En fyrst búið er að vekja athygli á málinu má spyrja sig hver staðan hafi verið í utanríkisráðuneytinu þegar Davíð Oddsson (eða Davííð Ooooddsson eins og fréttamaður RÚV nefndi hann) og síðan Geir Haarde tóku þar við lyklum. Eftir meira en níu ára setu í ráðuneytinu höfðu framsóknarmenn haft góðan tíma til að skipa þar í stöður og þar á undan höfðu kratar ráðið þar ríkjum annan eins tíma. Þótt ég eigi ekki trúnað Davíðs, þá má ímynda sér að honum hafi verið um og ó þegar hann steig inn í þetta framsóknarhreiður með kratakransinn. Áherslur Halldórs Ásgrímssonar á Evrópusambandsaðild í ráðherratíð sinni eru líklegar til að hafa sett svip á ráðningamál ráðuneytisins.
Utanríkisráðherrar hafa það hlutverk að kynna stefnu stjórnarinnar í utanríkismálum. Þeir hafa þó tiltölulega frjálsar hendur með hvernig þeir gera það og því gat Halldór otað sínum málum áfram að því marki sem stjórnarsáttmálinn leyfði. Það er nefnilega þannig að hver og einn hafa utanríkisráðherrar sína sýn á málefni dagsins. Sýn Davíðs og Geirs hefur verið önnur en sýn Halldórs og Jóns Baldvins. Valgerður er lítið annað en bergmál af Halldóri og því eru þessi mál aftur komin á byrjunarreit, þ.e. framsóknarreitinn.
Án þess að reyna að kasta rýrð á þessa starfsmenn, þá er það einu sinni svo að það er ráðherrann sem setur línuna. Hann hefur verið kosinn til verka og hann ákveður hverjum hann treystir til að framkvæma stefnu sína. Þegar Davíð kom inn var hann sjúkur maður; að eyða kröftum í að hafa hemil á embættismönnum með önnur markmið og aðra sýn getur ekki hafa verið aðlaðandi tilhugsun fyrir mann sem veit hvert hann vill stefna. Við þurfum ekkert að efast um að svona hafi staðan verið. Þjóðin er vel upplýst eða er nokkur hér sem ekki hefur séð þættina "Já, ráðherra". Þótt þeir hafi verið hin besta skemmtun, þá opnuðu þeir almenningi líka sýn inn í líf sem aðeins ráðherrar hafa hingað til fengið að kynnast.
Það hlýtur að vera huggun harmi gegn að Valgerður getur treyst sínum mönnum.
Höfundur er lífeindafræðingur.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning