9.10.2010 | 14:11
Niðurskurður, uppgjöf eða undanbrögð?
Hver var tilgangur fjármálaráðherra með þessum fjárlögum sem hann kynnti síðastliðinn þriðjudag? Fjárlög sem jafnvel hans eigin samflokksmenn sjá að ekki standast neinn raunveruleika. Er Steingrímur búin að gefast upp á ríkisfjármálunum? Varla, hann hefur aldrei skemmt sér eins vel. Að kafa dýpra og dýpra ofan í vasana hjá fólki hefur aðeins elft hann og stælt. En þá hlýtur maður að spyrja: Hver var tilgangurinn?
Sá hann engan annan möguleika en leggja landsbyggðina í auðn? Voru engar góðærisstofnanir sem mátti skoða með skerðingu í huga? Fjöldinn allur af slíkum stofnunum var komið hér á fót á meðan svokölluð "frjálshyggjustjórn" sat hér við völd. Stofnanir sem Steingrímur studdi eindregið að settar yrðu á fót. Af hverju er engin skerðing eða niðurlagning þessarar álfabyggðar í frumvarpi Steingríms?
Vegna þess hve fáránlegar þessar niðurskurðartillögur eru leitar óneitanlega á mann grunur um að Steingrímur hafi einmitt verið að kalla eftir þessum viðbrögðum? Gamall refur sem hann er. Setja allt á annan endann, segja svo að niðurskurður valdi slíkum sársauka og ólgu að ekki verði áfram haldið. Stjórnarandstaðan krefjist líka að látið verði af þessari sláturtíð. Er þá nokkuð annað að gera en leggja hnífnum, viðhalda bákninu og fara enn dýpra í vasana á skattgreiðendum? Grísinn bara grillaður áfram.
Steingrímur og co ætla ekki að skerða neina þjónustu úti á landi, þau ætla heldur ekki fleygja út neinum silkihúfum (nema þær sitji á sálfstæðishausum). Steingrímur ætlar að mæta í Kastljósið til Þóru og útskýra fyrir þjóðinni að það hafi bara verið svo illa tekið í tillögur hans að hann geti ekki farið gegn vilja þjóðarinnar. Engin niðurskurður verði í ár né meðan hann fær ráðið.
Allir klappa Steingrími lof í lófa og Húsvíkingar munu leggja til að hann verði tekinn í dýrlingatölu (stage left og tjaldið fellur).
Mynd: www.stormsker.blog.is
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.