10.2.2012 | 13:08
Ef það þjónar tilganginum
Hvenær skiptir framhjáhald máli og hvenær gerir það ekki. Hér er áhugavert viðtal fréttakonunnar Ann Curry hjá MSNBC við "kvennaflagarann" Newt Gingrich. Newt lætur hana reyndar ekki taka sig í "bólinu" og verst reyndar líka fimlega gegn tilgangi hennar við að klína kynþáttafordómum á sig. Trúverðugleiki Gingrich og traust til að gegna embætti forseta BNA er dreginn í efa í ljósi upplýsinga sem fyrrverandi eiginkona ætlar að koma á framfæri. Curry leggur mikinn þunga í spurningar sínar ekki ólíkt Kastljóss mönnum í baráttu við "illvirkja" stjórnarandstöðunnar og í seinni tíð Jón Bjarna og Ögmund grimma.
Nú er komin út bók eftir fyrrum lærling í Hvítahúsinu (Þessi heitir reyndar Mimi en ekki Monica) sem segir frá sambandi lærlingsins við ástsælasta forseta demókrata allra tíma, John F Kennedy, og þá kveður við annan tón í umræðunni. Samkvæmt Daily Mail var sambandinð undir styrkri stjórn stjórnmálamannsins og þjónusta lærlingsins ekki bundin við ástmanninn kæra. En nú bregður svo við að það er trúverðugleiki Mimiar sem þykir vafasamur og tilgangur með útgáfu bókarinnar klístraður af fégræðgi og öðrum annarlegum hvötum. Viðmót fréttakonunnar má sjá ef klikkað er á hlekkinn hér að neðan:
http://www.mrctv.org/embed/109857
Enginn þarf að velkjast í vafa hvar afstaða Curry liggur í þessu máli frekar en í því fyrra.
Ekki ætla ég að leggja dóm á hæfi Gingrich til að gegna embætti forseta BNA, en erfitt er að sjá að fara þurfi mýkri höndum um 50 ára framhjáhald og kynlífsleiki forseta BNA en 17 ára skilnaðarmál og eftirleik þess sem reyndar endaði í hjónabandi.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Gingrich virðist eflast við þessa gagnrýni. Maður vona að almenningur í USA fjarlægi sig frá svona fréttamennsku. Það er þegar þekkt að maðurinn er fráskilin. Meira er ekki um það að segja. Það er mjög ódýrt að herja á hann með þessum hætti til að fæla fólk frá. Þetta á ekki að vera mál sem skiptir máli.
Gingrich kom vel út í þessu spjalli og sýnir að ef það á að klekkja á honum, þá er þetta ekki leiðin.
Hitt er svo aftur annað mál að ég er ekki hrifinn af hans pólitík...en það er vel auglýst á meðal vina minna :-)
Haraldur Baldursson, 19.2.2012 kl. 17:15
Það er verra með hana Main. Það er að heyra að úrslitin hafi verið lagfærð Romney í hag. Raunverulegur sigurvegari (þó með naumindum) hafi verið Ron Paul.
Haraldur Baldursson, 19.2.2012 kl. 17:16
Já, maður bjóst við að Paul myndi hafa það. Í það minnsta hafði hann fljúgandi meðbyr og 36% er ekkert til að skammast sín fyrir. Slæmt ef brögð hafi verið viðhöfð sérstaklega þar sem hugmyndir hans virðast höfða til unga fólksins og ungt fólk bregst illa við svikum.
Mitt Romney er forsetalegur, hefur haft nokkur góð ár til að slípa sig til í embættið og hefur bætt framsögn sína mikið. En hann er ekki að selja og ég held að það sé vegna þess að hann skortir ástríðu til að hrífa fólk með sér. Obama hafði reyndar full mikla ástríðu sem margir eru búnir að átta sig á að er innistæðulaus. Hann er kaldrifjaður pólitíkus með fasískar tilhneigingar af ætt Steingríms og Jóhönnu.
En næsta stoppistöð er Michigan og Super Tuesday. Við sjáum til hvernig það fer.
Ragnhildur Kolka, 20.2.2012 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.