28.2.2010 | 12:01
The Case of the Missing Choir
Í gær urðu ákveðin þáttaskil í ævi minni, þegar ég útskrifaðist með meistaragráðu í líf og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Ég var þarna í fríðum flokki "framtíðar" Íslands og ekki ein úr bloggheimum, því bloggvinur minn og Húnvetningurinn Hjörtur Jónas Guðmundsson var þarna í sömu erindagerðum, þ.e. að taka við prófskírteini og er hann nú "legit" sagnfræðingur. Barátta hans fyrir sjálfstæði íslenskrar þjóðar hafði borið hann nokkuð af leið bóknámsins. Ég óska honum til hamingju með áfangann.
Mikil breyting hefur orðið á framkvæmd athafnarinnir síðan ég stóð þar síðast á sviði (2003) og má eflaust rekja þessa breytingu til aukinnar áherslu skólans á fjölþjóðleg samskipti. Frá því að vera hátíðleg en nokkuð þunglamaleg athöfn, hefur nú verið skipt um gír og er nú öllu snaggaralegri svo ekki sé minnst á lita-showið sem nú ræður ríkjum. Minnti það helst á kjötkveðjuhátíð í Rio þegar forsetar fræðasviða og deilda gengu uppá sviðið sveipaðir litskrúðugum treflum, sem með réttu hefðu átt að kalla á heimsókn á sólbaðsstofu og nokkrar stélfjaðrir. Rektor einn hélt sínum hátíðleika.
En það var fleira óhefðbundið við þessa athöfn. Undir lok ræðu rektors varð vart við ókyrrð á sviðinu, sendiboði válegra tíðinda bar stallara rektors einhver boð sem leiddi til skyndifundar hirðmanna við útgöngudyrnar. Að lokinni ræðu rektors kom svo stallarinn í pontu og upplýsti salinn að sá voveiflegi atburður hefði gerst að Háskólakórinn hefði ekki skilað sér í hús. Virtist sem hann hefði gufað upp, því engin útskýring kom á hvarfinu. Helst dettur mér í hug að kórinn hafi lent í sömu uppákomu og ég við að komast á staðinn án þess að hafa haft sömu fyrirhyggju. Í mínu besta pússi þurfti ég nefnilega að moka bílinn minn út úr skafli og gerði það með nokkrum tilþrifum. En að fenginni reynslu ferðast ég alltaf með kúst og skóflu á vetrum. Það hjálpar heilmikið þegar sumardekkin halda að þau séu heilsársdekk.
En nú voru góð ráð dýr. Enginn kór og virtist því vera um snautlegan endir á herlegheitunum að ræða. En háskólamönnum er ýmislegt til listar lagt og var brugðið á það þjóðlega ráð að láta gesti bara skemmta sér sjálfum. Forsöngvari var fenginn úr hópi deildarstjóra og söng allur salurinn Ísland ögrum skorið, ekki einu sinni heldur tvisvar, svo undir tók. Mér sýndist flestir bara ánægðir með þau endalok. En hafi einhver fregnir af kórnum væri gaman ef viðkomandi léti vita. Ég skal koma með skófluna.
Svona leit kórinn út síðast þegar sást til hans.
Myndin er fengin að láni frá Arnbirni Eiríkssyni á Stafnesi og er frá útskrift dóttur hans sumarið 2009.
Mynd1: HÍ
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Óska þér til hamingju Ragnhildur Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2010 kl. 14:36
Þakka kveðjuna, Gunnar.
Ragnhildur Kolka, 28.2.2010 kl. 14:43
Til hamingju Ragnhildur og takk fyrir mig :) Nú er það meisraranám í alþjóðasamskiptum við HÍ.
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.2.2010 kl. 16:25
Sæll Hjörtur, ég veit þú gerir það gott þar eins og annars staðar.
Ragnhildur Kolka, 28.2.2010 kl. 16:34
Hjartanlega til hamingju með útskriftina. Verðmæti landins eykst við þetta.
Gaman að heyra af Hirti líka...þið eruð frábærir málssvarar sjálfstæðis landins okkar.
Haraldur Baldursson, 28.2.2010 kl. 21:38
Þakka þér fyrir kveðjuna og innlitið, Haraldur.
Ragnhildur Kolka, 28.2.2010 kl. 22:51
Innilega til hamingju með gráðuna, Ragnhildur.
Skemmtileg lýsing á snjómokstrinum
Kolbrún Hilmars, 3.3.2010 kl. 13:20
Þakka kveðjuna, Kolbrún og þú mátt trúa mér að ég er liðtæk með skófluna.
Ragnhildur Kolka, 3.3.2010 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.