Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Breytingar

Demókratar eru þessa dagana að spyrja sig þess hvort þeir hafi kannski misskilið Barack Obama þegar hann lofaði þeim "breytingum". Það hefði auðvitað verið heppilegra fyrir þá að kynna sér hvað í vændum væri, þó ekki hefðin verið annað en að spyrja hvað fælist í loforðinu áður en þeir gengu til kosninga. En sumarvínið steig þeim til höfuðs og víman dugði. Enginn spurði og þegar repúblikanar bentu á að túlkun orðsins stæði galopin ætlaði allt um koll að keyra. Obama hafði lofað breytingu, það nægði, punktur, basta.

Það má segja að val hans á varaforsetaefninu Joe Biden, hafi verið fyrsta viðvörunarljósið sem tók að blikka. Bara ekki hjá demókrötum. En nú er ljósasjóið farið að nálgast sýndarbirtustig Vega og er þó enn langt í land að fullum styrk sé náð. Flest sætin eru nú frátekin af fyrrum skósveinum Bills Clinton. Stjórn sem hafði á sér orð fyrir að vera mið-hægri og allir sem nú eru nefndir til sögu hafa þann stimpil á sér.

Fyrstan má nefna strigakjaftinn Rahm Emanuelsem verður starfsmannastjóri Hvítahússins. Aðrir Clintonkónar eru tilnefndir: Timothy Geithner, og Peter Orszig í fjármálin ásamt Larry Summers. Og svo er það  Paul Volckersem getur rakið sögu sína aftur til forsetatíðar Jimmy Carters og Ronald Reagans, en hann þjónaði þeim og Seðlabanka Bandaríkjanna um langt árabil. Allir þessir menn utan Volcker eru taldir skjólstæðingar Róberts Rubin sem var Fjármálaráðherra Clintons. Húsfrú Hillary Clinton hefur verið útnefnd sem utanríkisráðherra og Bill Richardsoní viðskiptaráðuneytið en var í orkumálum undir BC.  Janet Napolitano var þá í dómsmálaráðuneyti en nú orðuð við innanríkisráðuneytið. Tom Daschel fyrrum leiðtogi minnihluta demókrata í Öldungadeild er orðaður við heilbrigðismál. Liebermanfær líklega að halda forsæti í Öryggismálanefnd, þrátt fyrir mikinn urg í grasrótinni. En Obama þarf ekki lengur að reiða sig á hana. Fyrir þá sem fylgjast með pólitík í bandaríkjunum hljómar þetta eins og borðslisti í hvert annað hanastéls partý í D.C. .

Og þá hefur sjálfur varnarmálaráðherra George W. , Robert Gatesekki verið nefndur, en honum býðst að stýra því ráðuneyti áfram. Hann mun ekki þurfa að standa í miklum útistöðum við samráðherra því flestir studdu innrásina í Írak og hafa því fullan skilning á viðfangsefnum hans. En vinstri vængurinn bíður nú milli vonar og ótta að Obama sjái aumur á einhverjum þeirra manna sem þeir gætu stutt, eins og t.d. John Kerry eða Howard Dean. Vonin dvínar þó með hverjum degi sem líður.

En það eru ekki bara demókratar sem klóra sér nú í hausnum. Repúblikanar velta því fyrir sér hvers vegna Obama kaus að bjóða sig fram undir merkjum demókrata þegar hann hefði allt eins getað boðið sig fram undir þeirra merkjum.

En svona ófyrirsjáanlegar geta breytingar verið.

 


mbl.is Obama heitir nýju upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnar Katrín skoðunum annarra

Katrín nýtir sér lýðræðið til að koma skoðunum sínum á framfæri og meðan hún fær að tjá sig þá er lýðræðið gott. En Katrín áskilur sér líka rétt til að segja öðrum hvað þeir eiga að hugsa og aðhafast. Hún lætur heldur ekki staðar numið við skoðanakúgun í orðum eins og Vísa-kæran er gott dæmi um. Þar var hún tilbúin að fara í dómsmál til að þagga niður í öðrum.

Ofbeldið í ræðu hennar á Austurvelli gefur tilefni til að menn séu á varðbergi hvað tjáningarfrelsið varðar.


mbl.is Ræða Katrínar ekki tekin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um upplýsingavíkingana?

Hvað er eiginlega með Íslendinga? Tortryggni og reiði virðast stjórna afstöðu fólks til alls og allra. Það er kvartað undan upplýsingaskorti en ef eitthvað er sagt þá er það sjálfkrafa stimplað uppspuni og lygi. Það er kvartað undan því að ekkert sé gert en ef eitthvað er gert (sbr IMF-lánið) þá verður allt vitlaust. Það er kvartað undan því að ekkert sé rannsakað, gögn spillist en síðan geta menn ekki komið sér saman um hvað og hvernig eigi að rannsaka. Nú síðast hefur verið kvartað undan því að erlendur sérfræðingur hefur verið að vinna neyðaráætlun með ríkisstjórninni og þá verður allt vitlaust og hann hrakinn úr landi. Erlendur sérfræðingur! My God, burt með hann og öll erlend áhrif. Hvar er hin menntaða, velupplýsta og víðsýna þjóð sem þreytist aldrei á að dásama sjálfa sig? 

