27.1.2012 | 14:26
Var Adolf Hitler þýskur fórboltaþjálfari?
Þennan dag, 27. janúar, minnast menn þess að árið 1945 frelsuðu rússneskar hersveitir fanga sem skildir höfðu verið eftir í Auschwitz útrýmingar-búðunum, þegar þýski herinn hörfaði undan rússneskum sveitum sem sóttu að úr austri. Áður en þeir yfirgáfu búðirnar höfðu SS-menn tekið af lífi alla vinnufæra menn, þeir sem enn höfðu krafta til að ganga yfirgáfu búðirnar og aðeins þeir veikustu og deyjandi voru skildir eftir. Í tíu daga biðu þeir þess að lífi þeirra lyki því frelsun var orðin þeim of fjarlæg til að geta orðið að veruleika. Þeir höfðu sæst við að veruleikinn væri aðeins þjáning og dauði því í "búðunum glatast vaninn að vona".
Þessum degi lýsir Primo Levi, einn þeirra sem eftir lifði, í bók sinni Ef þetta er Maður. Hann segir frá því þegar fjórir ungir hermenn koma ríðandi á hestum sínum. Á sinn hófstillta hátt lýsir hann hvernig augu þeirra spegla skömmina sem þeir upplifa yfir hryllingnum sem fyrir augu þeirra ber; hrúgur af líkum sem aðeins eru skinnið og beinin og þeir sem eftir lifðu litlu betri. Þessa skömm þekktu fangarnir vel, því hún fannst í hverjum réttlátum manni sem verður vitni að annars manns glæp; í skömminni býr sektarkennd yfir því að slíkir glæpir skulu geta átt sér stað.
Nasistar byggðu sex útrýmingarbúðir - Auschwitz, Chelmno, Belzec, Sobibor, Treblinka and Majdanek - allar staðsettar í Póllandi, en þrælkunarbúðir voru settar á fót víða í Þýskalandi og Austurríki. Vistin þar var litlu skárri, þar sem kaldrifjaðir útreikningar voru notaðir til að finna út hve lengi mætti nýta krafta hvers og eins fanga á sem minnstum matarskammti. Lyktina frá brennsluofnunum, sem notaðir voru til að losna við "úrganginn", lagði um nærliggjandi sveitir og þorp.
En í dag er farið að fenna í sporin. Efasemdum um að Helförin hafi í raun átt sér stað er nú dreift. Sjálfsfyrirlitningin sem þessi afneitun hefur í för með sér brýst nú út í pólitískri afneitun vestrænna gilda og undirlægjuhætti við allt sem er annarrar gerðar og framandi. Sögukennslu hefur hrakað og ungt fólk í dag er ekki lengur meðvitað um þann hrylling sem rússnesku hermennirnir fjórir urðu vitni að. Í nýlegri könnun sem fjallað var um í The Daily Telegraph er fávisku breskra ungmenna lýst með þeirra eigin orðum: einn af hverjum 20 telja að Adolf Hitler hafi verið þýskur fótboltaþjálfari, sama hlutfall telur að Helförin hafi verði lokahátíð síðari heimstyrjaldarinnar og einn af hverjum 6 að Auschwitz hafi verið skemmtigarður.
En séu breskir unglingar illa upplýstir virðist litlu minni rækt vera við söguna í Þýskalandi, þar sem 21% ungs fólks á aldrinum 18-3o ára hafa aldrei heyrt um Auschwitz talað. Þetta er með ólíkindum því í þessum búðum einum saman var 1.2 milljón manna útrýmt á hryllilegan hátt og mörgum öðrum gert lífið svo óbærilegt að þeir gátu ekki lifað því lengur.
Það er skylda allra réttsýnna manna að virða minningu þeirra sem létust í Helförinni og einnig þeirra sem lögðu sitt af mörkum til að binda endi á þá ógnarstjórn sem stýrði því voðaverki.
Mynd 1: www.isurvived.org
Mynd 2: www.art.com
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.