3.5.2010 | 21:15
Vökult auga hvirfilbylsins
Eftir margra mánaða samningaumleitanir er loksins kominn botn í björgunarleiðangur ESB og AGS fyrir Grikki. Samanlagt ætla þessi göfugmenni að hósta upp litlum 120 milljörðum svo ESB þurfi ekki að horfast í augu við eigin mistök varðandi peningastefnu sína. Almenningur á Grikklandi þarf bara að herða sultarólina. Það ætlar hann, hins vegar ekki að gera ótilneyddur eins og helgarfréttirnar bera með sér.
Angela Merkel stendur frammi fyrir stórágjöf pólitískt í næstu kosningum ef henni tekst ekki að kveða niður reiði almennings í Þýskalandi vegna svikinna loforða stjórnmálamanna. Þjóðverjar voru aldrei áhugasamir um myntbandalagið, en voru keyrðir inn í það af valdasjúkum búrokrötum vopnuðum innantómum loforðum að Þjóðverjar þyrftu aldrei að axla ábyrgð á skuldum annarra þjóða. Nú, aðeins 10 árum eftir hátíðahöldin í kringum fæðingu króans standa pólitíkusarnir berrassaðir.
Reyndar var þýskur almenningur aldrei spurður hvort hann kærði sig um að deila mynt með slúbbertunum í suðri og má rekja það til þess að ESB hefur ekki góða reynslu af lýðræðisbrölti almúgans. Enn er almúginn að ybba gogg og nýjustu kannanir sýna að 57% Þjóðverja er mótfallin björgunaraðgerðunum á meðan aðeins 33% er þeim fylgjandi. En slíkur er ótti Merkel við brotlendingu Evrulands að hún er tilbúin að taka á sig ágjöfina. Hugsanlega vegna þess að næstu kosningar eru í Norður Rhine-Westphalen þar sem flokkur hennar hefur haft ágætt forskot. Hvort það forskot helst mun koma í ljós 9. maí, en þá gæti Merkel líka tapað meirihlutanum á Sambandsþinginu.
Ótti Merkel er ekki ástæðulaus, því margt hangir á spýtunni. Þýskir bankar hafa lánað háar upphæðir til Grikklands og hún veðjar á að eftirgjöf á kröfum upp á einhverja tugi prósenta sé betri kostur en gjaldþrot stóru bankanna. Hún veðjar því á að löndin sem verst eru stödd og ógna enn sæluríkinu nái að hysja upp um sig; koma hjólum atvinnulífs í gang og skera niður í ríkisútgjöld. Þetta kallast að skjóta af löngu færi, því Miðjarðarhafsklúbbunum er margt betur lagið en gæta aðhalds.
Líklegast er að ECB og Merkel neyðist nú til að klæðast leðurstígvélum og smella svipum svo suðri taki þau alvarlega og sogi ekki Evrulandið oní sívökult auga hvirfilbylsins.
Mynd: www.townhall.com
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.