Íslendingar eru orðnir sérfræðingar í að kvarta; að kenna öðrum um. Þeir eru ófáir besservissarnir sem fengið hafa tíma og rúm á fjölmiðlum til að tjá sig. Óábyrgar yfirlýsingar hrjóta nú af hvers manns vörum. Allir þykjast búa yfir lausn á vandanum en í raun er enginn að gera neitt nema að gagnrýna. Það er líka léttasta leiðin.

En einn er sá hópur sem mikið bar á fyrstu dagana eftir bankahrunið. Gagnrýndi getuleysi ríkisstjórnarinnar til að verja sig gegn stríðsáróðri Breta. Þetta voru upplýsingavíkingarnir. Þessi hópur er nú horfinn af sjónarsviðinu. Hann virðist hafa fundið sér holu til að skríða í.

Ég er að tala um hina sigldu sérfræðinga sem flugu heim til að bjarga málum. Fylltu allar rásir með gífuryrðum um getuleysi stjórnarinnar. Spönuðu >80 þúsund manns til að ljá þeim vigt með undirskriftum sínum. Hvar eru þeir núna? Hvað varð um þetta gríðarlega mikilvæga PR-tækifæri sem stjórnin hafði svo illilega gloprað niður og sem þeir ætluðu að taka að sér að bjarga.

Hvar voru undirskriftirnar afhentar?  Hver tók við þeim? Hverju breyttu þær?


mbl.is Ráðgjafinn heim til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ærunni má stinga í vasann

Þá hefur vantrauststillagan verið afgreidd; átján með og 42 á móti. Ekkert kom sérstaklega á óvart annað en Kristinn H, sem greiddi atkvæði gegn tillögu stjórnarandstöðunnar. Þó er varla hægt að halda þessu fram með réttu að Kristinn hafi komið sérstaklega á óvart. Kristinn líklega farinn að líta í kringum sig eftir nýjum félögum eftir 18 mánaða munstrun hjá Frjálslyndum. Hvar hann telur vænlegt að bera niður næst er ekki gott að segja. Hann finnur eflaust út úr því, enda stórfylking reiðra mótmælenda til taks sem gæti séð sér hag í að fá atvinnumann í andstöðu til liðs við sig.

Vegna anna gafst mér ekki tækifæri til að hlusta á umræðurnar og hefði auk þess líklega sleppt því þó tími hefði gefist. Ég var hins vegar svo stálheppin að heyra einu ræðuna sem mér hefði fundist óendanlega leitt að missa af, þ.e. ræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, bjarnarbana. Þórunn er mikill sérfræðingur um ærumissi og lætur sig ekki muna um að afskrifa fólk ærulaust lúti það í lægra haldi fyrir andstæðing í lýðræðislegum kosningum. Sjálf hefur hún hlotið sinn pólitíska frama fyrir tilstuðlan ólýðræðislegra kvótareglna og klíkuskapar. Það var því ótrúlega fyndið að hlust á Þórunni lýsa því yfir að "Nú (væri) ekki tími til að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina". Þó er ekki nema u.þ.b. vika síðan Þórunn sjálf lýsti yfir vantrausti á ríkisstjórnina og krafðist kosninga.

Þrátt fyrir stjórnarandstöðu Samfylkingarinnar allt frá upphafi þessa kjörtímabils hefur hin sanna stjórnarandstað reynt að líta framhjá þessu barnalega hegðunarvandamáli Samfylkingarinnar. En þegar ráðherrar í ríkisstjórn lýsa vantrausti á stjórnina sem þeir sitja sjálfir í, þá var ekki undan vikist. Vantrauststillagan varð að koma fram. Þótt ekki væri til annars en að láta þessa aula standa skil á skoðunum sínum. Nú höfum við það. "Það er ekki tími til að lýsa vantrausti ...". Stóllinn er sem sagt dýrmætur þegar allt kemur til alls og afsakanir um að aðventan sé ekki tími til að standa í kosningabaráttu eru aðeins aulaleg tilraun til að breiða yfir æruleysið sem í orðum hennar felst. Það má þakka Davíð Oddsyni og stjórnarandstöðunni fyrir að svæla sannleikann fram.

Ég geymi upptöku af þessari ótrúlegu yfirlýsingu ÞS og mun spila hana mér til upplyftingar hvenær sem dagar lífs míns daprast.


Nú eru góð ráð dýr

Þótt vantrauststillagan virðist í fyrstu vera sett fram til að sprengja stjórnina (sumir halda því líka fram að ræða DO á fundi Viðskiptaráðs, hafi verið sett fram í þeim sama tilgangi) þá sýnist mér þetta einmitt eina leiðin til að skapa ró um aðgerðir stjórnvalda. Samfylkingin þarf að gera upp við sig hvort hún sé í stjórn eða stjórnarandstöðu( óábyrgur mótmælendahópur, þ.s. hver syngur með sínu nefi).

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvort einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar; þeir sem hvað digurbarkalegast hafa talað gegn stjórnarsamstarfinu, éti nú ofan í sig stóru orðin. Greiði þeir atkvæði með tillögunni eru þeir annað hvort að segja sig frá Samfylkingunni eða sprengja stjórnina. Enda tillagan sett fram gegn ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur flokkum.

Þessi tillaga verður mælikvarði á getu Ingibjargar Sólrúnar að stýra ólátabelgjunum.


mbl.is Önnum kafin við björgunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkinguna upp á svið

Það verður spennadi að fylgjast með hvernig Samfylkingin afgreiðir þetta mál. Finnur hún taktinn? Uppgötvar hún hvað hugtakið ÁBYRGÐ merkir? Samfylkingin hefur bæði verið í stjórn og stjórnarandstöðu allt þetta kjörtímabil og komist upp með það, en nú verður hún að ákveða hvoru megin hún ætlar að standa.

Ég veðja á að Samfylkingin klofni; það er svo erfitt að kyngja stóryrðunum. En við sem erum áhorfendur munum ekki eiga kost á betri skemmtun á meðan kreppan varir.


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það hveitið eða er það krónan?

Verðmyndun hveitis, korns og olíu á heimsmarkaði er nú komið undir það sem það var í ársbyrjun 2008 og það hefur lækkað um 52% frá því það var hæst í júlí lok. Þessi hækkun tengist því beint gengisþróuninni og lækkun krónunnar, rétt eins og olíuverðið. Það eru hins vegar blikur á lofti í fyrirsjáanlegri framtíð vegna væntanlegs uppskerubrests víða í heiminum. Sú skýring kemur eldri Íslendingum ekki á óvart, því á árum áður fengum við iðulega að heyra að kaffið á Íslandi væri dýrt vegna eilífra vandræða með uppskeruna í Honduras.

Neytendasamtökin þurfa að vera vakandi fyrir gengi krónunnar þegar hún styrkist (vonandi) eftir að hún fer aftur á flot. Það gagnast neytendum ekkert að vita að vörur hækki nema hægt sé að sýna fram á í hverju hækkunin felst. Í augnablikinu er það gengi krónunnar.


mbl.is Hveiti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar í þröngri stöðu

Rússar eru ekki aflögufærir þessa dagana frekar en aðrir. Gjaldeyrisútstreymi hjá þeim í algleymi því enn muna menn eignaupptökuna sem átti sér stað 1998, þegar sparnaður einstaklinga gufaði upp.

Útflutningur er nánast enginn fyrir utan olíu og gas og það gengur á gjaldeyrisforðann, nú þegar olían hefur lækkað í verði. Auðlindin er heldur ekki óþrjótandi. Þurfi Rússar að sækja olíuna norður í íshaf mun það verða þeim dýrt, því þeir hafa ekki haft fyrir því að endurnýja tækjakost og olían flýtur þar ekki úr gullnum lindum. Tilraun til að fella gengið nýlega mistókst hrapalega. 

Pútin er þó ekki af baki dottinn, hann hefur engu gleymt og hefur nú skipað óeirðalögreglu í viðbragðsstöðu. Ofbeldi reynist mörgum auðveld útgönguleið. 

 


mbl.is Geta ekki lánað alla upphæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru góð ráð dýr

Þetta gengur einfaldlega ekki. Samkvæmt sósialískum kenningum eiga allir að vera jafnir, sbr. að laun skuli færð niður á við með sköttum, svo allir geti lapið dauðann úr sömu skel. Því hlýtur ESB að leggja allt kapp á að lækka lífaldur Vestur-Evrópubúa. Staða okkar Íslendinga á lífaldurs og heilsu skalanum mun nú standa okkur fyrir þrifum.

Á móti gæti komið að færa okkur hærra á lífsstandar skalann, nú þegar við erum á botni vestrænnar velmegunar.


mbl.is Lifa rúmum 14 árum lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennari af Guðs náð

Það var viðeigandi að veita Herdísi þessa viðurkenningu. Hún var kennari af Guðs náð og óþreytandi að ausa af brunni visku sinnar. Hún kenndi ekki bara samkvæmt kennsluskrá heldur lagi hún sjálfa sig í verkið. Hjá Herdísi lærðu börnin ekki bara lexíurnar sínar, þau lærðu líka á sjálfa sig  og lífið.

Þau eru mörg börnin sem standa í þakkarskuld við hana og gleðjast með henni á þessum góða degi.


mbl.is Herdís Egilsdóttir fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband