Leita í fréttum mbl.is

Styttur bæjarins

Þessi teikning hefur ekkert að gera með þessa færslu. Ég vildi bara gleðja bloggvini mína sem eru tilbúnir að berjast fyrir krónuna og gegn evru og ESB aðild til síðasta blóðdropa. Það eru fleiri farnir að gera sér grein fyrir að ekki er allt sem sýnist í evrulandi. Eldar loga víða.

 

Eu economy

Og nú eru jólin búin.

Næst á dagsskrá er kvenleg framtakssemi.

Í vikunni voru allir fjölmiðlar landsins uppljómaðir af samningi SA, sem snýr að því að tryggja konum sæti í stjórnum fyrirtækja ekki síðar enn sautjánhundruð og súrkál. Þá vitum við að eftir útrásarfylliríið hefur SA gefið upp vonina um að reka fyrirtæki á grundvelli hagnaðar, svo ekki sé minnst á að velja hæfasta einstaklinginn til verksins. Nú skal pólitísk rétthugsun ráða og látið er undan háværum kröfum um "jafnrétti" með því að  raða á stólana samkvæmt líffræðilegum breytileika.

Og hvenær skyldi svo röðin koma að samkynhneigðum, lituðum, fötluðum og rétttrúuðum?

En þetta er útúrdúr og hefur heldur ekkert með efni færslunnar að gera. Færslan snýst um þrjár greinar sem birtust í Mogganum, Fréttablaðinu og á AlbertPressunni, í þessari röð og sú nýjast birtist í dag, þegar knattspyrnusambandið kynnti afhjúpun styttu til heiðurs Alberti Guðmundssyni, sem fyrstur Íslendinga lagðist í víking á svið fótfimi og gerðist atvinnumaður í grein sinni.

Kudos fyrir knattspyrnusambandið og Albert.

Í lok janúar var tilkynnt um úrslit samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar um styttu af Tómasi Guðmundssyni, betur þekkur sem borgarskálið okkar. Styttunni er ætlaður staður í Hljómskálagarði Tómas Höllu Gunnarsdótturþar sem skáldið hvílir lúin bein og horfir innávið, hugsanlega í leit að skáldagyðjunni sem fyrst kvaddi dyra hjá honum í skólanum handan Tjarnarinnar.

Það hefur tekið langan tíma fyrir Reykjavíkurborg að koma sér niður á verk sem gæti túlkað afstöðu borgarbúa til þessa ástkæra skálds. Þetta verk vekur sömu notalegu tilfinninguna sem ljóð skáldsins vöktu og vekja enn í brjóstum þeirra sem gefa sér tíma til að staldra við ljóð Tómasar.

En ekki hafði tilkynning um niðurstöðu samkeppninnar fyrr verið kynnt en Fréttablaðið birti grein frá sköruglegum skáldkonum, sem telja sig sviknar af því borgin hefur ekki heiðrað minningu skáldkonunnar Svövu Jakobsdóttur, eins og þær höfðu óskað efir. Svo sannarlega á Svava skilið að stytta verði gerð til að heiðra minningu hennar, en framtaksemi þessara ágætu kvenna sem allar kunna að koma fyrir sig orði er ekki upp á marga fiska. Kvörtun skáldkvennanna byggir á því að þær hafi óskað eftir við borgina árið 2006 að slíkri styttu yrði komið fyrir í borgarlandinu, en borgin síðan ákveðið í einhverjum "blossheitum" bríma að reisa styttu af Tómasi Guðmundssyni í staðinn.

Það merkilega við þessa grein skáldkvennanna er að hinn frjói andi skáldagyðjunnar skyldi ekki hafa blásið þeim í brjóst hugmynd um að bretta bara upp ermar; hefja söfnun, halda ljóðakvöld, lesa úr bókum sínum á kaffihúsum með viðeigandi betliskál (engin móðgun í því) eða bara slá í púkk og greiða fyrir minnisvarðann sjálfar. Ég myndi fús leggja mitt af mörkum til að heiðra Svöfu enda á hún það margfalt skilið, þó ekki væri fyrir annað en halda uppi vörnum fyrir Jónas Hallgrímsson og Grasaferð hans, þegar femínisminn ætlaði að leggja hann á klofbragði. En þar fyrir utan var Svava eitt af okkar allra bestu skáldum og fyrir það á hún allan heiður skilið

svava

Þessar bréfaskriftir kvenlegra skálda sýna að aðferðafræði skapandi hugsunar nær aðeins að buddu annarra. Eigið framlag er ekkert. Svekktar og sárar senda þær borginni tóninn af því að fjögur ár, eitt bréf og tvær greinar hafa ekki borið þann árangur sem þær ætluðu.  Síðastliðið haust skráði ég mig á lista hjá framtaksömu fólki sem vildi reisa styttu til minningar Icesave-ánauðinni svo menn gætu um ókomna tíð vitað hverjir stóðu að því að hneppa æsku þessa lands í ánauð. Þar var ekkert bænaskjal til borgarinnar, ekkert víl og volæði, aðeins vilji til að framkvæma.

SA ætti frekar að leita eftir stjórnarmönnum í fyrirtæki sín í þessum hópi, sé þeim á annað borð í mun að reka þau á arðbæran hátt. Fólk sem er tilbúið að taka á sig erfiðið í stað þess að ætla öðrum að kosta óskir sínar.

Það er eitthvað svo ótrúlega 2007.

 

Mynd1: www.tounhall.com

Mynd2: http://myndasafn.ksi.is

Mynd3: www.silfuregils.eyjan.is

Mynd4:  www.dr.dk/Kultur/Forfatteratlas/Atlas/Forfatt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband