Leita í fréttum mbl.is

Þegar sýndin skiptir meira máli en reyndin.

Það er illa komið fyrir "ræðusnillingnum" Obama þessa dagana þegar málsmetandi menn innan hans eigin flokks eru farnir að viðurkenna að mistök hafi verið gerð við val frambjóðanda flokksins fyrir þremur árum og hvort ekki hefði verið réttara að velja Hillary sem forsetaframbjóðanda. Óháðir kjósendur hafa yfirgefið snillinginn, fylgi svartra hefur dalað og er nú svo komið að á þessari stundu eru múslímar sem búsettir eru í US þeir einu sem ekki hafa yfirgefið hann. Trúbræður þeirra í ríkjunum umhverfis Miðjarðarhafið hafa misst trú á hann og tiltrú þeirra til US, samkvæmt skoðanakönnunum er nú minni en meðan forveri hans, Georg W Bush var þar við völd. Var hann þó aldrei á topp tíu lista þessara landa. 

Glóð eldsins sem ræður Obama kveikti um heimsbyggðina er líka að kulna. Kíki maður inn á erlenda fréttavefi eru vangaveltur um stöðu meistarans, sem áður mátti ganga á vatni, farnar að skyggja á flest annað sem þar birtist.  Og þegar breskt dagblað birtir niðurstöður úr rannsókn þar sem sjálfhverfir einstaklingar eru sagðir ofmetnir í stjórnunarstöður, fer maður að nálgast veruleikann eins og hann er.

BO á röngu spori  

Heima vex vandinn við hvert fótmál. Ræður hans þykja hafa glatað eldmóðnum sem fleytti honum svo langt. Hik og ákvarðanafælni hans er nú orðið hverjum manni ljós. Steininn tók úr þegar hann sniðgekk viðræðurnar um afgreiðsla hækkunar skuldaþaksins. Í stað þess að vera leiðandi í þeim umræðum var hann varla annað en skuggi sem brá fyrir annað slagið. Þegar Obama bar á góma var það í vegna fjáröflunarherferðarinnar fyrir næstu kosningar sem komin er á fullt og afmæliboðs hans í Hvítahúsinu. Það er ætlast til að forseti Bandaríkjanna hafi stefnu og leiði sína menn. Engu slíku var til að dreifa í umræðunni og fyrir bragðið brast trúverðugleiki landsins og lánshæfi þess féll. Jafnvel hörðustu fylgismenn spyrja sig hvað hann sé eiginlega að gera þarna og raddir úr hans eigin flokki taka nú undir vangaveltur andstæðinganna um hvort hér sé annar Jimmy Carter á ferðinni. Af þeim tveimur er mál manna að Carter hafi jafnvel verið skárri kostur og eru menn þá farnir að skrapa botninn. Markmið demókrata að hækka skatta á þá ríku komst ekki á blað því forsetinn taldi sér duga að tryggja snurðulausa kosningabaráttu með því að taka skuldaþaksumræðu af dagskrá næsta árs. Nú keppast demókratar við að kalla teboðshreyfinguna öllum illum nöfnum, sem er það eina sem þeir eiga eftir í vopnabúrinu eftir rassskellinn sem þeir hlutu. Svo afgerandi var sigur Teboðsins í þessari orrahríð.

Fjölmiðlafólk er nú farið að endurskoða afstöðu sína til Obama; fiðringurinn er farinn úr fótleggjum Chris Mathews sem nú er farin að líkja honum við sinn helsta andskota; sjálfan George W Bush. Og dramadrottning demókrata Maureen Dowd á NYT er aftur farin að láta sig dreyma um Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna. Menn eru farnir að rifja upp auglýsingu Hillary um símhringingu um miðja nótt. Auglýsingin náði inn að kjarna málsins á sínum tíma, þ.e. reynsluleysi Obama. En enginn vildi hlusta. Öll menntaelítan hafði misst glóruna og féll fyrir áróðri PR-liðsins um yfirburðagáfur Obama. Sjálfur virtist hann trúa þessu og engum datt í hug að þar væri glassúrinn kannski full þykkt smurður. Sigurvegari í rimmunni milli Hillary og Obama var viljinn til að trúa á meðan menntun og heilbrigð skynsemi lutu í lægra haldi.

   

Nú hefur komið á daginn að auglýsing Hillary hitti beint í mark og læt ég nú hinum glögga Charles Krauthammer eftir að súmmera stöðuna eins og hún er. Ekki bara í dag heldur frá upphafi, því svo fáránlega sem það hljómar, var það í raun hinn 27 ára ræðuritari Obama, Jon Favreau sem heimsbyggðin kaus til forseta í Bandaríkjunum árið 2008. Obama var bara snilldargóður upplesari.

Mynd: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband