Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Tveggja tungna Gosinn

Halldór nær tvítyngi gosans frábærlega og

Two tongue Steingrimur

Grímur Gosi bregst ekki frekar en fyrri daginn. Fyrst selur hann Ísland fyrir ráðherrastól og nú vill hann fara að borga með landsölunni. Icesave á að tryggja inngöngu Íslands í ESB og Grímur liggur nú á hnjánum fyrir framan sjálfstæðismenn og grátbiður þá um að framlengja sitt pólitíska líf. Hann telur það:

"yfirgengilegt ábyrgðarleysi ef Sjálfstæðisflokkurinn hleypur undan ábyrgð"

og það eftir að honum, Grími Gosa, hafi verið "falið" að "bjarga" málunum. Rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt blessun sína yfir þennan frústreraða kommatitti til að leiða Íslendinga út úr þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir.

Tvisvar í dag hef ég heyrt Gosa bera þetta bænaskjal upp við undirleik ESB-kórsins á RÚV.

Getur verið að engum nema mér finnast það yfirgengilega hlægilegt  að hlusta síðan á fréttina sem fylgir strax á eftir, þ. s. næstráðandi í flokki Gosa lýsir því yfir að hann telji að fara þurfi rækilega yfir þetta Icesave mál. Í fréttinni lýsir Ögmundur Jónasson því yfir að hann hafi ekki gert upp hug sinn varðandi stuðning við málið. Hverjir "fólu" Gosa að "bjarga" málum ef næstráðandi í flokknum er tvístígandi í stuðningi við FORINGJANN? 

Væri ekki nær fyrir Grím Gosa að tryggja sér stuðning sinna eigin flokksmanna við "björgunaraðgerðir" sínar áður en hann leggst í smalamennsku hjá öðrum flokkum?

  


Í boði skattborgaranna

Postularnir tólf

Viltu skoða þig um í Ástralíu án þess að borga fyrir það? Gista á 5 stjörnu hótelum, sækja sýningu á La Traviata í nafntoguðu óperuhúsinu í Sydney og njóta síðan veitinga á lúxus snekkju á siglingu um flóann á meðan geislar kvöldsólarinnar baða hafflötinn. Til endurgjalds þarftu aðeins að leggja á þig nokkrar heimsóknir á vínræktarbúgarða, svolgra dálítið af heimabrugginu, fræðast um framleiðsluna og eiga uppbyggilegar samræður um gildi skrúftappa á vínuppskeruna. 

Ferðina þarf ekki að gefa upp til skatts, engar kvittanir þarf að sýna og ekki þarf að greiða skatt af fríðindum. Skattborgararnir sjá um allt.

Nokkur hópur Íslendinga hefur komið auga á kostina sem búa í þessu einstæða tilboði. flestir tilheyra þeir Samfylkingunni, þótt einhverjir utanbúðarmenn hafi nú slæðst í hópinn. Allt sem þú þarft að gera er að ganga í Evrópusambandið og ná kosningu til Evrópuþingsins. Þegar þangað er komið bíða þín fríir farseðlar um allan heim. Muna bara að koma sér í réttu nefndina. 

Vegna takmarkaðs aðgangs að fréttum á vinnutíma fóru boðaðar yfirlýsingar norrænu forsætisráðherranna sem mættu á einkaþotum á Egilsstaðaflugvöll, um sameiginlega ályktun í umhverfismálum, gersamlega framhjá mér. Það hefði verið fróðlegt að heyra hvaða markmið þessir mætu menn leggja áherslu á núna. Áhyggjum af loftslagsmálum deila þeir víst með félögum sínum í ESB, sem ályktað hafa um að dregið skuli úr losun skaðlegra efna í Evrópulöndum um 20-30% frá því sem losað var 1990 og þetta skal vera komið til framkvæmda fyrir 2020. Þeir eru spaugsamir þarna í ESB.

Evrópuþingmennirnir (MEP) sem fjölmenna til Ástralíu annað hvert ár, svo ekki sé minnst á "delagasjónirnar" sem fara reglulega til Seychelleyja til að kynna sér "landrofsvandamálin" sem þarlendir standa frammi fyrir eða 67 manna nefndina sem fór til Barbados að kynna sér hvernig draga megi úr fátækt í heiminum, og þá ekki síður þingmannanefndirnar sem leggja á sig langflug til Nýja Sjálands, Malí, Kína, Perú eða Chile til að rækta vináttutengsl við kollega sína sem hvorki komast lönd né strönd, því skattborgararnir eru of blankir til að greiða fyrir lúxusinn. Þessir fórnfúsu þingmenn hafa svo miklar áhyggjur af loftslagsmálum að þeir mega ekki vatni halda.

