26.4.2011 | 23:45
"Fórnarlömbin" í Guantanamo
Það er merkilegt að fylgjast með fréttaflutningi RÚV og ýmissa annarra miðla um nýjustu holskefluna af Wikileak skjölum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina. Hér snýst fréttaflutningur um þessa 150 eða svo, sem sendir voru þangað og ekki hefur verið hægt að sanna neinar sakir á. Sem segir lítið um raunverulega sekt eða sakleysi. Hjá RÚV hefur mesta athyglin verið á tiltekið 89 ára gamalmenni og 14 ára gamlan dreng, sem rænt hafði verið af Talibönum og sagt hafa verið nauðgað af 11 körlum. Maður kemst ekki hjá því að álykta, eftir þá lýsingu, að lífið í Gitmo hafi verið hrein Paradís fyrir þennan ógæfusama ungling. Tuttugu aðrir eru flokkaðir sem börn í skjölunum, en vestræn skilgreining hefur verið teygð og toguð í þeim efnum. Börn fullorðnast fljótt í löndum þar sem lúxusinn að njóta friðhelgi bernskunnar til 18 ára aldurs er ekki í boði. Það á ekki síst við í Afganistan. Og efast má um að sá gamli hafi nokkurn tímann áður getað bókað kviðfylli, hvað þá heldur þrjár fullar máltíðir á dag. Engu að síður má vorkenna gamla manninum, því dvöl í trópískri paradís er kannski ekki það sem maður á hans aldri lætur sig helst dreyma um í lífinu.
Fulltrúi Amnesty var svo í Víðsjá í eftirmiðdag og ræddi um baráttu samtakanna við að frelsa fangana í Gitmo. Kenndi hún þinginu í BNA um að hafa hindrað Obama forseta í að standa við kosningaloforð sitt um að fangabúðunum yrði lokað á fyrstu 100 dögum forsetatíðar sinnar. Hún lét þó hjá líða að greina frá því að Obama var með þingið í vasanum í heil 2 ár án þess að gera neitt í málinu. Hún talaði því meira um mannréttindi þessara fórnarlamba herskárrar ríkisstjórnar G. W. Bush, sem hún vill nú sækja til saka fyrir stríðsglæpi.
En það hafa ekki allir sama viðhorf til Wiki-skjalanna og RÚV. Það vill nefnilega svo til að enn lifir minning um raunveruleg fórnarlömb hryðjuverkamanna víða um Vesturlönd. Má þar minna á 11. september 2001, 11. mars 2004 og 7. júlí 2005. New York, Madrid, London. Í London hafa menn meiri áhyggjur af því sem fram kemur í skjölunum og sýnir að það er engin tilviljun að borgin er kölluð Londonistan. En það er vegna þess að þar eru klak- og eldisstöðvar fyrir öfgamenn Al-Qaeda sem ferðast um heiminn og boða blóðugt stríð gegn öðrum trúarbrögðum. Ekki síst kristinni trú og gyðingdómi, en umburðalyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum er jafn sjaldgæft og svínakjöt á diskum múslíma.
Skjölin sýna, meðal annars, hvernig heittrúarklerkar nota bænahús múslima til að tæla til málstaðarins rótlausa og villuráfandi ungmenni. Nokkrar moskur eru nefndar en moskan í Finsbury Park er þeirra illræmdust. Klerkar eins og Abu Hamza, sem lifir sældarlifi á kostnað breskra skattborgar, eitra þar sálir ungmenna. Sýnt hefur verið að minnst þrjátíu og fimm fanganna sem gistu Guantanamo höfðu farið þar í gegn áður en þeir tóku þátt í bardögum í Afganistan. Helmingur þeirra var fæddur í Bretlandi og tóku því þátt í bardögum gegn samlöndum sínum. Og 16 breskir þegnar hafa snúið heim frá Gitmo og þegið, hver um sig, ₤1 milljón í bætur frá ríkinu. Samkvæmt skjölunum voru þeir þó álitnir "hættulegir" og líklegir til að leggja lag sitt aftur við Al-Qaeda málsstaðinn. Ólíklegt er að þegnar breska konungveldisins hefðu tekið þessu örlæti ríkisstjórnarinnar þegjandi hefðu þær upplýsingar legið fyrir augum almennings sem nú birtast í skjölunum.
Og það hlýtur að vera óþægilegt fyrir breska skattborgara að frétta að símanúmer á sim-kortum og í símaskrám fjölda Al-Qaeda-liða leiddi beint inn í höfuðstöðvar hins ríkisrekna fréttamiðils, BBC. Það útskýrir kannski þögn starfmanna RÚV um málið enda ekki heppilegt að vekja athygli almennings á þessu einkastríði starfbræðra sinna á BBC. Aldrei að vita nema nauðungaráskrifendur hins ríkisrekna RÚV hefðu farið að setja samasemmerki milli þeirra og landráðamanna á BBC. Reyndar þurfti ekki þessa skjalabirtingu til að slíkur grunur vaknaði, þótt tengiliður Wikileaks á RÚV hafi verið fórnað svona fyrir siða sakir. En líklega er hér fulllangt gengið, því enn sem komið er felst sviksemi fréttastofunnar við almenning á Íslandi aðeins í undirlægjuhætti gagnvart svikulli ríkisstjórn og ESB-aðild.
En fréttin sem RÚV vill flytja landsmönnum er um fórnarlömb í Guantanamo-flóa.
Mynd1: www.info-war.org
Mynd2: www.decal-orations.com
Mynd3: www.news.aol.co.uk
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.