1.8.2010 | 15:00
Á Njáluslóðum
"Skein yfir landi sól á sumarvegi/ og silfurbláan Eyjafjallatind...." Hann er reyndar ekki svo blár lengur, meira svona SVARTUR.
En Guðni Ágústson hóf erindi sitt um Njálu í ljósi stjórnmála dagsins í dag á vísun í Gunnarshólma Jónasar. Það var ekki illa til fundið af þeim feðgum, sem reka gistiheimilið Ásgarð á Hvolsvelli, að fá Guðna til að flytja erindi sitt í þessum unaðsreit, því fyrr en varði fylltist húsið og flytja varð samkunduna út á verönd. Guðni sprengdi utan af sér húsið sem sýnir að þótt Guðni sé horfin af sviði stjórnmálanna þá býr hann enn yfir hæfileikanum að láta að sér kveða á mannamótum. Var fólk víða að komið og kom fram að einhverjir höfðu jafnvel gert sér ferð alla leið frá Ísafirði þegar þeir heyrðu af fundarefninu, sem var auðvitað að blanda pólitík fornaldar við gruggugan mjöð stjórnmála dagsins í dag. Hvort lestur Guðna á þessari dramatísku sögu og heimfæring upp á nútímann er alltaf samkvæmt fræðastöðlum skal ósagt látið, en enginn efast um dálæti hans á sögunni. Hefur hann, samkvæmt eigin sögn, til dæmis ekki enn fyrirgefið Gissuri hvíta aðförina að Gunnari á Hlíðarenda þótt liðin séu þúsund ár. Telur Davíð Oddsson þetta sýna eindæma langrækni Guðna og neitar Guðni því ekki.
Guðni heimfærði sögupersónur Njálu upp á nokkra þeirra sem nú standa í orrahríð stjórnmálanna í dag. Var það skemmtilega framsett, þótt ekki væru kannski allir sammála greiningu Guðna. Best þótti mér honum takast upp með líkingu Ögmundar við Skarphéðinn, Össurar við Mörð Valgarðsson, Bjarna Ben við Höskuld Hvítanesgoð og Ólöfu Norðdal við Hildigunni Starkaðardóttur (þótt ekki sé hún enn farin að kasta blóðugum klæðum manns síns í andlit andstæðinga hans). Sjálfur líkti Guðni sér við Kára Sölmundarson. Byggði líkingin á þvíað báðir hefðu stokkið upp úr eldhafinu þegar verst lét og bjargast. Verður því ekki neitað að nokkuð hefur Guðni til síns máls hvað það varðar. Einn fundargesta taldi Hallgerði langbrók eiga sér "doppelgänger" á þingi og vildi meina að Ólína Þorvarðardóttir smellpassaði í hlutverkið. Enginn varð til að mæla því í mót, sem gæti verið umhugsunarefni fyrir Sigurð mann hennar ef hann léti ekki að stjórn.
Vegur Framsóknarflokksins í samanburði Guðna við fornkappana var líka nokkuð meiri en tímarnir segja til um. Líkti Guðni viðfangsefni Sigmundar Davíðs innan flokksins sem fótameini sem hann þyrfti að losa sig við. Hrædd er ég um að eitthvað meira en fótamein hrjái flokkinn, því varla hefði kappi á borð við Guðna flúð eldhafið útaf slíkum smámunum.
Gott og kaffi og nýbakaðar vöfflur bíða samkomugesta inni í gömlu kennslustofunni í Ásgarði. Var þetta allt saman hin best skemmtun.
Háloftastemmningin hélt svo áfram inn eftir hlíðinni þar sem flughátíð var haldin á Múlakotsvellinum. Þar var margt um manninn og léku kappar listir sínar á farkostum ýmissa gerða. Ekki var það síðra "show" en Gunnar og Njálssynir buðu uppá á forðum daga.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.