28.9.2010 | 21:58
Að selja heiður Alþingis fyrir völd
Hælbítarnir á Alþingi hafa talað. Ég get hins vegar verið stolt af mínum mönnum. Þeir létu ekki af sannfæringu sinni þótt eflaust hafi verið freistandi að láta Ingibjörgu og Björgvin taka skellinn eftir svik Samfylkingarinnar við Geir. Það hefði verið svo ofurauðvelt að sitja hjá og horfa á Samfylkinguna engjast. En það er í þessari afstöðu sem munurinn á Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu felst, þ.e. þeir fyrrnefndu skilja hvenær heiður og prinsipp eru að veði.
Um Vinstri græn og Hreyfinguna þarf ekki að hafa mörg orð. Þar ræður, eins og í öllum málum, öfundarhatrið för. Blettirnir koma upp um hlébarðann.
Með því að friða Vg og fórna Geir getur Samfylkingin haldið áfram landsölu sinni með velvild og vilja Vg. ESB umsóknin verður áfram á dagskrá og allt það sem henni fylgir. Þetta upplýsandi myndband minnir okkur á hvað okkar bíður nái vilji þessar blóðþyrstu ríkisstjórnar fram að ganga. Um allt Evrópusambandið eru fjárlög til umræðu rétt eins og hér. Alls staðar þarf að skera niður. Brussel hótar jafnvel að taka fjárráðin af þeim ríkjum sem ekki skrúfa nægilega fyrir rennslið úr ríkissjóði. Á sama tíma bendir Daniel Hannan, Evrópusambandsþingmaður, á að á meðan ráðuneytunum í Bretlandi er gert að skera niður sem svarar 25-40% er ESB að krefja Breta um 60% hækkun á framlögum til Brusselbáknsins. Á þeim bæ þekkist ekki að girða sig með sultaról.
Hannan kallar þetta reiðhjóla-aðferðina, þ.e. að halda innstreyminu stöðugu svo báknið falli ekki um koll.
Það er ekki nema vona að Jóhanna og Steingrímur leiti í slíkan félagsskap. Hvorugt vill skera niður og bæði trúa að mjólkin streymi endalaust úr kúnni. Þau átta sig ekki á að fjósið er að tæmast.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
xD stóð sig með miklum sóma og drengskap sem siðlausum xS þingmönnum verður aldrei gefinn.
"taking money out of the productive sector" - Gríðarlega skýr framsetning í einni setningu hjá Hannan.
Mikil blessun væri það ef núverandi stjórn væri gefinn smá vit til að átta sig á því að þau eru að kyrkja atvinnulífið og launþegana í leiðinni.
Haraldur Baldursson, 29.9.2010 kl. 09:47
Eins og þú segir Haraldur, þá setur Hannan puttann á kjarna málsins og vinstri stjórnin á Íslandi fetar nákvæmlega sömu braut. Hið óarðbæra bákn þenst hér út (3500 ný störf hjá ríkinu á síðasta ári) á meðan atvinnulífinu á frjálsum markaði blæðir.
Ragnhildur Kolka, 29.9.2010 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.