10.2.2010 | 23:35
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en......
Að eiga og tapa
Þetta glaðbeitta skilti birtist á mánudaginn var við þjóðveg í útjaðri smábæjarins Wyoming í Minnesota. Mikil leynd virtist hvíla á uppsetningu þess og vildi í fyrstu enginn kannaðist við hver hefði komið því fyrir. Það var ekki fyrr en skiltið hafði birst á öllum sjónvarpsstöðvum og fjölmiðlum Bandaríkjanna sem snápar komust að því að samtök smáfyrirtækja í grenndinni hefðu borgað fyrir uppsetninguna. Eigendur þessara fyrirtækja voru að mótmæla aðgerðaleysi Obama í atvinnumálum.
Ekki leið sólarhringurinn áður en fyrirtæki um gervöll BNA höfðu gert sér grein fyrir auglýsingagildinu sem þetta skilti á sléttunni bar í sér og nú má kaupa T-boli, tölvutöskur, tóbaksdósir og innkaupatuðrur með mynd af Bush og áminningunni sem smájöfrarnir í MN sendu forseta sínum. Húmorinn sem í skiltinu felst fer þó framhjá þessum 10-12% landsmanna sem enn trúa á frelsarann Barack Obama sem á að færa þeim frið og alsælu, enda bjargföst trú þeirra að hann geti leikið listir forvera síns og gengið á vatni. En smáviðskiptin þola ekki bið, þeir sem þau stunda kæra sig ekki um trillekunster. Þeir þurfa að borga laun og reikninga og sjá fjölskyldum sínum farborða. Félagsmálafulltrúinn í Hvíta húsinu gefur lítið fyrir það enda líkt og Jóhanna og Steingrímur Joð heldur hann að ríkið standi undir velferðinni .
Joe the Plummer reyndi að rétta þann kúrs, en var úthrópaður fyrir að trúa á ameríska drauminn. Að eignast sitt eigið fyrirtæki, skapa störf og afurð sem aðrir vildu kaupa. Þessi smellna auglýsing varpar nú ljósi á stöðu almennra borgara sem taka á sig sífellt auknar byrðar skatta svo félagsmálafulltrúinn geti fjölgað opinberum störfum og lagt á ráðinn um enn fleiri.
Húmorinn sem þarna birtist er banvænn. Hann er sama eðlis og rússneski almúginn beitti fyrir sig gegn kommúnískum kúgurum sínum og sem slíkur hættulegur hinni húmorslausu sjálfumgleði sem telur sig alltaf vita hvað öðrum er fyrir bestu.
Smáfirmarekendur ættu þó að vera varir um sig. Þessa dagana er hið ameríska geðlæknafélag að sammælast um endurbætur á sjúkdómsgreininga handbók sinni. Meðal tillagna sem nú liggja fyrir varðandi börn og unglinga er "vanstilling með eirðarleysi" áður þekkt sem uppvöðslusemi eða frekja, "geðrofsáhættu heilkenni" áður kallað einþykkni eða unglingaveiki, en fullvaxta glæsibringur geta fengið á sig stimpil fyrir að vera of kært til kvenna og teljast þá haldnir "ofvirkri æxlunarfýsn". Þetta flokkaðist áður undir heilbrigða kynhvöt og stuðlaði þá að viðhaldi mannkynsins.
Hver veit nema spaugsemi sú sem birtist á skiltinu gæti jafnvel endað í handbók-til-greiningar-geðrænna-kvilla undir heitinu "hvatvís skopskynstruflun".
Mynd1: www.newsmax.com
Mynd2: www.cafepress.com
Mynd3: www.pegasusnews.com
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Það er léttara að gefa loforð en að efna þau.. En auglýsingin er ansi góð og ádeilan hörð...
Það sama á við hérna heima....núverandi ríkisstjórn sem málar sig jú sem Noræna velferða misskilur sína köllun verulega, því þau telja greinilega að í þessari velferð felist eingöngu skattlagning og það án þjónustunnar. Sumir minna orðmildir en ég mundu efalaust kalla þetta hræsni.
Haraldur Baldursson, 11.2.2010 kl. 16:31
Já, Haraldur, loforð geta verið ódýr eins og þú segir, því velferð er ekki eitthvað sem verður til í stjórnarráðinu.
Velferð verður til þegar atvinnulífið er nægilega stöndugt til að bera velferðina uppi. Þess vegna þjarmar hin áhættufælna íslenska VELFERÐARSTJÓRNIN nú að öryrkjum og öldruðum. Velferðin hrundi þegar velferðarstjórnin tók völdin.
Margumrædd skjaldborg stendur nú aðeins vörð um gagnslausa stjórnmálaskussa sem láta sem heimilin séu þeim óviðkomandi.
Þakka þér innlitið og láttu ekki gott uppeldi hafa af þér ánægjuna að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Ragnhildur Kolka, 11.2.2010 kl. 19:17
Sammál þér Ragnhildur eins og nánast alltaf....
Ég hef dvalið með hugann við valddreifinguna og framkvæmd hennar svo lengi að ég færði það loks í mál í kvöld : http://haddi9001.blog.is/blog/haddi9001/entry/1017396/ Þú fyrirgefur mér þó ég skelli inn tilvísiun hjá þér :-)
Haraldur Baldursson, 11.2.2010 kl. 23:11
Þakka innlitið, Haraldur. Ég geri enga kröfu til að allir séu sammála mér.
Hver og einn bloggvina minna hefur eitthvað í sínum málflutningi sem mér líkar og svo annað sem mér líkar miður. Aðeins þegar menn halda sig við eitt málefni, sem ég get stutt heilshugar, get ég sagt að ég sé alltaf sammála. En það eru ekki margir sem geta spilað slíkan einleik. Mannskepnan er bara ekki þannig og eins gott, því þetta er það sem gerir okkur að einstaklingum.
Vertu ávallt velkomin á síðuna mína.
Ragnhildur Kolka, 13.2.2010 kl. 13:53
Forsetar USA eru skemmtileg hjörð....Stöð 2 hefur verið að sýna þætti um John Adams. Gríðarlega vandaðir þættir og fræðandi. Samsvörun okkar stöðu og USA í árdaga eru merkilega líkir...sjálfstæðis og efnahagsbarátta. Í síðasta þætti sat John Adams fyrir framan Hollenska fjármálamenn, sem ekki vildu lána USA peninga, því þeir höfðu ekki lánstraust....samlíkingarnar við okkur í dag eru svo miklir að það sláandi. Ég mæli með því við hvern þann sem hefur áksrift að horfa á þættina.
Haraldur Baldursson, 13.2.2010 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.