Leita í fréttum mbl.is

Menntun, hreyfing og omega-3

Blackburn

 

Elizabeth Blackburn, nóbelsverðlaunahafi hélt fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag í tilefni 100 ára afmælis skólans. Fyrirlesturinn fjallaði um rannsóknir hennar á telomerum á litningum og hvernig lengd þeirra er stjórnað af hvata sem kallast telemerase. Lengri telomerar, lengri lífslíkur.

Lengd telomera getur komið upp um lífslíkur, stétt og stöðu manna.

telomere

Hér er stuðst við statistík en ekki endilega einstaklinga, en í stuttu máli má segja að stuttir telomerar finnast frekar hjá fólki með lægra menntunarstig og eða lifir við lélegar félagslegar aðstæður; fólki þjökuðu af krónísku stressi eða langvarandi álagi; fólk með öldrunartengda sjúkdóma eins og krabbamein, hjarta og æðasjúkdóma. Einnig var athyglisvert í niðurstöðunum að fólk komið yfir miðjan aldur hafði styttri telomera ef það hafði orðið fyrir endurteknum áföllum í æsku borið saman við þá sem aldrei höfðu orðið fyrir áfalli eða aðeins einu. Tengsl voru einnig milli langvarandi þunglyndis og stuttra telomera.

Á hinn bóginn voru marktæk tengsl milli langra telomera við hærra menntunarstig, hreyfingu og neyslu fitusýra af omega-3 gerð. Stutt en intensíft stress virtist ekki hafa áhrif á lengd telomera. En það er virkni telomerasans sem ræður lengdinni, því virkari sem hann er því lengur endist fruman.

Af þessu má sjá að það eru ekki bara erfðir sem ráða lífslíkum okkar, lífsstíll, umhverfi og uppeldisaðstæður hafa líka áhrif á það hvað frumurnar í líkama okkar (og þá auðvitað við) verða gamlar.

Veðjum á menntun, hreyfingu og omega-3. Erfðunum breytum við ekki svo glatt.

 

Mynd1: www.theage.com.au

Mynd2: www.positscience.com

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband