Leita í fréttum mbl.is

Nýtt Ísland; Nýtt RÚV!

Með tilliti til umræðunnar, sem nú fer fram um að embættismenn, ráðherrar og allir sem með vald fara segi af sér, legg ég til að ALLIR STARFSMENN RÚV segi af sér. Allar stöður auglýstar og gerð verði grein fyrir starfsferli (cv), ættartengslum og flokkshollustu á umsóknareyðublaði.

Vald frétta - og dagskrárgerðarmanna hefur ekki fengið tilskylda umfjöllun í fjölmiðlum. Kannski ekki svo skrítið, því þetta er fólkið sem stýrir umfjölluninni. Innhverf umfjöllun þeirra byggir því að mestu á því að klappa á bak hvers annars.

Fjölmiðlafólk hefur verið ötult við að benda á ábyrgð annarra en hver er ábyrgð fjölmiðlamanna? Hvernig standa þeir undir þeirri ábyrgð? Er það með því að flytja okkur fréttir og fréttaskýringar sem falla að þeirra persónulegu sjónarmiðum? Ætti ekki umfjöllun fjölmiðla að leitast við að greina frá atburðum (hér heima og erlendis) samkvæmt því sem sannreyna má ekki þeim spuna sem við erum sífellt mötuð á af áróðursmeisturum og álitsgjöfum.

Hvernig væri að beina kastljósinu að vinnubrögðum þeirra sem taka sér dómsvald, en eru víðs fjarri þegar ábyrgðar á vinnubrögðum er krafist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Leifsdóttir


Eru fjölmiðlar  heilagar kýr á Íslandi ? Ég sakna blaðamanna sem spyrja spurninga, ég sakna fréttamanna sem fjalla um málefnin á hlutlausan hátt.

Helgarsprokið  25.janúar /  Andriki.is er spistill sem allir ættu að lesa !
Njóttu dagsins Ragnhildur mín.

Helena Leifsdóttir, 26.1.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Svavar Guðmundsson

Sammála þér Ragnhildur, eins og talað út úr mínum munni.  Vald fjölmiðla er of oft persónónubundið, og litað af eignahaldi á fjölmiðlum.  Vinnubrögð þeirra eru forkastanleg í svo ótal tilfellum, þetta er hálfgerð múgsefjun. 

Svavar Guðmundsson, 26.1.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka ykkur báðum, en miðað við atburði helgarinnar þá fellur þetta algerlega í skuggann.

Ragnhildur Kolka, 26.1.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband