8.5.2011 | 11:52
Menguð frásögn af fóðurframleiðslu
Nýsköpun
Það getur verið erfitt að þjóna mörgum herrum. Þetta er forseti BNA að upplifa þessa dagana. Eins og einhver sagði: það var auðvelt að taka Osama bin Laden út, en flóknara að takast á við umræðuna eftir á. Obama vildi birtast þjóðinni sem mikil stríðshetja. Hetjan sem réði niðurlögum þjóðaróvinar númer eitt. Þess vegna birti Hvítahúsið myndir af forsetanum, utanríkisráðherranum, herráði og helstu ráðgjöfum þar sem þau fylgdust með beinni útsendingu af innrás sérsveitar í híbýli ObL. Sagt var í upphafi að skipunin um aftök hafi komið frá forsetanum sjálfum. Bjálfinn Pelosi, sem hélt ekki vatni vegna grimmdarverka Bush í Guantanamo, fannst bara flott að Obama skyldi láta taka óvininn af lífi án dóms og laga. Bærilegur talsmaður mannréttinda þar.
En síðan áttaði Hvítahúsið sig á því að þessi þátttaka Obama í aðgerðunum var ekki gott PR og hugsanlega áttuðu þeir sig á að síðar gætu myndir af atburðinum "lekið" á netið. Við svo búið varð að gefa út tilkynning að myndsambandið hafi rofna í 20 mínútur akkúrat á þessum afdrifaríku mínútum. Vopnuð mótspyrna húsráðanda var svo borin til baka, hugleysi Osama bakvið pilsfald eiginkonu reyndist heldur ekki standast nánari skoðun og aftaka hennar síðar "down grade-uð" í skot í fótinn. Útskýringarnar hafa fimm sinnum tekið breytingum og óljóst hvort þar sé einhver endapunktur í sjónmáli. Hvítahúsið útskýrir nú ósamræmið í yfirlýsingunum sem "Fog of war" og skelfingarsvipur á andliti Hillary hefur nú breyst í astmakast.
Til að fá einhvers konar pólitískan geislabaug út úr öllu saman dreif spunasveit Hvítahússins í að halda minningarathöfn á lóð Tvíburaturnanna. Hraðskeyti var sent til George W. og honum boðið að koma sem þriðja hjól undir vagninn. Bush sá í gegnum áróðursbragðið og afþakkað kurteislegs. Hann ætlar að heiðra minningu látinna við athöfn sem haldin verður í september þegar 10 ár eru liðin frá árásunum. Kudos fyrir Bush.
En þrátt fyrir allar hagræðingar á frásöginni er málið enn ekki útkljáð. Bitbeinið nú er myndbirting af bin Laden dauðum. Öll spjót standa á Obama bæði frá hægri og vinstri. Skítt með að myndirnar geta valdið uppþotum um allan hinn múslímska heim. Því verða menn að mæta með karlmennsku, því Wikileaks skjölin hafa sýnt að slíkar upplýsingar geta skotið upp kollinum þegar minnst varir og þá gjarnan á versta tíma. Óbirt fæðingarvottorð Obama var farið að grafa undan trúverðugleika hans og á sama hátt geta myndir af bin Laden dauðum endað allar óraunhæfar vangaveltur, sem leitt gætu til óeðlilegrar helgidýrkunar á karlinum.
Þrátt fyrir samhæfða spunasveit er Obama enn ekki kominn á fast land hvað þessa aðgerð varðar.
Charles Krauthammer birti góða grein um aðdraganda og fall Osama bin Laden. Hana ættu sem flestir að lesa. Og Wolfowitz leggur sitt lóð á vogarskálina. Að endingu leiðbeinir borgarstjórinn í Lundúnum okkur um hvernig skuli bregðast við (the dos and don´t) innrás sérsveita bandaríkjahers á heimilið.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.