Þótt ESB hafi ekki fyrir því að halda utan um kostnað þingmanna í þessum "vettvangsferðum" (sem birtist meðal annars í því að reikningar sambandsins hafa ekki fengist uppáskrifaðir í 14 ár), þá eru alltaf einhverjir nöldurpúkar sem leggjast svo lágt að snuðra í fundargerðum og skýrslum þingsins. Open Europeer félagsskapur sem tekur reglulega saman ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir almenning sem vill vera meðvitaður en hefur ekki aðgang að öðrum upplýsingum en þeim sem áróðursmaskínur ríkisstjórna og fjölmiðla bjóða uppá. Nýlega birti OE skýrslu um flugmílur þingmannanna sem hlýtur að vekja athygli þó ekki væri nema fyrir þrálátt hjakk þessara umhverfispostula um loftslagsógnina.

Ef þessi skýrsla er skoðuð má með góðu móti komast að þeirri niðurstöðu að MEP-liðið, og þar með taldir þessir ágætu einkaþoturáðherrar sem mættu á Egilsstaðaflugvöll, séu mesta ógnin sem steðjar að í þessum loftslagsmálum. Á árum 2004 - 2008 flaug MEP-gengið litlar 10 milljón flugmílur á kostnað skattgreiðenda sinna. Þetta jafngildir 20 ferðum til tunglsins og til baka. Dágóð dagleið það. En fyrir þá sem ekki eru kunnugir tunglferðalögum, en láta sér nægja að keyra í kaupstað eða verða sér út um vitneskju um heiminn í sjónvarpinu hans Davids Attenborough, þá jafngilda þessar flugferðir 400 hringjum umhverfis hnöttinn sem við búum á og skilja eftir kolvetnisfótspor sem metið er á 3.500 tonn af CO2. Þetta er náttúrlega bara brot af því CO2 sem losað var þegar hinn umhverfisvæni forseti BNA, Barack Obama, var svarinn ínn í embætti og enginn treystir sér til að giska á flugmílurnar hans Al Gore. En þegar guðirnir tala krjúpa átrúendurnirog fórnirnar færa skattgreiðendurnir. 

Það má vel spyrja hvaða erindi hjarðir "umhverfissinnaðra" MEPa eiga inn í frumbyggjabyggðir Ástralíu, Asíu og Suður Ameríku? Hvort umhverfisáhuginn þurfi endilega að vega svona þungt í buddum skattborgara og hvort loftslagsmálum væri ekki betur komið ef þeir sinntu bara vinnunni sinni heima?

Það má líka spyrja hvort skattborgararnir væru ekki betur settir ef þeir losuðu sig við þessar sjálftöku afætur og sæju um sín mál sjálfir.


Norðurlöndin koma sér saman um stefnu í loftslagsmálum!

"Vilja Norðurlöndin stefna á að minnka útblástur skaðlegra efna og setja ákveðna losunarkvóta" segir á fréttavef mbl.is

Á visir.is les maður að forsætisráðherrar Norðurlanda hafi mætt til leiks á Egilsstaði í dag. Í fréttinni segir ennfremur:

 "Það var um þrjúleytið sem einkaþotur ráðherranna lentu hver af annarri á Egilsstaðaflugvelli frá hinum Norðurlöndunum en áður hafði Jóhanna Sigurðardóttir komið með áætlunarflugi til Austurlands".

Þá er ekki minnst á hvernig Halldór Ásgrímsson mætti á fundinn, en varla hefur hann komið á hjóli.

Þessi örstuttu fréttaskot segja allt sem segja þarf um hug ráðamanna á Norðurlöndum til umhverfismála. Væri betra að menn ösluðu um í forinni og létu sem þeir sæju hana ekki, en að bjóða fólki upp á þessa hræsnisslepju.

Loftslagsumræðan er hvort eð er á útleið, hún tilheyrði 2007.


Forsjálnin í fyrirrúmi

Sigurður hinn forsjáliHann gerir það ekki endasleppt, náunginn sem fjallað var um á visir.is í gær.   Á þessum síðustu og verstu tímum höfum við orðið vör við að fæstir hafa verið svo forsjálir að sjá fyrir þau áföll sem á okkur hafa dunið. Ekki ber endilega að ásaka fólk fyrir þá vangá í ljósi þess að aðeins þeir sem áttu frumkvæði að og þátt tóku í að stýra falli Íslands gátu séð fyrir hvað í vændum var.

En náunginn sem fjallað var um í frétt á visir.is í gær er undantekningin sem sýnir að með forsjálni má setja undir flesta leka. Girtur belti og axlaböndum tekst hann á við öll hugsanleg "scenarios" sem upp geta koma og er þannig undirbúinn það versta.

Fjölhæfnin leynir sér ekki enda athafnamaður á sviði innflutnings og fjarskipta sem hefði sómt sér vel í félagsskap fyrirmanna á borð við útrásarvíkinga okkar. Eins og þeir lætur hann lög og reglur ekki hefta umsvif sín og viðskiptaveldi hans teygir arma sína vítt um heiminn. Til að hraða tollafgreiðslu á innflutningi sínum og létta álagið á íslensku tollþjónustunni hafði hann komið sér upp eigin aðstöðu til tollskoðunar svo eftirsótt varan kæmist hratt og hindrunarlaust til viðskiptavinanna. Óþarfa tafir og pappírskreddur tollgæslunnar voru honum ekki að skapi enda hafði hann á að skipa vaskri sveit manna í vatnsgöllum sem ávallt voru til þjónustu reiðubúnir.

En þrátt fyrir frumlega hugsun og framtakssemi væri þessi maður varla fréttarinnar virði frekar en aðrir sem að innflutningi standa, ef ekki væri fyrir tonnatakið sem treystir undirstöður starfsemi hans ef svo ólíklega vildi til að tollvesenið gerði athugasemd við innflutningsskýrslur hans. Af einskærri forsjálni, sem ríkið mætti sannarlega taka sér til fyrirmyndar, hefur hann nú tryggt sér fullar tekjur af fataframleiðslu á fatamerkjunum Inmate, Criminal Record og Bastille, sem fanga á Litla Hrauni koma til með að framleiða í staðin fyrir númeraplötuframleiðsluna sem hrundi um leið og bankarnir.

Eflaust var það einskær mannkærleikur sem réði þessari fjárfestingu mannsins, en bágt á ég með að trúa að haft hafi verið með í myndinni að hann þyrfti sjálfur að setjast við saumavélina. En svona er lífið.

C'est la vie.

 

Mynd: www.visir.is

 


Gríman fellur

Línurnar eru að skýrast. Össur flengist um heiminn og safnar undirskriftum EU ráðherranna til stuðnings við aðildarumsókn Íslands að ástarbandalaginu, ESB. Enginn kippir sér sérstaklega upp við óheilindi Össurar, blettirnir á tungu hans segja sína sögu og hana erum við farin að þekkja nokkuð vel. Á meðan er Steingrímur Joð hér heima að fella grímuna. Maðurinn sem að eigin sögn er heiðarleikinn holdíklæddur hefur nú í hverju málinu á fætur öðru umpólast og þar með svikið bæði kjósendur Vg svo vel sem hugsjónir flokksins. En hvað gera menn ekki fyrir ráðherrastólinn? Er fullveldi Íslands merkilegra en hann?

grímulausÁrum saman hefur SteinGrímur ásakað andstæðinga sína um að hanga á völdunum. Nú kemur í ljós að límið sem heldur honum á ráðherrastólnum er lygin sem breytist frá degi til dags. Hörðustu fótgönguliðar flokksins eru nánast hættir að blogga því þeir vita ekki nema dagskipun foringjans hafi breyst meðan þeir söðluðu tölvufákinn. Þingmenn Vg fá nú að finna fyrir hnefanum sem Grímur í stjórnarandstöðu steytti áður framan í Björn Bjarnason og lét dynja á þáverandi forsætisráðherra. Atkvæði þeirra skulu nú greidd fjármálaráðherra, samviskuna geta þeir skilið eftir heima. En það gera þeir auðvitað á eigin ábyrgð.

Lygavefurinn sem félagarnir, Össur og Grímur grímulausi, hafa spunnið er nú allur að rakna. Það eru ekki margir sem klappa fyrir þeim núna, en í samsekt geta þeir lagt sína höndina hvor til verksins. "Snilldarverk" gamla refsins Gestssonar reynist aðgangsmiðinn sem mun senda okkur á hnjánum inn í Evrópusambandið. Afsakanir Gríms grímulausa á þingi hafa nú sýnt sig að vera lítilmótlegar lygar; enginn bindandi samningur hafði verið gerður við Hollendinga í haust. Minnisblaðið sem Grímur grímulausi veifaði framan í þingheim á föstudag var afrakstu vinnu félaga Össurar; marklaust plagg eins og orðin sem frá honum koma. Það tók ekki langan tíma að sýna fram á að félagarnir í landsöluliðinu höfðu ekki haft fyrir því að prófarkalesa handritið sem þeir buðu þjóðinni uppá.

Grímur Gosi: Þetta var arfur fortíðar, við stóðum frammi fyrir gerðum hlut. Fyrri ríkisstjórn hafði samið við Hollendinga um afarkjör (Gosi veifar minnisblaði) og það tók alla okkar snilld að ná þessum frábæra samningi. Við vildum ekki vera vondir við Brown því hann stendur í stórræðum heima og það hefði verið lúalegt af okkur að koma illa fram við hann. Fyrir nú utan að þá hefði hann getað dregið tilbaka loforð um stuðning í aðildarviðræðunum. Samfylkingin hefði aldrei getað samþykkt það. (Mjúkur ánægjukliður frá Samfylkingunni fer um þingsal, en þingmenn Vg sitja hnípnir og horfa í gaupnir sér).

Félagi Össur vitnar: Ég hef líka staðið í ströngu. (Klapp berst úr sætum Samfylkingarinnar) Öllum stundum hef ég vakað yfir landi og þjóð til að hindra ófétin í Sjálfstæðisflokknum frá að gera fleiri landsölusamninga á borð við þennan sem gerður var við Hollendinga í október. 

Heimur leikhússins er heimur opinberunar. Áhorfendur eru ekki blekktir að eilífu. Því fór það svo að þegar nýir leikendur (sem gleymst hafði að skrifa inn í handritið) fengu seint og um síðir að stíga á sviðið hrundi "skáldskapurinn" og langt nefið á Gosa varð öllum sýnilegt. Eins og venjan er um öll leikverk vita áhorfendur að sýndin er ekki reyndin. Minnisblaðið reyndist vera verk utanríkisráðherra ( í afleysingu) frá því í október síðast liðið haust. Sá ráðherra ku hafa heitið Össur Skarphéðinsson, "stuntman" ISG með gullfiskaminni og núverandi ljúgvitni Gosa. Félagi Össur lét líka hjá líða að geta þess í vitnisburði að minnisblaðið, sem Gosi veifaði svo glaðbeittur, var aldrei staðfest; hvorki af ríkisstjórn né Alþingi. Gosi stóð því aldrei frammi fyrir gerðum hlut og "snilldarverkið" hefur nú verið opinberað fyrir það sem það er; aðgöngumiði sitjandi ríkisstjórnar Íslands að Evrópusambandinu í boði Samfylkingar og Vinstri grænna.

Þingmenn Vg þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætla að taka þátt í leikritinu sem þegar erIcesave-A.Scales fallið eins og gríman af Grími eða hvort þeir ætla að standa með kjósendum sínum og ÞJÓÐINNI. Eitt mega þeir vita og það er að unga fólkið sem nú yfirgefur landið í leit að atvinnu mun ekki snúa aftur til að taka á sig IceSave skuldbindingar Gríms Gosa. 

 

 

Mynd 1: www.geocities.com

Mynd 2: A.Scales/Landsbankinn


ESB breytir appelsínum í banana

Því er gjarnan haldið fram af ESB-sinnum að innganga í sambandið muni færa okkur aukin áhrif í ákvarðanatökum sem varða íslensku þjóðina. Þeir sem telja fullveldi Íslands betur borgið hjá Íslendingum sjálfum, þ.e. ESB-efasemdamenn (ESBEM) benda hins vegar á að vegna fámennis mun hlutfallslegur styrkur okkar til sjálfsákvarðana falla úr 100% í 0.6%; verður ekki séð að þessi skipti séu Íslendingum sérlega hagfeld.

