Leita í fréttum mbl.is

Veit blaðamaðurinn ekki hvað skáldið í höfði hans er að aðhafast

Er það kóngulóarvefurinn í kolli fréttaritara Pressunnar á Akureyri, Björns Þorlákssonar, sem flækist um heilafrumurnar svo hann greinir ekki lengur milli ímyndunarafls og veruleika? Hafa störf hans við fréttamennsku í 20 ár einkennst af þjónkun við skáldskapargyðjuna frekar en staðreyndir eða skyldi kennsla í þjóðfélagsfræðum hafa ruglað hann tímabundið í ríminu? Þessar hugleiðingar vöknuðu með mér þegar ég las sérkennilegan pistil sem "fréttaritarinn" setti á Pressusíðuna í dag.

Samkvæmt frásögn Björns viðist Birgir Guðmundsson, dósent við háskólann á Akureyri, gera sitt besta til að miðla til nemenda sinna grundvallarskilningi þess hvað telst góð blaðamennska og hvað ekki. Það er því ekki við Birgir að sakast ef nemendur hans hafa ekki einbeitingarhæfileika til að fylgja honum eftir, enda varla við því að búast að nemendur í blaðamennsku árið 2010 láti bjóða sér uppá annað eins rugl og að hlutverk blaðamanna sé að "miðli því aðeins sem varðar almannaheill". Fordæmin sem þeir hafa fyrir sér gefa varla tilefni til þess.

Björn er engin undantekning í þeim efnum og lét því hugann reika á meðan Birgir lét móðan mása. Spurningar úr heimi veruleikans (sic) flugu í gegnum hugskot Björns og fyrr en varði var hann farinn að velta fyrir sér mórölskum flækjum sem blaðamenn á Mogganum undir stjórn Davíðs stæðu frammi fyrir dag hvern. Blaðamenn Moggans eru, samkvæmt Birni, þeir einu sem standa frammi fyrir siðferðilegum álitamálum í heimi fjölmiðla á Íslandi í dag. Gott er að heyra að blaða og fréttamenn annarra miðla geta gengið til verka sinna án allra efasemda og geta þá látið, eins og Björn, gamminn geysa með góðri samvisku. 

Því verður ekki á móti mælt að gammur Björns fór hratt yfir. Frá því að spyrja móralskra spurninga eins og "Hvernig skyldu .. blaðamenn Moggans .. með Davíð (gat skeð) framan í sér .. feta þröngan stíg fagmennsku .. getur verið að siðlegt eða ekki siðlegt .. sé látið þar lönd og leið", kemst fákur huga hans á fullt flug og fyrr en varir hefur Björn komist að niðurstöðu:

"Það er vont að blaðamenn Morgunblaðsins hafi svona litla trú á sér, því  í hópi moggablaðamanna býr mikið atgervi. Ef ekki væri búið að hræða þá svo mjög til fylgispektar (ég trúi ekki að nokkur frjáls blaðamaður kjósi sjálfviljugur að vinna undir höfuðpaurum þjóðfélagssögu hvers tíma)"

 Nákvæmlega hvar blaðamenn Moggans glötuðu trúnni á sjálfan sig lætur Björn hjá  líða að útskýra, en leggur til að verkfallsaðgerðir gætu fært þeim hana aftur. Þá, skyndilega, virðist fréttaritarinn  vakna aftur til meðvitundar í norðlenska firðinum og uppgötva tilgang blaðamennsku í þágu almennings "og það sem  er meir um vert: Blaðamenn Moggans myndu uppskera virðingu. Virðingu hins sama almennings og blaðamönnum ber skylda að þjóna. Annars eru þeir ekki blaðamenn".

Maður spyr sig, getur verið að þessi rugludallur hafi getað haft ofan af fyrir sér með blaðamennsku í tuttugu ár? Já, því miður. Því þrátt fyrir góðan vilja Birgis Guðmundssonar að upplýsa, þá er þetta planið sem drjúgur hluti blaðamanna á Íslandi hefur verið á síðastliðin 20 ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þeir ríða ekki góðhestum íslensku fjölmiðlamennirnir. Ekki einu sinni bykkjum. Þeir eru  fótgangandi með slitna skó, slík er niðurlæging  og hnignun stéttarinnar.

Gústaf Níelsson, 29.3.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Því þrátt fyrir góðan vilja Birgis Guðmundssonar til að upplýsa..."

Hvað í ósköpunum er Birgir Guðmundsson að "upplýsa" ?

Hér væri gott að fá nánari skýringar.

Með góðri kveðju,

HHS

Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.3.2010 kl. 00:02

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka ykkur fyrir innlitið bæði tvö.

Hildur Helga, nú setur þú mig í nokkurn bobba. Ég hef aldrei setið í tímum hjá Birgi Guðmundssyni og ætti því ekki að fullyrða neitt um vilja hans til eins eða neins. Eina sem ég hef fyrir mér eru orð rugludallsins sem stekkur í einu skrefi frá dagdraumum í kennslustund til ályktunar án viðkomu í nokkrum rökum. Það er náttúrlega ekki burðugur brunnur til að sækja vatn í. 

Hafir þú aðra sögu að segja um kennsluhætti Birgis en Björn þessi Þorláksson, þá "pray tell".

Ég er opin fyrir öllu.

Ragnhildur Kolka, 30.3.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband