7.12.2011 | 21:27
Já, hvurn fjandann er verið að borga þeim fyrir
Mér datt þetta myndband í hug þegar ég sá að Alþingi var að samþykkja ný fjárlög með 20 milljarða halla og inn í þeirri upphæð eru 300 milljónir til stjórnmálaflokka. Frústrasjón mín var sú sama og þessa náunga sem horfir upp á forseta sem tekur ekki þátt í að leysa fjármálavanda eigin lands af því að hann telur það dæmt til að mistakast. Fyrr má nú vera sjálfsupphafningin.
Hér aftur á móti er fjármálaráðherra að þjösna í gegn fjárlögum sem skilja skuldirnar eftir fyrir börn framtíðarinnar á meðan skrattakollur tryggir fjármálalegan stöðuleika síns flokks og annarra sem sækjast eftir þægilegri innivinnu. Hér var verið að samþykkja fjárlög þar sem 300 milljónir eru teknir úr vösum skattgreiðenda og afhentar fólki og flokkum sem enginn kærir sig um að styrkja. Allt í nafni lýðræðis. En það er ekkert lýðræðislegt við það að taka fé úr vasa eins til að borga öðrum laun fyrir að vinna að gæluverkefnum sínum. Og það er ekkert lýðræðislegt við það að taka fé úr vasa eins til þess að hindra að aðrir sem vilja vinna landi og þjóð gagn komist í aðstöðu til þess. Og enn síður er eitthvað lýðræðislegt við það að þingmenn skammti sér fé úr sameiginlegum sjóði til að viðhalda setu sinni á þingi.
Tilvist þingmanna er aðeins réttlætanleg ef þeir vinna þjóð sinni gagn; sjái til þess að aðstæður séu slíkar að þegnar landsins hafi vinnu svo þeir geti framleytt sér og sínum. Það erum við ekki að sjá í þessum fjárlögum.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Christie er einhver alskemmtilegasti stjórnmálamaður í heiminum í dag,en líka sá verkvísasti. Hann kann að rata að kjarna mála og horfa fram hjá orðaflaum uppskafninganna. Hann lætur ekki fjölmiðla draga sig á asnaeyrunum með einhverjar uppskáldaðar dramatískar spunaþvælur.
Það er ansi stór hópur sem vill sjá hann fara í framboð til að leða Repúblikana í baráttunni um forsetaembættið... það er reyndar enn undiralda í þá áttina, að hann eigi enn eftir að blandast þar inn...
Haraldur Baldursson, 13.12.2011 kl. 05:39
En hérna heima fyrir er enginn Christie.
Það hefur harla lítið breyst síðan fyrir hrun, hvað útgjaldafylleríið varðar. 101 klíkan er enn á ný kominn af stað með lestarsamgöngur á milli 101 Reykjavík og Keflavíkur....sennilega til að hafa sem léttasta leið til Brussel???
En varðandi útgjöldin...það er svo víða hægt að skera niður. Og það þarf að fara að breyta nálguninni með ríkisumsvifin hjá okkur. Þjónustan þarf að minnka og þá skattarnir í leiðinni. Sjálfsákvörðunaréttur fólks þarf að vaxa, sm og ábyrgðin.
Hér (og víðast á Norðurlöndunum) mærum við heilbrigðiskerfið hjá okkur... en hvað er gott við heilbrigðiskerfi, þar sem sjúklingar þurfa að bíða mánuðum (og oft lengur) eftir aðgerðum ?
Það þarf að stokka þessi spil að nýju.
Haraldur Baldursson, 13.12.2011 kl. 05:45
Christy er góður, en það er líka annar ríkisstjóri, Scott Walker í Wisconsin, sem hefur framkvæmir það sem hann segist ætla að gera og hefur tekist að snarbæta áður vonlausa skuldastöðu ríkisins. Hann lætur ekki ganga yfir sig. Hann hefur reyndar ekki eins litríkan tjáningarmáta og Christy, en hafi maður áhuga fyrir stjórnmálum í BNA, þá er vert að fylgjast með honum.
Ragnhildur Kolka, 13.12.2011 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.