Þessi 0.6% eru hlutfallstala okkar miðað við mannfjölda í ESB ríkjunum. Sölumenn sjálfstæðis þjóðarinnar telja þó að áhrif okkar verði mun meiri en hlutfallstalan segir fyrir um, enda byggir goðsögn Samfylkingarinnar á því að innganga í ESB "færi okkur allt fyrir ekkert."

Því hefur líka verið haldið fram að eftir inngöngu verðum við þátttakendur í öllum ákvörðunum sem okkur varðar. Þetta er önnur goðsögn. Skipulag sambandsins og túlkun þess á fyrirliggjandi samningum, sér til þess að ákvarðanir eru iðulega teknar án þess að kjörn fulltrúar hafi þar áhrif. Agli Helgasyni rataðist satt orð af munni þegar hann líkti inngöngu í ESB við "að ganga inn í klúbb þar sem maður verður að beygja sig undir reglurnar." Reglurnar eru settar af þeim sem í krafti stærðar og auðs halda um stjórnartaumana.

Sem fyrrverandi stórveldi hefur það löngum angrað Breta að vera annar stærsti framfærandi bandalagsins án þess að því fylgi tilsvarandi völd. Því hafa háværustu gagnrýnisraddirnar innan sambandsins komið úr þeirri átt . Nýlega birtist greinarstúfur í TaxPayers' Alliance undir titlinum How Many "illegal "EU Laws ,sem gefur mynd af því hvernig farið er framhjá Evrópuþinginu. Ákvarðanir eru teknar í bakherbergjum ráðherra og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Málið snýst um grein 308 í samningnum sem kenndur er við Maastricht og gengur út á að auðvelda sambandinu að ná markmiðum hins "sameiginlega markaðar," þegar samningurinn sjálfur ber ekki nægilegan styrk varðandi þau verkefni sem sett eru fram í grein 3 samningsins. Grein 308 færir kringlóttir bananarRáðinu í raun löggjafarvald. Löggjafarvald sem í seinni tíð hefur verið fært út fyrir ramma samningsins sem lýtur að hagsmunum tengdum hinum "sameiginlega markað." Ráðið hefur nýtt sér þetta ákvæði 908 sinnum síðan 1992, en á meðan grein 308 er til staðar í samningnum getur Ráðið sent út aðskiljanleg directive og reglugerðir að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn og að undangenginni álitsgjöfþingsins. Ráðið þarf að komast að samhljóma niðurstöðu (sic), en þingið þarf ekki að samþykkja neitt, aðeins að gefa álit. Þegar málið var borið undir Evrópudómstólinn kvað hann upp úr með að niðurfelling ákvæðisins um að greinin gilti um hinn "sameiginlega markað" sé hluti af þróun sem fái staðist lög sambandsins.

Þessi þróunarkenning Evrópudómstólsins sýni, svo ekki er um villst, að orðalag samninga og undirritanir einstakra ríkja á þeim er að engu haft þegar hagsmunir Brusselvaldsins breytast. Brusselvaldið er þá tilbúið að selja appelsínurnar sem banana án þess að hika. Lissabonsáttmálinn er einmitt þannig banani.

Eftir allan þann áróður sem dunið hefur yfir landsmenn úr hljóðdósum RÚV var frískandi að heyra Thorvald Stoltenberg gefa Íslendingum ráð um hvernig staðið skuli að samningsgerð við ESB. Benti Stoltenberg meðal annars á að tryggja þyrfti  orðaval samningsins þannig að ekkert tilefni væri til misvísandi túlkana. Með tilliti til umfjöllunarinnar um grein 308 veitir ekki af slíku nesti í farteskinu þegar lagt er til atlögu við hina sleipu skepnu ESB. Taka þarf af öll tvímæli í málum sem varða okkur mestu. Auðlindir okkar SKULU vera á forræði Íslendinga og sjálfsákvörðunarréttur okkar TRYGGÐUR.

Án yfirráða Íslendinga á þessum grundvallarþáttum mun hlutfallslegur styrkur landsins innan Evrópusambandsins vera fyrrnefnd 0.6%. Það er ekki ásættanlegt. Eins og staðan er í dag erum við þjóð meðal þjóða; kannski lítil og fátæk, en engu að síður þjóð. Innan ESB, á þeim forsendum sem Samfylkingin er tilbúin að gangast inná, verðum við aldrei annað en þessi 0.6%. 

Þannig eru bara reglurnar í "Klúbbnum."

 

Mynd: www.dailytelegraph.co.uk


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband