23.10.2010 | 22:56
Fyrsti vetrardagur og Ríkið rukkar
Einu sinni varð allt vitlaust þegar ónefndur maður benti á að fólk léti sig ekki vanta þegar eitthvað frítt stæði til boða. Held hann hafi haft meira til síns máls en menn vildu þá viðurkenna. En í dag flykktist fólk í bæinn til að fá sér súpudisk. Kaupmenn og reataurantörar buðu fríja kjötsúpu. Fyrsti vetrardagur spillti ekki fyrir og veðrið lék við borgarbúa.
En það var ekki allt ókeypis í dag jafnvel þótt það væri auglýst. Ég hafði ætlað að skoða ljósmyndasýningu Péturs Thomsen frá því ég heyrði að hann væri að sýna myndir frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun í Listasafni Íslands. Sunnudags-mogginn minnti mig á að sýningin stæði enn og að frítt væri inn. Ekki fannst mér það verra og dreif mig af stað. En þegar á safnið kom var ég rukkuð um 500kr. Upphæðin er ekki há en mér fannst ástæða til að benda á að auglýst hefði verið að frítt væri inn.
Í stuttu máli má segja að þar með hafi ég verið negld upp á vegg. Stúlkan í miðasölunni hringdi á skrifstofu safnsins og ég var látin standa fyrir máli mínu. Helst var á dömunni að heyra að ég ætti að hringja á Morgunblaðið og kvarta undan rangfærslu í birtingu. Sjálfri þótti mér eðlilegt að safnið ætti þetta við blaðið. Þetta var ekki góð byrjun á listrænni upplifun. Ég einhenti mér þó í að skoða sýningu Péturs og féll flöt. Ég þekki til verka hans frá fyrri tíð og vissi að í honum byggi snillingur. Nú hefur hann stigið fram og það með trukki. Það er engin leið að nefna eina mynd umfram aðra sem stendur upp úr. Hrátt landslagið er Pétri óendanleg uppspretta myndrænna tilþrifa. Regnblautt moldarflag undir svörtum malarvegg birtist eins og fljótandi gull. Þverhníptur hamraveggur í gangnabotni var svo raunverulegur að ég varð að ganga alveg að myndinni til að fullvissa mig um að þetta væri ljósmynd. Pétur fangar auðnina, hrikaleika náttúrunnar og manninn í smæð sinni í myndum sínum. Þetta er ógleymanleg sýning eða eins og ungur maður, sem ég rakst á þarna, sagði: ÓóóTRÚLEGA FLOTT. Ungt fólk kann að koma orðum að því.
Frammi í andyrinu rakst ég aftur á hinn dygga innheimtumann hins opinbera, missti löngun til að dvelja lengur í sjoppunni og gekk niður í bæ, þar sem ég gat lesið Vb frítt yfir kaffibolla. Fyrsti vetrardagur 2010 og aðþrengt einkaframtakið tók að sér gestgjafahlutverk dagsins.
Viðbót 26_10_2010: Þegar upphafleg færsla fór inn var ekki boðið að setja inn myndir. Því hefur greinilega verið kippt í lag núna og vona ég að Pétur fyrirgefi mér uppátækið.
Pétur Thomsen á Kárahnjúkum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.