Leita í fréttum mbl.is

Orði skotið á ská

TilhugalífGuði sé lof fyrir tilhugalífið. Í stjórnmálum gefur það kjósendum frí frá argaþrasinu svona fyrst eftir kosningar. Grátkórinn um "rýran hlut kvenna á alþingi" hefur að mestu verið hljóður undanfarna daga, en mun brátt taka við sér aftur. Um það mál vil ég skjóta inn orði meðan færi gefst, því rétt eins og krían kemur á vorin þá mun hringekjan um "hlut kvenna" bráðlega fara af stað. Skiptir þá engu hver vilji kjósenda er.

Konum fjölgaði ekki á þingi í þessum kosningum, þrátt fyrir háværar kröfur sumra flokka síðastliðið haust og fléttulista. VG voru með fléttulista og konur í efstu sætum á 2 af 6 listum, og uppskáru að auki jöfnunarþingmann og náðu þannig hlut kvenna í 44%. Hvort heimurinn verði eitthvað betri fyrir bragðið skal ósagt látið.

Framsókn bauð betur. hafði konur í efsta sæti í 3 kjördæmum, en uppskar aðeins tvær konur á þing. Jónína og lagsmeyjar hennar fengu fingurinn, þrátt fyrir að bjóða fram í Reykjavík, þar sem, samkvæmt kenningunni, krafan um konur á þing er hvað kröftugust. Hvað skyldi hafa farið úrskeiðis þar?

Samfylkingin, "brjóstvörn jafnréttisins", bauð einungis einni konu fyrsta sæti á lista og rétt marði Sjálfstæðisflokkinn hvað varðar prósentutölu kvenna á þingi, þ.e. 33 á móti 32%. Nýliðun í þingflokki sjálfstæðismanna er líka áberandi mest. Kjósendur treystu stökum körlum hjá VG bærilega á meðan karlar sem studdu sig við aðra karla komu skárst út hjá Samfylkingunni.

Það sem má lesa út úr þessu er að kjósendur merkja við það sem þeir hafa trú á að skili árangri. Ef það er kona þá merkja þeir við það, sbr. Þorgerður Katrín og Valgerður. Sé það karl, fer stimpillinn þangað. Heilaþvottur og þvínganir breyta engu þar um, en gæti dregið úr áhuga kjósenda til að  láta vilja sinn í ljós. Hugmyndafræði dugir skammt þegar draumur og veruleiki stangast á. Kjósendur vilja sjá árangur, vilji er ekki nóg, því getan þarf líka að vera til staðar.

En hvíldin var kærkomin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband