11.4.2010 | 09:08
Listin að leika á lagabókstafinn
Vilhjálmur Bjarnason er hetja helgarinnar. Hingað til hefur krafa almennings verið á hendur stjórnmálamanna, viðskiptalífsins og fjármálageirans að taka til í sínum ranni. Það sem höfnun Vilhjálms á gjöfum gangsteranna sýndi umfram allt var að ábyrgð siðbótar liggur hjá hverjum og einum. Vilhjálmur er maðurinn úti í bæ sem gerði okkur ljóst að þegar við þiggjum mútur þá erum við samsek. Hver og einn getur nú litið í eigin barm og spurt sig -hvað gerði ég og hvað get ég gert til að bæta fyrir brot mín?
En þótt við eigum öll einhvern þátt í því hvernig fór erum við þó ekki öll jafn sek. Hafi Vilhjálmur verið hetja helgarinnar, þá voru skúrkarnir þó fleiri. Lekinn úr tölvupóstum stjórnenda Glitnis opinberar hina kaldrifjuðu aðför sem þeir gerðu að viðskiptamönnum og smærri hluthöfum bankans. Lekinn sýnir, svo ekki verður um villst, þá spillingu sem viðgekkst í bankakerfinu undir það síðasta. Ekki bara hvernig stjórnendur bankans ráðskuðust með fjármuni fólks sem lagt hafði sparnað sinn í hendur þeirra heldur sýnir hann líka hvernig mörk góðra starfshátta voru afmáð og brotin þvers og kruss. Græðgi, hroki, barnalegur sjálfbirgingsháttur og siðblinda réðu ferð. Það voru mér því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar ég heyrði talað um að samkvæmt einhverjum niðurstöðum í meistararitgerðar laganema við HÍ væru slíkar gloppur í lagasetningu um ábyrgð eigenda, (sérstaklega varðandi skuggastjórnendur) sem gerðu að verkum að þeir yrðu ekki sakfeldir. Þar var átt við skuggabaldurinn sjálfan, Jón Ásgeir, nema fleiri stjórnarmenn hafi tekið þátt í leiknum. En svona rúlla teningarnir í réttarríkinu og Jón Ásgeir vissi nákvæmlega hvar hnífsegg lagabókstafsins lá.
Þrátt fyrir vonbrigðin kemur mér það ekki sérstaklega á óvart að topparnir eigi kannski eftir að sleppa óskaddaðir frá þessum hrunadansi. Frístundir mínar hafa verið fáar undanfarin ár, en Páskafríið núna gaf mér tækifæri til að hvílast frá amstri hversdagsins og lesa nokkrar bækur mér til skemmtunar. Tvær þeirra eru mér eftirminnilegastar og má segja að þær fleigi á undarlegan hátt fréttir þessarar viku. Önnur fjallar um dreng með Asperger´s heilkenni, The Curious Incident of the Dog in the Night-Time og hin fjallar um bókhaldsbrellur. Stolen without a Gun; Confessions from inside history´s biggest accounting fraud er hrein opinberun á hvernig fjarskiptafyrirtækið MCI í Bandaríkjunum beitti ótrúlegum brellum til að halda verðgildi hlutabréfa uppi meðan stjórnendur þess unnu að því að koma fyrirtækinu í sölu. Allt stemmdi að því að hámarka arð eigendanna. Goldsmith-æfingarnar hjá Glitni gefa þeim loftfimleikum ekkert eftir.
Stjórnendur MCI höfðu erindi sem erfiði, losuðu sig við fyrirtækið í faðm WorldCom sem uppgötvaði ekki fyrr en eftir á að það hafði keypt köttinn í sekknum. Kaupverðið, $37 milljarðar reyndist 50% hærra en eignir félagsins, sem var þó snöktum skárra en verðmiði WorldCom eftir að FBI hafði farið höndum um það. Vinnubrögðin hjá WorldCom voru ekki svo ýkja frábrugðin því sem átti sér stað hjá MCI, enda byggði FBI rannsókn sína á MCI vinnunni þegar þeir tókust á við risann WorldCom; stærsta fjársvikamál sem flett hafði verið ofan af þar til Enron og undirmálslánin sprungu í andlit eigenda sinna.
WorldCom varð svo að segja gjaldþrota þegar virði þess á markaði fór úr $153 milljörðum í 6.8 en hluthafar og æðstu stjórnendur MCI gengu hins vegar frá sínu flaki með fullar hendur fjár. Starfsmenn á plani sem séð höfðu um skítverkin fengu svo nýtt hlutverk við að telja sprungurnar á innveggjum ríkisfangelsanna. Hver örlög Jóns Ásgeirs og kumpána verða er ekki gott að segja en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að þeir komist frá þessu án verulegra áverka og bókhaldið dæmist á ábyrgð skúringakonunnar.
Samkvæmið var á heimsvísu alstaðar eins; ungir hungraðir menn án samvisku:
En þá komum við að þessum skemmtilegu tilviljunum sem lífið er alltaf að skenkja okkur. Í vikunni las ég grein í DailyTelegraph sem tengdi Páskalesninguna mína svo undarlega saman, þ.e. bókhaldsbrellurnar og Asperges heilkennið. Í greininni var fjallað um náungann sem varð milljóner á undirmálslána-brellunum sem urðu fjárglæframönnum í íslensku bönkunum að falli. Það er með ólíkindum að heimurinn skuli riða til falls vegna bólu sem var hönnuð af manni sem hafði ekki grundvallarkunnáttu í viðskiptafræði og aðeins tekið einn kúrs í tölvunarfræði og það skuli vera til í þessu sama sólkerfi læknir, haldinn þeirri undarlegu hegðun sem kallast Asperger´s sem gerði honum kleift að lesa í gegnum textann á þessum banvænu skuldabréfavafningum og græða á því fúlgur fjár.
Til að skilja hvað keyrði hina djöfullegu atburðarás áfram þarf hinn almenni borgari, sem í mesta lagi hefur verið þátttakandi í þeim bókhaldsbrellum sem felast í kaupum á svartri vinnu, að lesa sig til. Óþarfi að einskorða sig við "gulldrengina" okkar því hér erum við að tala um atburði og hegðun á heimsvísu og nóg er af bókum á markaði þótt misgóðar séu. Einn fyrrverandi verðbréfasali, Michael Lewis, hefur gert það gott í bókabransanum. Hann lýsti atburðarásinni á Wall Street fyrst í bók sinni Liar´s Poker og hefur nú skrifað nýja bók um það sem leiddi til þeirra vandamála sem þjóðir heims eru nú að berjast við. Nýja bókin heitir The Big Short: Inside the Doomsday Machine og gefur, samkvæmt greinarhöfundi DT, þeirri fyrri ekkert eftir. "dómsdags maskínan" ætti því að vera bitastæðari lesning en hvítþvottabækurnar sem þátttakendurnir í íslenska samkvæminu hafa lagt á náttborð landsmanna, það er að segja ef menn vilja skilja atburðarásina.
Þeir sem vilja feta í fótspor Vilhjálms geta svo t.d. lagt sitt af mörkum til betra samfélags næst þegar þeim er boðin svört vinna.
Allt telur.
Mynd1: www.photoshelter.com
Mynd2: www.dv.is
Mynd3: www.nymag.com
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.