Leita í fréttum mbl.is

Nýjungar í nýtingu orku

Matti hefur gert sér grein fyrir að orkuna má nýta á ýmsan veg. Hana má nýta jafnt til gagn sem ógagns og svo má líka sleppa því að nýta hana. Þannig vilja Vinstri græn til dæmis sleppa því að nýta hana. Reyndar hljómaði allur vinstrikórinn þannig þegar Al Gore flaug með þotuliði sínu um heimsbyggðina, spúandi koltvísýring í tonnavís, og boðaði heimsendir ef menn skriðu ekki umsvifalaust inn í moldarkofann aftur. Sjálfur bjó hann á búgarði sínum í Tennessee og brenndi þar ljósum þannig að jafnaðist á við orkunotkun 20 meðalstórra heimila. Nú telur Gorekórinn sig geta hlegið að einhverjum heimsendaspámanni sem færir til dagsetningar síns heimsendis eftir hentugleika. Hahahaha-haaa syngur kórinn sem bíður nú eftir næsta græna, rauða eða gráa spámanninum sem býður þeim uppá "trúverðugan" heimsendir. Endalok mannkyns vegna "hlýnunar jarðar" var tekið sömu opnu örmunum og "fimbulvetrinum" sem spámenn gömlu Goreanna lofuðu trúarsöfnuðum sínum. Sumir láta sig aldrei hætta að dreyma. 

Orkunýting

En Matti er ekki einn um að koma auga á að nýta möguleikana sem í boði eru. Þeir sem eru farnir að þreytast á að borga himinháa reikninga fyrir framleiðslu orku sem engan veginn stendur undir kostnaði eru farnir að loka vindverum sínum. Það gerðu Danir nýlega þegar kostnaður við viðhald óx þeim yfir höfuð. Það gerðist líka í Skotlandi þar sem sex vindverum var borgað fyrir að hætta framleiðslu. Það borgaði sig fyrir framleiðandann (The National Grid) að reiða fram ₤300.000 til að láta þessa "hreinu" orku framhjá sér fjúka. Og maður spyr sig: hvers vegna?

Við sem höfum fengið yfir okkur holskeflu af hækkunum frá Orkuveitunni OKKAR spyrjum líka: hvers vegna? Minnihlutinn í borgarstjórn taldi ekki þessa brýnu þörf fyrir hækkanir vera fyrir hendi. Engu að síður hækkaði gjaldskrá OR um 28.5% síðasta haust og nú aftur um 8% í vor. Þá er ekki talið með fráveitugjaldið sem hækkaði um 45% þótt engar fráveituframkvæmdir séu í gangi. Þetta gjald kallaði R-listinn reyndar "holræsagjald" á sínum tíma og taldi það óhjákvæmilegt svo hægt væri að rækta rækjur og flytja gögn um Línu Alfreðs.

Nú heyrast raddir um að það sé svo hagkvæmt að flytja rafmagn um streng til Evrópu. Þá hlýtur maður að spyrja hvers vegna Skotar séu að loka fyrir vindver sín, þegar framleiðslan er í hámarki og orkukostnaður að sliga evrópsk heimili? Kannski liggur lausn gátunnar í því að þeir sem stýra þessum orkuverum ætla að hámarka tekjur sínar með því að framkalla "orkuskort". Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem kreppa er nýtt til að hækka verð á nauðsynjum. Í kreppunni miklu framkallaði Roosevelt forseti matarskort með því að setja lög sem heimiluðu afmörkuðum hópum í landbúnaði og iðnaði að framleiða takmarkað magn af vöru. Þetta tryggði þeim hinum sömu hátt verð á meðan bændur eyddu uppskeru sinni eða seldu úr landi á meðan milljónir heimamanna sveltu. Lögin (The National Industry Recovery Act og The Agricultural Adjustment Act) voru í gildi í 2 ár eða þar til 1935 að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi þau ógild á grundvelli stjórnarskrárvarinna réttinda. Í millitíðinni hafði 10 milljón ekrum af uppskeru og 6 milljón svínum verið eytt. Til einskis. FDR var kosinn með atkvæðum bænda og verkalýðshreifinga 1932 undir merkjum sáttmála sem kallaðist The New Deal, sem tryggði hátt verð afurða til þóknanlegra í þjóðfélaginu á meðan aðrir sveltu. Samfylkingin dásamar þennan díl og minnist FDR með söknuði. 

Það fer ekki hjá því að maður sjái samlíkingu milli vinnubragða íslenskra stjórnvalda (ríki og borg), nýja sáttmála FDR og þessara skortskapandi Skota. Það er verið að nota þrengingar á krepputíma til að hækka álögur, verð á nauðsynjum og útdeila gæðum til útvalinna. Orkuverðið er hækkað upp úr öllu valdi og nú á að fara að útdeila pólitískum bitlingum í sjávarútvegi. Nú á að taka kvóta frá einu byggðarlagi svo hægt sé að gefa hann öðrum. Fjölga þar störfum og skuldum á meðan byggðarlag sem áður stóð í blóma er látið blæða út.  Nær og nær færumst við gömlu grýlu víxlverkunar gengisfellinga og launa.

Fyrst er sjávarútvegurinn lagður í rúst og svo er okkur sagt að það sé svo hagkvæmt að flytja orkuna út. Samfylkingin ætlar að sjá til þess að hér verður ekki búandi og Vinstri grænu flónin og Bestubjálfarnir framkvæma skítverkin fyrir þau. 

Til að tryggja að þessi áform gangi snurðulaust fyrir sig eru svo skósveinar ríkisstjórnarinnar á launum við að afnema eignarréttinn úr stjórnarskránni. 

Mynd: www.dailytelegraph.co.uk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband