Leita í fréttum mbl.is

Davíð hélt ræðu og allir hafa skoðun

Menn hafa misjafnar aðferðir við að gera upp hlutina. Dómar um ræðu Davíðs eru nú felldir á hverju bloggi. Flestir sem þar tjá sig hafa aldrei greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði og má vera að dómarnir litist af þeirri staðreynd. Dómararnir hafa lítið haft út á ræður formanna sinna hjá SF og VG að setja. Minnis og meðvitundarleysi formanna þessara flokka þykir svo sjálfsagt. Siðvitund þeirra er ekki raskað fyrr en atvinnulaus öldungur hefur upp raust sína á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Þá vita allir hvað er rétt og hvað er rangt. En spyrja má: sagði Davíð ekki satt frá, fór hann ekki vítt yfir völlinn, gagnrýndi hann ekki sinn eigin flokk jafnt sem aðra flokka?  Undan hverju kvarta menn? Presturinn sem flutti mér sunnudagshugvekjuna í morgunn ræddi einmitt um að ekki dygði að gagnrýna aðeins annarra verk menn ættu líka að líta inn á við. Eru allir að gera það eða bara Sjálfstæðismenn?

Flestir sem tjá sig á blogginu hneykslast á því að Davíð skuli hæðast að alvarlegum sjúkdómi. Mér er næst að halda að aðeins stafrófið sé kennt hér í skólum og lestrarkunnátta sé enn metin með skeiðklukku, svo lítill skilningur virðist vera í þjóðfélaginu á merkingu orða. Önnur skynfæri, eins og heyrn virðast ekki geta bætt skaðanna. Merkingarauki orða er enginn og húmorískur skilningur á samlíkingum minni en það. Enginn sem hneykslast á Alzheimer-líkingunni sér neitt athugavert við að settur embættismaður ljúgi upp í opið geðið á fólkinu sem hann á að þjóna. Þeir tóku ekki einu sinni eftir því að hann laug.

Lestrarvandi þjóðarinnar eins og hann birtist á blogginu kemur einnig í ljós í samlíkingunni við krossfestingu Krists. Af stað fer hersingin og hrópar "Davíð heldur sig vera Jesú Krist". Gagn og gamanliðið er strax komið á kreik og tekur ekkert eftir því að Davíð snéri við formerkjunum. Ekki minnist ég þess að hneykslunaralda færi um bloggið, þegar "hinn smurði" Obama var til umfjöllunar. Öllum fannst sjálfsagt að hann gengi á vatni og ekkert rugl með formerki í þeim fréttaflutning. 

Flokksbrodda VG og SF hafa haldið þing sem RÚV hefur dyggilega reynt að vekja athygli á. Þó virðist enginn hafa áhuga á ræðum sem þar eru haldnar. Voru þessar ræður bara fluttar fyrir klappkór og sætafyllur. Hefur meðvitundarleysið sem Ingibjörg Sólrún lýsir hjá Samfylkinguna ekkert lagast? Meðvitundarleysi sem var svo algert að jafnvel krúnudjásn Ingibjargar á afrekaskránni, Borgarnesræðan, hvarf í orðagjálfri ræðunnar. Eða mundi hún ekki einu sinni eftir henni sjálf. Þyrnirósarsvefn SF liggur enn yfir bloggurunum og ræðan jafn lýgileg og lítilfjörleg og þegar hún var haldin. Ekki skrítið þótt samfylkingarfólk vilji gleyma.

En allir vilja tjá sig um orð Davíðs varðandi Vilhjálm Egilsson og það hyldýpisrof sem það á að hafa valdið milli fyrrverandi formanna. Einn bloggari kallaði þetta móðgun við flokkinn. Sá hinn sami styður VG og skilur því ekki að skoðanaskipti eru leyfð í Sjálfstæðisflokknum. Rétt eins og Davíð getur sett fram gagnrýni á verk Vilhjálms, þá getur Geir varið að hafa sett kauða til verksins. Það hefði þótt óeðlilegt á vettvangii flokksins hefði Geir ekki tekið upp hanskann fyrir Vilhjálm. Og hvað með hræbloggarana sem vomað hafa yfir fórnarlambinu Vilhjálmi. Ekki gat Geir skilið þá eftir verklausa?

Það eru ekki bara ræður foringja vinstriflokkanna sem liggja óbættar hjá garði. Enginn man lengur eftir baráttuljóninu Steingrími J. í orrahríðinni gegn hinu ógnvekjandi skrímsli Devil Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Enginn man lengur að ein helsta röksemd hans gegn fyrrverandi ríkisstjórn var þrælasamningurinn við AGS. Nú er ST.J helsti vörslumaður þess samnings og ekki bara raddir FÓLKSINS þagnaðar heldur líka allur bloggheimurinn sem nú eys úr skálum reiðinnar vegna þess að flokkur sem það ætlar ekki að kjósa heldur landsfund. Það veitir kannski ekki af þögninni svo Steingrímur geti heyrt skilaboðin frá sínum nýju yfirboðurum í Noregi.

Þetta er nefnilega allt svo LÝÐRÆÐISLEGT.

 

Nú eftir alvöru formannskjör og lokaræðu hins nýja formanns hefst ný hrina á blogginu. Cry your eyes out.

Ég óska hins vegar Bjarna Benediktssyni til hamingju og vona an vegur hans verði sem stærstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er íhugunarverður pistill. Lestrarkunnáttan sjálf er sennilega nógu góð en það er eins og þetta fólk hafi aldrei lært að hugsa rökrétt. Það lepur hver óhróðurinn úr annars munni gagnrýnislaust og þegar vitleysurnar hafa verið endurteknar nógu oft eru þær hafnar á stall eins og einhver eilíf sannindi. Svo snúa menn blygðunarlaust út úr einfaldri ræðu og sjá andskotann í hverju horni. Er það skólakerfið sem hefur brugðist þessu fólki svona illilega eða er það bara svona illa gefið af náttúrunnar hendi? Eða: er það kannski bara komið með Alzheimer?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Kristján P Sigurðsson

Er Sjalfstæðisflokksfólki sjálfrátt ?

Það virðist alla vega ekki sjálfráða

Kristján P Sigurðsson, 30.3.2009 kl. 08:56

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skal ekki segja, Baldur, hvort lestrarkunnáttunni einn sé um að kenna, tel að hugsanlega komi rökleysan inn vegna misþroska snemma í þroskaferlinu. Það er ekki á mínu sviði svo ég læt öðrum eftir að dæma.

En Krisján P. leggur hér fram ágætt dæmi um in medias res, sem hvorki má finna haus né sporð á.

Ragnhildur Kolka, 30.3.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband