26.11.2011 | 00:42
Karpað um Kolvetnisgjald
er fyrirsögn fréttar í Morgunblaðinu og er þá átt við hugmynd skattmanns að "breikka skattstofninn" m.þ.a. leggja á sérstakan kolefnisskatt. Fyrirtækin greiða nú þegar drjúgan skilding í kolefnisgjald eða sem svara 75% af gjaldi losunarheimilda á markaði í Evrópu, en nú skal gjaldið hækkað og að auki á það nú að ná til jarðefna í föstu formi. Verði af þessum áformum eru líkur á að einhver þeirra fyrirtækja, sem nú þegar starfa hér undir þessu ákvæði, pakki saman og yfirgefi landið. Önnur sem áformað höfðu að setja hér upp starfsemi munu öll taka til fótanna og forða sér hið fyrsta. Enda vandséð að sá sé ekki tilgangurinn með uppátækinu.
En hvað er þá að gerast á hinum alþjóðlega kolefnis vettvangi? Ríkir þar friður? Nei, svo sannarlega ekki. Á mánudaginn á að hefjast enn ein loftslagsráðstefnan í Durban. Líklega sú þriðja. Og nú eru menn ekki einu sinni að reikna með að árangur náist. Jafnvel talið líklegt að Kyoto samkomulagið renni sitt skeið í árslok 2012 "never to be heard of again". Klúðrið í Kaupmannahöfn hefur ekki aukið líkurnar á að betur fari í þetta sinn.
Og Græni Loftslags sjóðurinn sem átti að gefa Kaupmannahafnar ráðstefnunni eilíft líf er að öllum líkindum andvana fæddur. Peningalöndin Bandaríkin og Sádi Arabía eru ekki tilbúin að gefa samþykki sitt fyrir stofnun sjóðsins sem átti að fleyta auðæfum Vestrænna ríkja til loftslags verkefna í þróunarlöndunum. Ef BNA og SA eru ekki með eru líkurnar hverfandi að af stofnun sjóðsin geti orðið, jafnvel þótt Brazilía, Kína og Indland berji í borðið og heimti sitt og engar refjar.
ESB sem harðast hefur gengið eftir stofnun sjóðsins er líka farin að draga nokkuð úr kröfunni. Verðfall á losunarheimildunum af völdum evru-kreppunnar er byrjað að segja til sín, sem aftur getur haft neikvæð áhrif á samkomulagið. Ef enginn árangur næst í Durban er líklegt að Kyoto samkomulagið renni sitt skeið í lok næsta árs.
En Steingrímur kærir sig kollóttann um það því alltaf má finna upp nýja skatta ef vilji er fyrir hendi. Og Steingrím skortir ekki viljann.
Viðbót 28. nóvember:
Nú nokkrum klukkustundum áður en Durban ráðstefna Sameinuðu þjóðanna á að hefjast er hvergi minnst á hana í blöðum eða fréttatímum. Hvorki hér né erlendis. segir það ekki eitthvað um hvers menn vænta eða vænta ekki af þessari ráðstefnu.
Kannski ef ráðstefnan kemur sér saman um að fordæma Ísrael er von til að RÚV, í það minnsta, segi frá henni.
mynd1: www.cenvironment.blogspot.com
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.