Leita í fréttum mbl.is

Wikileaks, fáum við meira að heyra?

Eru Wikileaks-skjölin hlutlaus í upplýsingavali? Wikileaks

Julian Assange segist vera annt um sannleikann og gegnsæi. Hann telur það í verkahring góðrar blaðamennsku að takast á við misnotkun valds. Taka má undir orð Julians og hvetja hann til dáða.  Níutíu þúsund leyniskjöl er ásættanleg byrjun. En endar sannleiksleitin þar? Endar leitin að sannleikanum í skjalaskápum Bandaríkjahers í Írak? Eða eigum við kannski von á að leitin að sannleikanum fari víðar?

Assange heldur spilum sínum þétt upp að brjósti sér og því bíða menn spenntir eftir að hann sýni alla höndina. Varla er Pentagon eina valdastofnunin sem misbeitir valdi sínu? Hvað með Íran? Er Íran áhrifalaust í Miðausturlöndum? Beita þeir ekki styrk sínum í Írak og Líbanon? Hvenær fáum við að sjá tölvupóstasamskipti varðliða írönsku byltingarsinnanna  við íraska shia-klerka, Hamas eða Hizbolla? Af nógu hlýtur að vera að taka. Skjalasafn írönsku kjarnorkuáætlunarinnar gæti líka verið áhugaverð lesning fyrir fréttaþyrsta vesturlandabúa. Eða er íranska stjórnin kannski "góðu gæjarnir" og því óráðlegt að birta misbeitingu hennar á valdi sínu.

Sannleiksnefnd Wiki, þau Julian, Birgitta og Kristinn hljóta að hafa lagt mat á það. 

Tengsl Íran við al Qaída, væri það ekki áhugaverð lesning?  Hvað með tengsl Talibana við Pakistan, eru þau til á tölvutæku formi eða berast þau á milli  með bréfdúfum sem síðan eru steiktar og étnar með skilaboðunum? Væri ekki verðugt verkefni fyrir "sannleiksleitendur" að jafna leikinn, núna þegar talibanar hafa með þeirra aðstoð gefið út veiðileyfi á nafngreinda samstarfsmenn NATO-hersins. Sjáum við bráðum sambærilegan lista yfir samstarfsmenn talibana í her Afganistan eða búðum alþjóðaliðsins?

Valdi er misbeitt víða. Eða telja stríðsmenn sannleikans að allt sé í góðu lagi í Norður-Kóreu, Kúbu, Venesúela eða Kína. Eða þá í Rússlandi þar sem menn eru að setja sig í stellingar um lagasetningu gegn óæskilegum skoðunum, þ.e. lög um hugsanaskorður. Blandast nokkrum hugur um að slík lagasetning fellur undir misbeitingu valds, í það minnsta samkvæmt vestrænni hugmyndafræði.

Sannleikurinn er margradda. Hann er sýnilegur einum í þessari mynd en öðrum í annarri mynd. Réttarkerfi lýðræðislanda eru alltaf að fást við sannleikann og þá ber að gæta þess að allar hliðar máls séu leiddar fram. Þess vegna höfum við sækjendur og verjendur. Ef Wikileaks lætur staðar numið í skjalaskápum herstjórnarinnar í Bagdad eru þeir sekir um að vera, á sama tíma, sækjendur og dómarar sem fella eintóna dóma.

Það gerir þá að samstarfsmönnum Íran, al Qaida og talibana. Eru það vinnubrögð sem líkleg eru til að leiða sannleikann í ljós?

Mynd: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Kann að meta röksemdafærsluna, Ragnhildur Kolka.  Já, oft finnst manni Bandaríkjamenn líka sakaðir um nánast öll heimsins vandamál.  Skil það ekki þó ríkisstjórnin þar geri vissulega ranga hluti eins og ýmsar.  Ekki kemur oft fram í íslenskum fjölmiðlum að það er fullt af öndvegisfólki í Bandaríkjunum, heldur kemur allt það versta og það er leiðinlegt.   

Elle_, 31.7.2010 kl. 21:01

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enginn er óskeikull og bandaríkjamenn gera sínar bommertur eins og aðrir, en það mætti svo sannarlega láta þá njóta sannmælis þegar gott er gert. En það er nokkuð langsótt að gera þá að blóraböggli fyrir allt það sem aflaga fer í heiminum í dag.

Ef gagnrýnin beinist eingöngu að BNA, þá er illa komið fyrir dómgreind vesturlandabúa.

Ragnhildur Kolka, 1.8.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband