17.7.2014 | 14:02
Sögur af vinstrimönnum og villum þeirra: fimmti hluti
Sögulok (í bili).
Litríkt fólk. Norður-Afríkubúar líta nú til Ísrael sem fyrirmynd að eigin sjálfstæðu ríki
Allur heimurinn hatar okkur og við höfum unnið til þess (bls. 6) hljómar kórinn í búðum vinstri manna segir í bók Bruckner. Öll þau grimmdarverk sem grafa má upp í sögu vesturlandabúa eru dregin fram sem dæmi um viðurstyggð okkar: trúarofsóknir, stríðsrekstur, þrælahald, heimsvaldastefna og svo auðvitað iðnvæðing dauðans í útrýmingarbúðum nasista og kommúnista. Ekkert af þessu einskorðast þó við menningu Vesturlanda nema vera skyldi hugmyndafræðilegur grunnur útrýmingarbúðanna. Vinstri menn láta þó sem þessa viðurstyggð sé aðeins að finna í garði hvíta mannsins og ódæðisverk í þriðja heiminum megi öll rekja til kynna sakleysingjanna af Vesturlöndum. Þessi afstað setur innfædda menn í Asíu, Afríku og Suður Ameríku í stöðu óvitans. Bjálfans sem kann ekki fótum sínum forráð og lætur spila með sig. Má eiginlega segja að mikið lengra getur rasismi, sem rekinn er undir merkjum mannúðar, ekki komist. Og þessir sölumenn sektarkenndarinnar hafa verið iðnir frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Bruckner nefnir fjölda þeirra með nafni, þar á meðal strúkturalistann Claud Levi-Strauss, heimspekinginn Jean-Marc Ferry, ljóðskáldið Louis Aragon og Svíann Sven Lindquist. Allt vinstri menn eins og þeir sem, eftir hryðjuverkaárásir íslamista í Bandaríkjunum, Bretlandi og Spáni, hafa aðeins fundið sekt hjá fórnarlömbum ódæðismannanna. Bruckner bendir á hvernig kommúnismi og þriðjaheimsismi[1] séu að smokra sér aftur inn í kennisetninguna eftir fyrri skipbrot. Og nú án nauðsynlegrar tengingar við raunveruleikann. Hann segir ennfremur að Hugmyndafræði deyr aldrei, þær umbreytast og endurfæðast í nýrri mynd rétt um það bil sem talið er að þær hafi endanlega verið grafnar (bls.11). Brýningarmenn sjálfshaturs hafa haft erindi sem erfiði, því þótt almenningur gangi ekki um götur með hnútasvipuna á bakinu þá hefur sektarkenndin tekið sér bólfestu hjá almenningi eins og frásögn Sigurðar Boga og rétthugsunarorðræðan öll ber með sér.
En lítum þá á kenningu Brynjars sem Ögmundi var svo í mun að afneita. Feill Brynjars er að álíta að vinstrisinnuð fréttamennska sé uppspretta dugleysis vinstri manna. En sú þöggun sem fréttaflutningurinn stendur fyrir er aðeins afsprengi hugmyndafræði sem hefur verið að grafa um sig um nokkurt skeið. Hverning varð hún til? Jú, hún kviknaði um svipað leyti sem áróðrinum um sektarkenndina var þröngvað upp á Vesturlandabúa. Hún kom inn bakdyramegin og á uppruna í skorti á vinnuafli til að reisa við stríðshrjáð lönd Evrópu. Fólk frá Norður-Afríku og þegnar fyrrum nýlendna flykktust til Frakklands, Bretlands, Hollands og hvert sem vinnu var að fá. Upphaflega var hugmyndin sú að þeir snéru aftur, en reyndin var að þörfin fyrir vinnuafl varð sífellt meiri og að endingu fylgdu fjölskyldurnar, sem setið höfðu heima, á eftir verkamönnunum. Nýjungagjarnir hippar og vinstri menn féllu fyrir annarleika þessa fólks; litskrúðugum fatnaði, framandi matargerð og menningu. Í krafti jafngildishugmynda skaut fljótlega nafnið fjölmenning upp kollinum. Eftir því sem innflytjendum fjölgaði var meiri áhersla lögð á sérstöðu hvers hóps fyrir sig og að sama skapi dregið úr kröfum varðandi aðlögun þeirra að menningu