Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð um upplýsingavíkingana?

Hvað er eiginlega með Íslendinga? Tortryggni og reiði virðast stjórna afstöðu fólks til alls og allra. Það er kvartað undan upplýsingaskorti en ef eitthvað er sagt þá er það sjálfkrafa stimplað uppspuni og lygi. Það er kvartað undan því að ekkert sé gert en ef eitthvað er gert (sbr IMF-lánið) þá verður allt vitlaust. Það er kvartað undan því að ekkert sé rannsakað, gögn spillist en síðan geta menn ekki komið sér saman um hvað og hvernig eigi að rannsaka. Nú síðast hefur verið kvartað undan því að erlendur sérfræðingur hefur verið að vinna neyðaráætlun með ríkisstjórninni og þá verður allt vitlaust og hann hrakinn úr landi. Erlendur sérfræðingur! My God, burt með hann og öll erlend áhrif. Hvar er hin menntaða, velupplýsta og víðsýna þjóð sem þreytist aldrei á að dásama sjálfa sig? 

Íslendingar eru orðnir sérfræðingar í að kvarta; að kenna öðrum um. Þeir eru ófáir besservissarnir sem fengið hafa tíma og rúm á fjölmiðlum til að tjá sig. Óábyrgar yfirlýsingar hrjóta nú af hvers manns vörum. Allir þykjast búa yfir lausn á vandanum en í raun er enginn að gera neitt nema að gagnrýna. Það er líka léttasta leiðin.

En einn er sá hópur sem mikið bar á fyrstu dagana eftir bankahrunið. Gagnrýndi getuleysi ríkisstjórnarinnar til að verja sig gegn stríðsáróðri Breta. Þetta voru upplýsingavíkingarnir. Þessi hópur er nú horfinn af sjónarsviðinu. Hann virðist hafa fundið sér holu til að skríða í.

Ég er að tala um hina sigldu sérfræðinga sem flugu heim til að bjarga málum. Fylltu allar rásir með gífuryrðum um getuleysi stjórnarinnar. Spönuðu >80 þúsund manns til að ljá þeim vigt með undirskriftum sínum. Hvar eru þeir núna? Hvað varð um þetta gríðarlega mikilvæga PR-tækifæri sem stjórnin hafði svo illilega gloprað niður og sem þeir ætluðu að taka að sér að bjarga.

Hvar voru undirskriftirnar afhentar?  Hver tók við þeim? Hverju breyttu þær?


mbl.is Ráðgjafinn heim til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband