Leita í fréttum mbl.is

Aldrei of mikið í lagt eða hvað?

Héldu þeir að þeir gætu leikið þetta eftir?

Bítlarnir
 

Það er óborganlega fyndið að fylgjast með fréttum af landinu eina þessa dagana. Á meðan allt er á hvínandi kúpunni: kjarasamningar í uppnámi, Icesave óafgreitt (blessunarlega), ríkisstjórnin komin í stríð við Gaddafi og Össur farin að gefa G5, 7 eða 9 ráð þá kemur ríkisstjórnin sér saman um að það sem mest liggur á þessa stundina sé að fjölga í sveitastjórnum.

OR á hausnum og borgarstjórinn og kónar hans uppteknir við eigin frama í skemmtanabransanum, nú eða á sviði hinna skapandi lista þar sem eftirherman ríkir ofar öllu. Þá þarf að fjölga í borgarstjórn svo "þessir fulltrúar fólksins" geti enn frekar sinnt sínum ómetanlegu hugðarefnum. Ekki færri en 23 þarf til að stjórna borginni og ef það reynist þeim of þungbært þá má bæta við 7 til viðbótar. Og blessuð ríkisstjórnin sem heldur að skattar leysi öll mál tekur flugið með þeim.

En þó þau 36% aula sem kusu þennan ófögnuð yfir okkur tækju höndum saman um að stjórna borginni þá dygði það ekki til. Borginni verður aldrei stjórnað af aulum. Til að vinna verk þarf aðeins einn með viti og nokkra sem hafa skilning á því.

 Það er allt og sumt.

 

Mynd: WWW.hi5.com

Viðbót dagsin 30. apríl

Með vísun í þessa færslu legg ég til að forsíðumynd Moggans í dag verði tilnefnd sem upplýsinga- MYND ÁRSIN. Eins og þriðjungur þjóðarinnar veit (sem les Moggann) þá er myndin af Borgmeister og öðrum fyrirmönnum borgarkerfisin. Hún lýsir því sem lýsa þarf um getuna sem í þesum forsprökkum býr. 

(ef vantar einhver "s" á stangli í þessa færslu þá er tölvan mín að stríða mér þessa dagana. S-leti hrjáir hana og ekki útséð um að fáist lækning. Bætið bara s-um við þar sem ykkur þykir vanta.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband