Leita í fréttum mbl.is

Eru infi-delarnir að ná vopnum sínum?

Svona hefst vegferðin?

Loksins er sjálfsbjargarviðleitnin að vakna hjá vestrænum undirlægjum. Og eins og í öðrum kúguðum samfélögum er það húmorinn sem ber broddinn. Morðið á Theo van Gogh olli afturkipp í baráttunni gegn hörðum íslamisma, en tíminn læknar öll sár og kjarkurinn er að banka uppá aftur. Og ekki ólíklegt að viðbrögðin við Múhameðsteikningunum hafi sýnt mönnum að undanlátsemi við öfgum bætir ekki stöðuna. Bretar ríða fyrstir á vaðið. Kvikmynd um vandamál "trúvillinga" í vestrænu samfélagi er komin í kvikmyndahús í UK og hún hlaut góðar viðtökur á Tribeca hátíðinni í NY.

Pólitískri rétthugsun er gefið langt nef í sögu sem fjallar um gyðing sem í æsku var ættleiddur af múslimum sem ólu hann upp í íslamskri trú. Þegar hann uppgötvar sannleikann fer atburðarásinn á flug eins og "trailerinn" hér að ofan sýnir. Römm er sú taug og allt það......

The Infidel

Aðalleikarinn, Omid Jalili, er sjálfur múslimi sem vekur von um að múslimskt samfélag sé að hefja göngu til innri íhugunar. Að horfa í eigin barm er jú upphafið.

Vonandi kemur myndin fljótlega í kvikmyndahús hér á landi, en þeir sem ekki geta beðið geta keypt hana á Amazon og kostar hún ₤9.99

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er vert að kíkja á þessa :-)

Haraldur Baldursson, 23.5.2010 kl. 19:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, og ég get líka vel hugsað mér að sjá hana þessa.

Ragnhildur Kolka, 25.5.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband