Leita í fréttum mbl.is

Góð byrjun, Obama

Kostnaðurinn

Hinn nýi guð mannkynsins hefur nú tekið við keflinu. Með nýja von, nýtt upphaf; já heimurinn endurfæddist í dag, þegar Obama lét svo lítið að upplýsa heimsbyggðina um að "Vér erum tilbúinn að leiða á ný". Mannkynið allt féll á hné og grét af gleði.

Svei mér þá ef þetta byrjar bara ekki vel hjá Obama. Kolvetnisfótspor hans, fyrsta dag embættisferilsins hlýtur að ylja Dr. James Hanson, einum helsta sérfræðingi Nasa í loftlagsmálum, óþyrmilega um hjartarætur. Fyrir aðeins tveimur dögum lét Hansen þau orð falla að "Barack Obama hefur aðeins 4 ár til að bjarga heiminum" (greinilegt að Hansen veðjar ekki á að Nancy Pelosi standi við orð sín). Nú gildir að hafa hraðar hendur, því heimurinn er að sökkva.

Í dag fengum við að sjá upphafið af því ferli. Líkur eru leiddar að því að innsetningarhátíðin bæti litlum 500 milljónum punda af CO2 út í andrúmsloftið. Þá er tekið tillit til þeirra 600 einkaþotna sem kljúfa munu loftin blá til D.C. og skilja eftir >25 milljón pund af CO2. Einkabílaumferð til D.C. mun bæta andrúmsloftið um 265.483.000 pund og fjórfættir lögregluliðar munu losa um 400 pund út um afturendann. Að öllum líkindum munu um  575 milljón pund af CO2 losna í tengslum við hátíðarhöldin. Ekki lítil afköst það.

Það verður áhugavert að sjá hvernig nýi Orku og umhverfismálaráðherrann klórar sig út úr þessu dagsverki; hvort honum takist það áður en kjörtímabilið er á enda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér fannst þetta flott ræða hjá stráknum. Nýtt fólk vekur nýjar vonir. Bandaríkjamenn þurfa að endurskoða afstöðu sína gagnvart umheiminum og það verður spennandi að sjá hverju hann mun áorka.

Baldur Hermannsson, 21.1.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hver hefur sinn smekk. En var innihald ræðunnar virkilega stórkostlegt, Baldur? Var þetta ekki bara gamla temað ”Hope and Change” með smá skítkasti í Bush? Sagt er að Margaret Thatcher hafi svarða spurningu um hvað henni findist um Bill Clinton; að hann væri "great communicator. He just doesn´t have anything to communicate". Frú Thatcher gat sagt mikið í fáum orðum. Vonandi verða eftirmælin um Barack Obama ekki þau að hann hafi flutt flottar ræður. Allir vona að hann fylli út í fleira en ræðustólinn. En Obama er óskrifað blað. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið jafn reynslulaus við embættistöku og hann. Það breytir því ekki að það sem átti sér stað í gær var sögulegur atburður í þeim skilningi að svartur maður tók í fyrsta sinn við embætti forseta Bandaríkjanna. Það útaf fyrir sig er stórkostlegt og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þjóðhöfðingjar hinnar "hvítu" Evrópu höndla það. En það er götustráksbragur sem fylgir þessu fágaða yfirborði, sem ég á eftir að sjá hvernig þróast áður en ég leyfi sæluvímunni að flæða yfir mig.

Ragnhildur Kolka, 21.1.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sjálfsagt er að vona það besta, en hann er náttúrlega stjórnmálamaður og þeir eru afar lagnir við að klúðra málum. Ekki er von á góðu.

Annað sem vekur nokkra furðu hjá mér er að Obama er ekki svartur. Hann er blanda. Móðir hans er hvít en faðir hans svartur. Það ætti að kalla hann mixed race American frekar en African American. Það er eins og fólk einblíni bara á húðlit mannsins. Ekki er það affarasælt hvort sem það er til lasts eða lofs.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.1.2009 kl. 17:39

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já Sigurgeir, það er þetta með húðlitinn. Maður veit aldrei hvað má segja og hvað ekki. Mér hefur gefist best að meta fólk útfrá orðum og efndum og spá minna í uppruna. Genetískur uppruni segir svo lítið um einstaklingin.

Mér leiðist frekar þessa tilgerðarlega African American staðsetning. Obama er nær því en flestir aðrir sem kenna sig þannig, því obbinn af svertingjum í Bandaríkjunum þarf að leita minnst sex kynslóðir aftur til Afríku. Flestir hvítir Bandaríkjamenn eru meðvitaðir um evrópskar rætur, en kynna sig þó sem Kana.  

Ragnhildur Kolka, 23.1.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband