Leita í fréttum mbl.is

Kreppir nú að snilld Steingríms Gosa?

Stöð 2 sagði frá því í gær að kröfuhafar Glitnis og eigendur Íslandsbanka íhugi nú skaðabótamál gegn íslenska ríkinu vegna forsendubrests í samningum. Já, forsendubrests.

Kemur þá upp í hugann sjálfshólið sem Steingrímur Gosi fjármálasnillingur (sic) hlóð á sig í fyrra þegar hann hafði gengið frá laumusamningnum um einkavæðingu bankanna. Þvílíkar dáðir höfðu ekki verið drýgðar síðan hetjur sögualdar riðu um héruð.

Steingr GosiFornkappinn Steingrímur er margra manna maki þegar kemur að fjármálagjörningum að eigin sögn og hann fer sínar ótroðnu slóðir. Í það minnsta fer Gosi sínar eigin slóðir þegar kemur að því að segja frá athöfnum sínum. Þjóðin varð vitni að því í fyrra þegar hann án sýnilegrar áreynslu laug að Alþingi Íslendinga um framgang Icesave samninganna. Daginn áður en þeir voru undirritaðir. Síðan þá hefur hann verið ítrekað gerður afturreka með þau þjóðarsvik, en engu að síður er hann aftur kominn á kreik og mun eflaust nú, eins og fyrr, ná glæsilegum samningi.

En nú vofir yfir skaðabótamál á hendur íslensku þjóðinni (ríkinu) vegna þess að Samningamaðurinn mikli lét undir höfuð leggjast í einkavæðingarferlinu að gera grein fyrir efasemdum sem vaknað höfðu varðandi lögmæti hinna svokölluðu myntkörfulána. Þær spurningar voru þegar komnar á kreik þegar bankarnir voru einkavæddir án þess að greint væri frá því hverjir hinu nýju eigendur væru.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og dómur Hæstaréttar tekið af allan vafa um lögmætið. Íþróttafréttamaðurinn í fjármálaráðuneytinu hefði betur hlustað á framsóknarmenn og aðra sem tóku undir tillögu þeirra um niðurfellingar 20% höfuðstóls lána. Háðsglósurnar frá stjórnarflokkunum í garð þeirra sem bentu á þessa lausn hefði mátt tempra. Þó var þetta raunhæf lausn sem vinna mátt með þannig að sett væri þak á niðurfellingar svo ribbaldar í peningamálum hefðu þurft að standa skil á óráðsíuhegðun sinni. Þetta hefði getað sparað venjulegu fólki mikið hugarangur og þjáningar.

Hefði Snilldarstjórnin horft á málin með tilliti til hinnar margboðuðu skjaldborgar um heimilin, þ.e. útfrá hagsmunum heimilanna en ekki með haturshug í garð Framsóknar hefði mátt koma í veg fyrir mikið tjón.  Um þetta eru bæði Samfylking og Vinstri græn sek. Vg vegna áróðursgildis í baráttunni við að hámarka öfundarhatur áhangenda sinna á Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin er þó enginn eftirbátur í að líta framhjá þjóðarhag þegar hún telur pólitískum markmiðum sínum ógnað. Hún hæddist að hugmynd um þjóðstjórn þegar þjóðarskútan logaði stafnanna á milli af því að það var Davíð Oddsson sem bar hugmyndina fram. Og allt er þetta til að tryggja að Samfylkingin komi sínu sérstaka hugðarefni áfram; inngangan í ESB über alles, þrátt fyrir að 70% þjóðarinnar séu því andsnúin. 

Það hafa verið uppi getgátur um að "Snilldarsamningur" Steingríms Gosa við kröfuhafana hafi borið í sér djúpsprengjur, enda hefur samningurinn ekki fengist birtur frekar en eigendalisti nýju bankanna. Fréttin á Stöð 2 ber í sér að þessar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Hvort upplýsingum hafi vísvitandi verið haldið frá kröfuhöfunum eða að gefin hafi verið út vísvitandi ólögleg loforð um að ríkissjóður beri allan aukakostnað af samningnum er ekki gott að segja á þessu augnabliki.

En nú erum við að sjá hvaða afleiðingar heiftar- og haturspólitík vinstristjórnar hefur á þjóð sem við hana þarf að búa.

 

Mynd: www.vb.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband