Leita í fréttum mbl.is

Hefur allt verið sagt?

Ekki aldeilis. Hver er enn að tala? Hver nema Óratorinn mikli? Enn einu sinni er Obama að hnýta endann á frumvarpið sem sagt var á lokaspretti í júlí, ágúst og október á síðasta ári. Og nú er nýr lokasprettur hafinn. Eftir 36 opinberar ræður er Obama nú í "kosningaham að mæla fyrir Heilbrigðisfrumvarpinu" eins og Sveinn Helgason segir með aðdáun í röddinni í pistli sínum á RÚV. 

Til að afla málstaðnum fylgi eru tryggingarfélögin rægð þótt sýnt hafi verið fram á að þau eru ekki að taka arð út úr rekstrinum. Atkvæði þingmanna eru keypt: 100 milljón dollara hér, 300 þar og nú er götustrákurinn í Hvítahúsinu, Rahm, að beita slímtækninni á þingmenn demókrata sem treysta sér ekki til að styðja frumvarpið. Rahm Emmanuel eltir þá upp í sturtunni ef ekki vill betur til eins og þessi fyrirsögn úr RealClearPolitics ber  með sér:

Nude Rahm Emanuel Told Massa He "Better Vote With The President"

  

Umbæturnar

En þrátt fyrir allar þessa ræður er BO ekki að ná til fólksins. Fólksins sem veit að það kostar að koma slíku kerfi á, þ.e. minnst $500 milljarða í auka sköttum. Veit að klipið verður af tryggingakerfi eldri borgara, Medicare prógramminu aðrir $500 milljarðar. Því venjulegt fólk gerir sér grein fyrir að þessir þúsund milljarðar verða sóttir í þeirra vasa.

Andstætt vonum Sveins er Obama ekki að gera það svo gott. Nýjasta könnun Rasmussen er nú í þriðja sinn á innan við þremur mánuðum að sýna vinsældarstuðul forsetans í -21. Aðeins 22% líklegra kjósenda segjast mjög ánægðir með frammistöðu hans, 43% eru afspyrnu óánægðir. obama_approval_index_10_3_2010

 Töfraljóminn sem hvíldi á Obama hefur glatað lit sínum. Gamli fréttasnápurinn Dan Rather er ekki eins ginkeyptur fyrir glansmyndinni og Sveinn, Rather sagði í viðtali á MSNBC um aðfarir Obama við að keyra heilbrigðisfrumvarpið ofan í þjóðina að hann "gæti ekki selt vatnsmelónur í vegkantinum þótt vegalöggan stoppaði alla umferð fyrir hann". Rather þurfti reyndar að bakka svolítið með  myndlíkinguna, því einhverjum þótti sem rasískt bragð væri af vatnsmelónunni, en hann var alveg til í að leita á náðir annarra myndlíkinga ef þess væri krafist.

Eins og könnun Rasmussen sýnir er Kananum ekki skemmt? Ekki aldeilis. Ræður Obama eru ekki lengur að skila áhangendum og það á ekki bara við um BNA, Chris Ayres á blaðinu hennar Hildar Helgu lýsir lamandilúnum maraþonfundi um frumvarpið með fyrirsögninni "Try to stay awake: the President has a healthcare Bill to pass". Og var þó Ayres frekar jákvæður í umsögn sinni um þennan sjö tíma píslarbekk sem forsetinn lagði þjóð sína á.

Spurningin í dag er: hve mikið fækkar hinum MJÖG ÁNÆGÐU áður en forsetinn áttar sig á það er ekki lengur hægt að keyra málið í gegn með hótunum eða mútum? Margir þingmenn demókrata sjá sína sæng útbreidda og hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum í haust. Mörgum verður eflaust slátrað, en Obama heldur ótrauður áfram, rétt eins og bíllinn hans Ómars Ragnarssonar sem rúllaði á einu hjóli "en áfram skröltir hann þó".   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband