Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.2.2008 | 11:07
OR á "autopilot"
Ótrúlegt að fylgjast með fréttum og bloggi þessa dagana. Skýrslan um REI-málið komin út og allir vita núna hvernig hún hefði átt að vera. Hún sé ekkert annað en yfirklór, því "hér eru menn bara að rannsaka sjálfa sig". Þegar "stýrihópurinn" (hvað sem það nú merkir) var settur á fót, heyrðist ekkert í upphrópurunum. Stýrihópurinn átti, nefnilega, að fletta ofan af sukki sjálfstæðismanna svo eftir væri tekið. En hvað gerðist? Tókst Svandísi ekki að framfylgja heitstrengingum sínum um að "róa umræðuna". Jú, svo sannarlega. Engan heyrði ég kvarta undan því. En það sem gerðist var að hinn blóðþyrsti skríll af ráðhússpöllunum fékk ekki "aftöku í beinni". Ekki var tekið undir kjörorðin "Blóð skal renna".
Kannski komst stýrihópurinn að því að málið var ekki eins einfalt og látið var að liggja. Vissulega voru mistök gerð í REI-málinu og þar er hlutur Vilhjálms ekki lítill, en á enginn annar sök? Hverjir greiddu atkvæði með óskapnaðinum á sínum tíma? Ekki bara sjálfstæðismenn og Framsókn í stjórn OR. Nei, Samfylkingin greiddi þessu atkvæði og var ólm í að komast í útrás með fjármuni almennings. Og Össur á þönum um heiminn með Ólafi Ragnari að veðsetja íslensk orkufyrirtæki í almennigs eign.
Á þessum tíma kærði Samfylkingin sig kollótta um hvaða upplýsingar lægju fyrir um samruna opinbers fjármagns við glæfraleg fjárfestingarfyrirtæki. Svandís Svavarsdóttir hefði ekki fengið neinn stuðning frá samfylkingarmönnum til að ógilda þá samninga sem fyrir lágu. Þeir voru hins vega til í að þiggja valdastóla þegar það bauðst. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sprakk vegna þess að sexmenningarnir í Sjálfstæðisflokknum sættu sig ekki við upplýsingaskortinn og afbakanirnar. Heilindin voru þeirra megin.
En hvað varðar skýrslu stýrihópsins, þá varð hún kannski til þess að menn fóru að skoða í eigin barm. Sjálfstýringin sem sett hafði verið af stað í OR varð nefnilega ekki til í tengslum við REI. Þar spilaði R-listinn stóra rullu og afdrifaríka. Það sem gerðist síðsumars og haustið 2007 má rekja beint til R-listans. R-listinn keypti valdastóla sína dýru verði. Fyrir 12 ára setu gáfu þeir Alfreð Þorsteinssyni frjálsar hendur við að koma óskapnaðinum á koppinn og halda honum á floti. Einræði Alfreðs í OR má líkja við vinnubrögð víðkunnra samtaka sunnar úr álfunni. Björn Ingi tók við keflinu af Alfreð og tryggði honu áframhaldandi áhrif í fyrirtækinu.
Þar til R-listinn komst til valda voru orkufyrirtæki Reykvíkinga í þjónustu borgarbúa. Stórveldisdraumar Alfreðs leiddu til OR-báknsins og settu embættismenn fyrirtækisins á "autopilot". Síðan þá hafa hagsmunir borgarbúa setið á hakanum. Eru kannski allir búnir að gleyma hitavatnshækkununum í sumarhlýindunum þarna um árið. Það var einmitt þegar breiða þurfti yfir Línu-net hneykslið og draga athygli frá risarækjuævintýrinu sem nú hefur sungið sitt síðasta.
Ekki er að efa að skoðun stýrihópsins á málefnum OR hafi leitt mönnum fyrir sjónir að þetta stjórnlausa skrímsli sem fyrirtækið var orðið, varð ekki til á nokkrum vikum eða mánuðum. Það var afrakstur eins manns mikilmennskudrauma og afskiptaleysis 7 borgarfulltrúa R-listans, sem voru tilbúnir að gefa allt fyrir valdastóla. Þetta hafa bæði Samfylking og Vinstri græn þurft að horfast í augu við, þegar málin voru skoðuð ofan í kjölinn. Því er skýrslan ekki ádeiluplagg heldur áætlun um að taka á vandanum og gera betur.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.