30.4.2010 | 23:13
Já, nú er það svart .......
..... og þá á ég ekki við öskufallið undir Eyjafjöllum eða nýjustu skoðanakönnun Gallup um fylgi flokkanna. Myrkrið sem yfir heimsbyggðina hvolfist nú er svartara en myrkur miðaldanna. Í það minnsta vissu miðaldamenn ekki betur. En hafi menn einhvern tímann efast um að Sameinuðu þjóðirnar væru heillum horfnar þá ættu þeir að líta nánar á stöðuna.
Í vikunni var skipað (án atkvæðagreiðslu) í nefnd um kvenréttindi innan Efnahags og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ellefu sæti þurfti að fylla til 4 ára og sannaðist það sem áður hefur verið dagljóst að Sþ lúta nú í einu og öllu forsjá og fyrirmælum Samtaka íslamskra ríkja (OIC).
Til að tryggja velferð kvenna í heiminum taldi ráðið að fulltrúi Íran kæmi að bestum notum, en hingað til hafa þeir ekki dregið af sér að því að sýna konum hvernig virða beri yfirvaldið.
Íran nægir ekki að sveipa konur svörtum kuflum frá hvirfli til ilja. Sjáist sólbrúnka á kvenholdi kallar það á hýðingu, meint lauslæti kostar lífið. Íran hengir karla, konur, börn og gamalmenni. Að auki getur kona átt von á að vera grafin í jörð og grýtt til bana. Sitji hún nógu lengi í steininum sjá verðir laganna um raðnauðganirnar. Þá getur jafnvel dauðinn orðið tilhlökkunarefni.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þessi frétt ratar inn í fréttatíma RÚV eða hvort mannréttindasamtök gera athugasemdir við þessa skipun. Íran hefur yfirleitt ekki náð að vekja mannréttindasamtök til dáða. Öll starfsorka mannréttindasamtaka Sþ (HRW) hefur hingað til farið í að skrifa skýrslur um og samþykkja ályktanir gegn Ísrael.
Þar sem Sþ gefa fordæmið er ekki við að búast að fólkið sem á svo greiðan aðgang að Kastljósinu og Rás2 og lýsir þar í smáatriðum mannvonsku Ísraelmanna, hafi hugmynd um að mannréttindabrot séu framin annars staðar í heiminum. Það verður þó að segjast að þessi glórulausa einsýni vekur mann óneitanlega til umhugsunar um að eitthvað annað búi að baki umhyggjunni en barátta fyrir mannréttindum.
En stendur það þá ekki upp á femínista að láta til sín taka í málinu? Getum við t.d. búist við að íslenskir femínistar láti sig þessa nefndarskipun varða. Því miður eru litlar líkur til þess. Þetta byggi ég á viðhorfi aðstoðarkonu fyrrverandi heilbrigðisráðherra sem kynnti sér hlutskipti kvenna í Austurlöndum nær og skrifaði um það lærða bók. Taldi aðstoðarkonan ekkert skorta upp á sjálfstæði þessara múslímsku kvenna sem hún hitti og fannst það bara dálítið sætt hvernig menn tóku að sér að lýsa "skoðunum" eiginkvenna sinna, enda líklega aldrei hvarflað að henni að taka orðið af sínum manni.
Í raun eru íslenskir femínistar ekki ósvipaðir múllunum. Komi eitthvað við kviku þeirra er það léttúð og eggjandi ásýnd. Femínistar eru því líklegir til að grípa til boða og banna rétt eins og múllarnir. Bann við lostafullum magadansi mun fyrr hreyfa við þeim en kúgun og kvalræði kvenna. En áður en það getur orði má allt eins ímynda sér að múllarnir verði fyrr til. Sveipi þær svörtum kuflum og sendi á hlýðni námskeið svo þær læri að bera virðingu fyrir sér æðri verum.
Það mun ekki nást samstaða um nein mótmæli vegna þessa nýjasta skandals hjá Sþ. Hvorki á Íslandi né annars staðar vegna þess að hið margrómaða lýðræði á í vök að verjast. Miðaldaöfl sækja að því. Það er í alvarlegri kreppu og þessi nefndarskipun er birtingarmynd hennar.
5. maí
NRO bendir á að Susan Rice, sendiherra BNA hjá Sþ. hafi ekki einu sinni verið viðstödd þegar Íran var skipað til sætis í nefnd um réttindamál kvenna. Bendir þetta til að kvennréttindamál séu hátt á lista ríkisstjórnar BNA?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Takk fyrir þarfan pistil Ragnhildur. Mér finnst þetta skelfilegt og undrum sætir að enginn hér á landi skuli tala máli þessara harðkúguðu kvenna. Maður spyr sig líka hver ástæðan er ? Mætti endilega koma þessum málum á framfæri víðar, er það ekki bara næsta skref ? Skora hér með á fyrrnefnda aðila að taka málin upp hið fyrsta !
Elínborg, 8.5.2010 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.