Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Minntist einhver á opinn tékka?

Þeir eru skemmtilega ruglaðir þessir Samfylkingarmenn. Dögum saman höfum við mátt hlusta á sönginn um opnu tékkana sem nýr borgarstjórnarmeirihluti  gaf út með kaupunum á Laugavegskofunum. Og hvað gerist svo?

Viðskiptaráðherra lýsiti því yfir í kvöld að "ekki komi til greina að missa viðskiptabankana úr landi". Ef fúahjallarnir á Laugaveginum eru tilefni fyrir Samfylkinguna að leggjast í látlaus krampaflog, hvað segja þeir þá um ætlun Björgvins G. að þvinga bankana til að starfa á Íslandi? Borgin greiddi hátt í 600 milljónir fyri kofaræksnin. Uppgjör bankanna eru að birtast þessa dagana og þar er hagnaðurinn að skríða upp tugi milljarða. Hvað ætlar Björgvin að reiða fram til að halda bönkunum í landinu?

Fólk sem trúir því að skuldin hverfi við það að ríkið taki hana á sig kippir sér líklega ekki upp við yfirlýsingar viðskiptaráðherrans. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband