna við sem flestar innlagnir. Það er því undrunarefni öllum sem skoða þessa belgísku rannsókn, sem náði til 8000 einstaklinga, hvers vegna stóru rannsóknirnar sem OCEBM og WHO settu af stað til að kanna gagnsemi HCQ, studdust við margfaldan ráðlagða skammta af lyfinu sem aftur kallaði fram margvíslegar aukaverkanir.
En meðan beðið er eftir brúklegu bóluefni er ekki úr vegi að skoða nýlega rannsókn á vegum Southhampton háskólans og lyfjaþróunarfyrirtækisins Synairgen. Um er að ræða tvíblinda rannsókn með lyfleysu viðmiðunarhópi, þar sem könnuð voru áhrif beta-interferon nefúða og komist að áhugaverðri niðurstöðu, þ.e. að 79% þátttakenda í áhættuhópi áttu síður á hættu að verða alvarlega veikir af vírusnum borið saman við sambærilegan hóp sem fékk lyfleysu. Öndunarörðuleikar voru jafnframt tvöfalt minni en þeirra í lyfleysu hópnum. Beta-interferon er nú þegar notað gegn MS og því eru verkanir þess kunnar. Úrtakið var 101 og því þarf að prófa þetta í stærri hópi, en það lofar góðu.
Beta-interferon er náttúrulegt boðefni sem er framleitt í sýktum frumum. Það virkar bæði innan og utan frumu, hindrar m.a. fjölföldun RNA sem er veirunni nauðsynlegt til að hún nái að fjölga sér og eftir losun úr sýktri frumu binst það sama viðtaka sem veiran notar til að komast inn í frumur. Nokurskonar lok, lok og læs protein sem gagnast ekki bara gegn þessari veiru heldur getur líka gagnast gegn öðrum veirum, s.s. flensuveirum. Gæti verið mjög spennandi valkostur þegar hin árlega flensa heldur af stað í hrigferð sína um hnöttinnog hittir fyrir covid-sjúka.
Það þarf greinilega að hafa margt í huga þegar pestin er annars vegar. Eftir sem áður er vænlegast að þvo sér vel um hendur, passa upp á fjarlægðarmörk og bera grímu í mannþröng og koma þannig fyrir smit.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.