þjóðanna sem fyrir bjuggu. Nú er svo komið að inflytjendavandamál eru að vaxa flestum vestrænum þjóðum yfir höfuð. Vandinn er mestur þar sem múslimar eiga í hlut enda gera þeir, í krafti fjöldans, nú orðið víða kröfur um að frumbyggjarnir aðlagi sig að þeirra háttum. Nákvæmlega hvenær vinstri menn slóust í för með baráttu múslima gegn vestrænum gildum er erfitt að segja, en Bruckner rekur það til breskra Trotskýista innan SWP (Socialist Workers Party). Þeir hafi áttað sig á óreiðuaflinu sem býr í trúarlegum krafti múslima og séð sér færi að nýta það í baráttu fyrir sameiginlegum málstað, þ.e. gegn markaðsfrelsi vestræns kapitalisma. Vinna Trotskýistar samkvæmt gamalreyndri aðferðafræði sem felst í að koma sér fyrir í herbúðum óvinarins og vinna málstað sínum fylgi innan frá (entrism). Ef samvinnan kostar málamiðlanir þá það. Vinstrmenn gefa eftir kröfuna um mannréttindi, þá einkum réttindi kvenna og samkynhneigðra og íslamistar fá afnot af orðræðu vinstri manna. Samruni tveggja svo andstæðra hópa (öfgavinstri trúleysingja og bókstafstrúaðra öfgamanna), sprengir ramma rökhugsunar, enda kallar Bruckner fyrirbærið gagnkvæma blekkingu. Íranskir kennimenn menntaðir í Frakklandi hafa sýnt samvinnu þessara tveggja afla áhuga[2] enda naut bylting klerkanna liðsinnis marxista, þar til klerkarnir höfðu tryggt sér völdin. Tíndu þá marxistarnir fljótlega tölunni. Bruckner telur engan vafa leika á hvor fari með sigur af hólmi þegar upp er staðið og telur að daður vinstri manna við óbilgjarnt alræði klerkanna einkennast frekar af raunverulegri samsækni (affinity) heldur en tilfallandi tækifærismennsku. Af því ályktar hann [..] að öfgavinstrið hafi aldrei sætt sig við fall kommúnismans og opinberi, enn einu sinni, að innsti kjarni eldsins sem í þeim brennur leitist ekki eftir frelsi mannsins heldur þrældómi í nafni réttlætis (bls 26). Einhverjum gæti fundist þessi skoðun Bruckners nokkuð langsótt en þeim má benda á orð hryðjuverkamannsins illræmda,
Carlos, sem sér íslamíska byltingu sem bjargvætt siðmenningar Aðeins menn og konur brynjuð skilyrðislausri trú á sannleika, réttlæti og bræðralag munu vera tilbúin að leiða baráttuna og frelsa mannkynið undan heimsveldi lyginnar (bls. 25)[3]. Hvað getur verið skilyrðislausara en að spenna á sig sprengjubelti og sprengja sig í loft upp í fermingarveislu eða brautarstöð í nafni trúar?
Fyrir einhvern óútskýrðan keng í upplagi íslenskra vinstri manna hafa þeir tekið á sig syndir gömlu nýlenduveldanna. Við sem í 700 ár hímdum í ánauð nýlenduvelda og ættum því, ef hugmyndafræði iðrunarinna byggi yfir snefil af rökvísi, að vera í hópi fórnarlamba erum krafin um að ganga í hrosshársserk og berja okkur blóðug með hnútasvipunni. Og til að fullkomna ferlið vilja þeir nú, á hnjánum, skriða undir pilsfald nýlenduherranna og raungera þannig samrunann við sektina.
[1] Þriðjaheimsismi (Third Worldism) er pólitísk víglína vinstri mann gegn vestrænum áhrifum í þriðjaheimsríkjum sem viðheldur jafnframt kaldastríðsátökum síðnýlendutímans.
[2] Bruckner vísar þar í íranska heimspekingin Daryus Shayegan og íranska byltingarsinnann Ali Shariati.
[3] Ilich Ramirez Sánchez, a.k.a. Carlos, L´Islam révolutionnaire, 2003, Editions du Rocher, Paris.
Mynd # 1 www.city-data.com
Mynd # 2 www.m-m-x-deviantart.com
Mynd # 3 www.tagbots.net
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.