Leita í fréttum mbl.is

Málið tekið fyrir hjá RÚV

Svo virðist sem RÚV hafi endanlega gefist upp á "hlutleysishlutverkinu" og ákveðið að venda starfsemi sinni af vegi fjórða valdsins yfir í farveg þriðja valdsins, þ.e. dómsvaldsins. Eru nú mál flutt þar í beinni útsendingu, milliliðalaust, fyrir dómsvaldi götunnar og enginn þarf að bíða í röð eftir að komast á áhorfendapalla. 

Málflutningur fór fram á skjá allra landsmanna í gærkvöldi og voru engar viðvaranir gefnar til barna eða þeirra sem viðkvæmir eru. Af mikilli innlifun og með grafískum hreyfingum flutti lögmaður þvagleggsþolans mál skjólstæðings síns svo ekki var þurr hvarmur í einni einustu stofu landsins.

Google í myndrænu formi (í stíl við sjónvarpsefnið) leiddi í ljós þrjár myndir sem tengdust viðkomandi Jón Egilssonlögmanni beint. Virðist hann ekki við eina fjölina felldur, því í fyrsta lagi birtist hann gúgglurum sem sakleysislegur pulsuhundur (sjá mynd). Eftir það fer að syrta í álinn því næsta mynd er af ákæruskjali á hendur honum fyrir líkamsáras á leigubílstjóra. Vel má vera að krökkt sé af lögmönnum með sama nafni og verður ekkert fullyrt um að þessi upprennandi sjónvarpsstjarna sé sami maður, en lesa má um málið í Lögbirtingsblaðinu frá 1986. Þriðja myndin gæti svo verið það sem vakti áhuga RÚV á að flytja sig yfir til dómsvaldins, svona í stíl The Sun og DV, en myndin er einmitt fengin úr skjalasafni DV. Svo virðist sem þar hafi réttur maður verið á réttum stað á réttu augnabliki. En eins og einhver ágætur maður sagði "sjón er sögu ríkari" og getur nú hver maður séð hvílíkur talent er þarna á ferð.

Jón Egilsson

Landsmenn hljóta nú að bíða í ofvæni eftir niðurstöðu dómsins enda málið úr höndum lögmanns eins og sakir standa.

Það var tími til kominn að RÚV gæfi okkur skylduáskrifendum séríslenskt sjónvarpsefni. Og það svona líka spennandi.  Endursýningar gamalla bíómynda og norskra úteyjarómantíkur voru farnar að íþyngja sálarlífi landans. Menn voru farnir að halda að búið væri að loka á tékkheftið hjá Palla Magg.

En nú sjáum við að þar er enn langt í land.

 

Mynd1: ko-kr.facebook.com/posted.php?id=376389022925...

Mynd2: www.dv.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Dálítið merkileg þessi skyldu-útvarpsstöð.  Og takk fyrir vandaða pistla, Ragnhildur. 

Elle_, 15.9.2010 kl. 23:05

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér sömuleiðis, Elle. Í lýðræðisríki er skylduáskrift að fréttamiðli aðeins réttlætanleg ef miðillinn gætir hlutleysis. RÚV er hins vegar farið að líkjast Prövdu óþægilega mikið; sama áhersla á boðun trúarsetningar. Munurinn liggur aðeins í mismunandi totalitarisma. 

Þetta hliðarspor hefur eflaust átt að létta fólki lund, en mér fannst það dálítið grótesk og átti ekkert erindi í fjölmiðil sem vill vera vandur að virðingu sinni.

Hef verið erlendis undanfarna daga og því ekki fylgst með hvert framhaldið varð. Sé þó að prestakáf er aftur komið á dagsskrá og þar er RÚV á heimavelli. Kastljós getur eflaust gert sér mat úr því.

Ragnhildur Kolka, 17.9.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband