Leita í fréttum mbl.is

Að segja eitt en meina annað

Það blæs ekki byrlega fyrir samningaviðræðum Ísraela og Palestínuaraba um þessar mundir. Ísrael heldur áfram byggingarframkvæmdum á Veturbakkanum og Palestínumenn fylgja eftir kröfu sinni um atkvæðagreiðslu (sýndarsamþykki) Sþ um sjálfstætt ríki. Sérstakur sendimaður BNA, George Mitchell hefur gefist upp á þófinu og yfirgefið plássið. Og hvað gerir þá mannasættirinn mikli, Barack Obama. Þvert ofan í öll kosningaloforðin frá 2008 gerir hann kröfu til Ísraela að draga sig til baka að línu sem gilti fyrir 1967. Fyrirvaralaust kynnti hann þessa afstöðu rétt í þann mund þegar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels var að mæta til viðræðna við hann. Einhver myndi segja að tímasetnigin væri ekki alveg í lagi.

Yfirlýsingin var eins og blaut tuska framan í Bibi, sem ekki tók trakteringunum vel. Stax eftir fundinn lýsti hann því yfir að ekki kæmi til greina að samþykkja þetta "friðartilboð" forsetans því það jafngilti sjálfsmorði Ísraelsríkis. Allt fór í háaloft og þremur dögum síðar reyndi forsetinn að fá menn til að trúa því að orð hans, í þessari stefnumótunarræðu um utanríkismál, hafi verið misskilin. Hann dró þó ekkert til baka og útskýringar hans vöktu menn aðeins til vitundar um að það væri ekki gott að forseti eins öflugasta ríkis heims gæti ekki talað skýrt og þyrfti sífellt að útskýra sín eigin orð. Spunameistarar hreinsunardeildar Hvítahússin eru einnig á handahlaupum við að leiðrétta ummæli sem framvarðarsveit demókratar lætur frá sér. Sem sýnir að jafnvel hans eigin menn eru að "misskilja" forsetann og eru þessar leiðréttingar farnar að verða regla frekar en undantekning eins og dæmið á myndbandinu með Bill Clinton hér að neðan sýnir.

Fjórði hluti ræðu Bibi

En það þurfa ekki allir að flækja orð sín þannig að kalli á útskýringar. Á þriðjudag kom Bibi í þingið og hélt þar þrumandi ræðu sem segja má að hafi gert stormandi lukku. Þingmenn, hvort sem var repúblikanar eða demókratar, hylltu Bibi með því að rísa úr sætum sínum 29 sinnum undir ræðu hans með dynjandi lófataki. Skýrari skilaboð við ræðu forsetans 5 dögum áður verða varla send. Charle Krauthammer kemur inn á þetta í næsta myndbandi.

Ameríska-ísraelska samskiptanefndin (AÍS) sú sem Obama flutti útskýringarnar á sunnudag sat hins vegar á höndum sér líkt og bresku þingmennirnir sem Obama messaði yfir í opinberu heimsókn sinni  í síðustu viku. Má helst útskýra þetta áhugaleysi áheyrenda með því að the thrill is gone. Ping pong og bbq með léttvigtar drengnum Cameron er ekki að skila þeirri ímynd sem seldi svo vel fyrir þremur árum. Áhugaleysi bresku þingmannanna má kannski rekja til þess að Obama hefur ekki beilínis verið umhugað að viðhalda sambandinu við Breta, svo ekki sé minnst á höggmynd af Winston Churchill sem Breta gáfu bandarísku þjóðinni en forsetinn endursendi.  

Það voru hins vegar innantóm loforð Obama um stuðning við ísraelsku þjóðina sem tók glansinn af orðum hans á sunnudagsfundi með AÍS. Margir spyrja sig núna hvort kannski hafi væntingarnar til Obama verið of miklar. Á hinn bóginn má einnig spyrja hvort þokan sem umlykur orðræðu Obama sé að þykkna svo að ræðuskörungurinn og sjarmatröllið sé við það að hverfa sjónum manna. En þá hefði kannki verið betra að spara stóru orðin. Líkt og höfuðpaurar "norrænu velferðarstjórnarinnar" datt Obama í það að lofa meiru en hann gat staðið við eða ætlaði sér að standa við.

Árið 2008 þegar kosningabaráttan um forsetaembættið stóð sem hæst leitaði Obama eftir stuðningi AÍS. Þar lýsti hann því yfir að "öryggi Ísraelsríkis væri heilagt og yrði ekki á samningsborðinu. Ávalt yrði þess gætt að landamæri ríkisins væru verjanleg". Fyrrverandi sendiherra Írael, Abba Eban kallar þessa 1967 samningslínu sem Obama leggur nú til "Auschwitz línuna", því hún merkir dauðadóm fyrir Ísraelsbúa, þar sem engum vörnum er lengur komið við. Eins lofaði Obama því 2008 "að Jerúsalem yrði höfuðborg Ísraelsríkis og hún yrði óskipt". Þetta loforð sveik hann strax árið eftir þegar hann krafðist þessa að látið væri af byggingarframkvæmdum í austurhluta borgarinnar - og viðurkenndi þar með yfirráðarétt Palestínuaraba yfir þeim hluta borgarinnar. Þessi afstaða er jafnframt studd af ákvörðun hans að fresta ákvörðunum um flutning sendiráðs BNA til Jerúsalem þar til 2019 í það minnsta. 

Og einhvern veginn hvarf líka allt loft úr loforði Obama um að "einangra Hamas þar til samtökin viðurkenni tilverurétt Ísraelríkis ....Það sé ekkert pláss við samningaborðið fyrir hryðjuverkasamtök". Nú hafa Fatah-hreyfingin og Hamas samið frið sín á milli og munu þá ef að líkum lætur standa saman við samningaborðið. En ekkert bólar á afstöðubreytingu Hamas til Ísrael. Enn er efst á dagskrá Hamas alger útrýming Ísraelríkis og skulu þeir vera reknir af landi og út í hafið sem fyrst. Það fer ekki á milli mála að það væri til mikilla bóta ef Obama gæti komið fram af heilindum við þá sem hann á í samskiptum við. Ég trúi ekki öðru en kjósendur kunna að meta það.

Í ræðubútnum hér að ofan segir Bejamin Netanyahu að á meðan Palestínumenn lýsa ekki yfir að þeir "viðurkenni tilverurétt Ísraelríkis" þá muni enginn friður ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs. Á þessum einföldu orðum strandi allt samningaferlið.

Líklega er nokkuð til í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það er einfaldlega kjarni málsins.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband