Leita í fréttum mbl.is

"Hjartadrottningin" mætt til leiks

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar kröftuga grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hún fjallar um refsigleðina sem ríkir í samfélaginu. Hún segir að umburðarlyndi hafi verið úthýst og allir sem ekki rata hinn beina veg almenningsálitsins eru dæmdir sekir af dómstól götunnar. Titill greinarinnar er: "Hjartadrottningin snýr aftur" sem ætti að kveikja á einhverjum perum. Í það minnsta þeirra sem lásu Lísu í Undralandi  í æsku.

Kolbrún segir meðal annars að: " Mistök (eru)  flokkuð sem stórglæpur. Maðurinn sem gerði mistök er þá leiddur fram eins og glæpamaður. Sök hans á að vera öllum ljós og ekki nægir að hann iðrist og viðurkenni mistök sín, það þarf að refsa honum. Til dæmis með embættismissi og ef það er ekki hægt þá með ærumissi".

Þetta er einmitt það sem er nú að gerast í dag með biskup Íslands. Hann hefur verið dæmdur af dómstól götunnar og ekkert sem hann segir getur breytt þeirri niðurstöðu: "umburðarlyndi er vikið til hliðar, enda er það flokkað sem ómerkilegt væmnishjal" , eins og hún segir. 

KolbrúnKolbrún segir að konurnar sem urðu fyrir áreiti séra Ólafs: "hafa rétt á því að vera reiðar og það er fjarska auðvelt að reiðast fyrir þeirra hönd. En það verður líka að gæta sanngirni og það hefur ekki verið gert varðandi þátt Karls Sigurbjörnssonar".

Sr Karl útsetti sig fyrir þessum aðför óafvitandi fyrir mörgum árum þegar hann tók að sér sáttaumleitanir milli kvennanna og biskups. Sáttaumleitanir sem síðan báru engan árangur og þó hann hafi talið sig gera rétt á þeim tíma tali menn nú: "eins og (hann) hafi framið glæp. Hann er alls ekki sakamaður í málinu. Hann gerði hins vegar mistök. Í hinni frumlegu bók Lísu í Undralandi þeysti hjartadrottningin um sögusviðið, benti á hvern þann sem hún mætti og æpti í skrækjandi skipunartón að hermönnum sínum: »Hálshöggvið hann!« Þeir sem hjartadrottningin vildi taka af lífi höfðu ekkert af sér gert, annað en það að verða á vegi hennar".

Og nú segir Kolbrún að menn séu: "farnir að haga sér eins og hin miskunnarlausa hjartadrottning. Þeir benda í allar áttir og æpa: Glæpur! að þeim sem hafa gert mistök. Það er ekki í tísku þessa dagana að muna að mistök eru mannleg. En þau eru það nú samt."

Þetta er feikna góð grein eftir hana Kolbrúnu. Hún hittir beint í mark en eitt vantar í hana. Það er framkoma prestanna sem nú eygja tækifæri til að slá sig til riddara á ógæfu sr. Karls. Í þeim flokki eru þeir sem telja sig eiga harma að hefna og þeir sem telja að framhjá þeim hafi verið gengið. Líka þeir hugleysingjar sem alltaf benda á aðra þegar eitthvað óþægilegt kemur full nærri. Þegar maður horfir upp á þessa hegðun hlýtur maður að spyrja sig, "ef prestarnir geta ekki hamið sig hví skyldi þá pöpullinn sem lætur stjórnast af heiftugum fyrirsögnum og hefndarþorsta gera það.

Maður er farinn að hallast að því að láta þetta siðlausa klerkalið sigla sinn sjó. Láta þá sjá fyrir sér sjálfum. Úrsagnir úr þjóðkirkjunni eru að stórum hluta vegna þeirra eigin hegðunar. Sr Karl var kosinn vegna þess að þeir sem það gerðu vissu að þetta var góðmenni sem þeir gætu tuskast með. Nú þegar hann þarf á þeim að halda eru þeir stokknir fyrir borð eins og nagdýrin sem kenna má þá við. Bendandi í allar áttir en sjá enga sök hjá sjálfum.

Hvernig getur prestastéttinn krafist virðingar þegar hún sýnir enga sómatilfinningu eða siðvit.

 

Mynd: www.mbl.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband